Síða 1 af 1
Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 10:02
af Finnbogil
Hæhæ,
Vantar smá ráð frá ykkur, er í þriggja hæða húsi, ca 100 fm hver hæð. Wifið næst bara á neðstu hæðinni þar sem routerinn er. Er með 1 router frá símanum og ætla að kaupa 2 Unifi AC til að nota sem extender á wifið. Spurningarnar eru þessar. Get ég tengt 2 Unifi AC við routerinn frá símanum gegnum ethernet? Vill hafa þetta bara einfalt til að byrja með, en gott. Eða þarf ég Switch og/eða nýjan router líka? Ef svo, hvaða týpu mælið þið með?
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 10:07
af Dropi
Getur alveg tengt þetta beint við switchinn í routernum, svo ertu bara með POE injector við hvern AP. Þú ert samt ekki að fara að extenda netinu sem er á routernum, heldur býr Unifi AP til nýtt net og þú verður þá í raun með 2 wifi net nema þú slökkvir á því sem er í routernum.
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 10:31
af Viktor
Þarft bara að tengja AP við router og slökkva á WIFI í router.
Edit:
Ubiquiti equipment sets up a "mesh" network right out of the box, each AP will have the same SSID and depending on how intelligent your device is, it'll intelligently roam from one ap to another.
https://community.ubnt.com/t5/UniFi-Wir ... -p/1966810
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 11:58
af DJOli
Verslar bara tvo svona frá þessari verslun, á ~7200kr stykkið, og setur á þær hæðir sem wifi-ið er ekki að nást, og voila. Problem solved.
https://www.eurodk.com/en/products/unifi/unifi-ac-lite
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 12:20
af jonsig
WRT linksys sér um sambandið í næsta bæjarfélag
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 12:54
af GullMoli
7200 kr án sendingarkostnaðar og VSK ..
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 13:10
af Viktor
GullMoli skrifaði:7200 kr án sendingarkostnaðar og VSK ..
43.71 USD TNT EXPRESS(1-2 BUSINESS DAYS)
7200 + 4400 + vsk 2.564 kr. = 13.164 kr.
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 13:20
af Cascade
Sallarólegur skrifaði:GullMoli skrifaði:7200 kr án sendingarkostnaðar og VSK ..
43.71 USD TNT EXPRESS(1-2 BUSINESS DAYS)
7200 + 4400 + vsk 2.564 kr. = 13.164 kr.
Ég prófaði að setja 2stk og með UPS 1-2 daga sendingu er það:
29.93 USD
Svo total er tæplega 22þús (með vsk) og er þá 11þús stykkið
Hann er á 19þús hérna:
https://www.heimkaup.is/ubiquiti-unifi- ... -netsendirÉg hef pantað af þessari síðu og mæli með því. Tók bara 2 daga, sendillinn hringdi í mig, ég var í vinnunni svo þeir bara skutluðu þessu til mín í vinnuna. Gæti ekki verið þægilegra
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 15:10
af asgeireg
Svo er spurning um þessa græju, er að looka mjög flott. Hægt að fá hann með tvem auka Mesh points til að auka drægnina.
https://www.eurodk.com/en/products/ampl ... -fi-routerhttps://www.eurodk.com/en/products/ampl ... esh-points
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Fös 09. Feb 2018 15:14
af DJOli
Sallarólegur skrifaði:GullMoli skrifaði:7200 kr án sendingarkostnaðar og VSK ..
43.71 USD TNT EXPRESS(1-2 BUSINESS DAYS)
7200 + 4400 + vsk 2.564 kr. = 13.164 kr.
Þeir borga náttúrulega alltaf mest sem vilja fá hlutina í hendurnar sem fyrst, en þeir þolinmóðu spara alltaf. Það er bara þannig
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Lau 10. Feb 2018 17:18
af blitz
Aðeins að fá að highjacka þessum þræði.
Er með ASUS RT-AC66U sem þyrfti að vera inní bílskúr.
Úr skúrnum eru cat5e í öll herbergi + inní stofu.
Vantar samt wifi repeater eða eitthvað svipað.
Þessi Unifi eining lookar snyrtilega - getur einhver bent mér á hvaða vöru ég á að taka? Þar sem hann yrði staðfestur er möguleiki á að tengja hann í cat5e sem fer svo í routerinn.
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Lau 10. Feb 2018 18:06
af hagur
Bara einhvern Unifi access point. Jafnvel bara AC Lite. Svo hefurðu POE injectorinn útí skúr og straumfæðir hann þannig, þá þarf hann bara tengingu með CAT5e kapli.
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Lau 10. Feb 2018 20:14
af blitz
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Lau 10. Feb 2018 20:38
af Cascade
Ef þú tekur stakan ap þa fylgir poe adapter með
Bara ef þú tekur 5 i pakka sem það fylgir ekki
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Sun 11. Feb 2018 11:27
af blitz
Einhver sérstök ástæða fyrir því að velja Unifi AC Lite umfram t.d. Asus AC66 (
https://www.asus.com/Networking/RP-AC66/) ?
Prísinn er sá sami
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Sun 11. Feb 2018 13:11
af hagur
Ubiquiti Unifi er enterprise level búnaður og auðvelt að bæta við punktum seinna meir, sem mynda þá saman stórt net. Myndi allan daginn velja Unifi framyfir consumer búnað eins og þennan Asus repeater. Forðast repeater-a eins og heitan eldinn.
Re: Wifi vandamál í stóru húsi
Sent: Sun 11. Feb 2018 16:22
af Dropi
hagur skrifaði:Ubiquiti Unifi er enterprise level búnaður og auðvelt að bæta við punktum seinna meir, sem mynda þá saman stórt net. Myndi allan daginn velja Unifi framyfir consumer búnað eins og þennan Asus repeater. Forðast repeater-a eins og heitan eldinn.
Comment þráðarins. Extenderar virka aldrei eins og þeir eiga, best að kaupa búnað sem er hannaður til að virka sem eitt stórt net. Höfum keypt tugi Unifi senda í vinnuni og ég er farinn að setja þetta upp hjá fjölskyldumeðlimum líka.