Síða 1 af 1
Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fim 25. Jan 2018 22:52
af Fautinn
Sælir,
er hjá Hringdu með ljósleiðara og gígabyte tengingu, keypti fyrir 2 árum að ég hélt öflugan Zyxel router sem þeir stilltu, er á einni hæð í raðhúsi 160 fm og þráðlausa netið og stundum líka fastengingin, er búið að vera mjög lélegt í 6 mánuði, búinn að láta Hringdu taka routerinn og endurstilla hann og alltaf sama sagan.
Þeir spurðu hvort við værum búin að vera með ameríska netflix sem sonurinn er búinn að setja upp fyrir sig í bílskúrnum. Veit ekki hvort það eigi að hafa áhrif á þráðlausa netið.
Allavega hvaða router er bestur fyrir svona tengingu ef ég fæ mér bara nýjan.
Einnig hafa einhverjir prófað netið hjá Nova, flott tilboð í gangi þar með ljósleiðarann.
takk fyrirfram.
Re: Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fim 25. Jan 2018 23:10
af Viktor
Re: Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fim 25. Jan 2018 23:19
af Fautinn
ok kúl.
Er eitthvað vit í þessu og nýju tengingunni hjá Nova
https://www.nova.is/barinn/wifi/netgear-orbi-2-pack
Re: Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fös 26. Jan 2018 01:04
af HringduEgill
Fautinn skrifaði:Sælir,
er hjá Hringdu með ljósleiðara og gígabyte tengingu, keypti fyrir 2 árum að ég hélt öflugan Zyxel router sem þeir stilltu, er á einni hæð í raðhúsi 160 fm og þráðlausa netið og stundum líka fastengingin, er búið að vera mjög lélegt í 6 mánuði, búinn að láta Hringdu taka routerinn og endurstilla hann og alltaf sama sagan.
Þeir spurðu hvort við værum búin að vera með ameríska netflix sem sonurinn er búinn að setja upp fyrir sig í bílskúrnum. Veit ekki hvort það eigi að hafa áhrif á þráðlausa netið.
Allavega hvaða router er bestur fyrir svona tengingu ef ég fæ mér bara nýjan.
Einnig hafa einhverjir prófað netið hjá Nova, flott tilboð í gangi þar með ljósleiðarann.
takk fyrirfram.
Sælir.
Hljómar eins og næsta skref væri að senda mann á staðinn til að skoða aðstæður. Annars er Netgear Orbi flott lausn (sem við bjóðum einnig upp á) en kostar líka sitt.
Sendu mér endilega línu svo ég geti tekið málið áfram.
Kveðja,
Egill
Re: Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fös 26. Jan 2018 07:54
af B0b4F3tt
Getur meira að segja fengið UniFi punkta enn ódýrara hér:
http://www.tindar.is/index_htm_files/UbiqutiVerd.pdfVeit reyndar ekkert hvernig er að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki
Re: Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fös 26. Jan 2018 09:07
af Njall_L
Keypti allt mitt Unifi setup (USG, Switch, AP og CloudKey) hjá Tindum. Voru með mjög góða þjónustu og hefðu getað séð um uppsetningu og config ef ég hefði ekki nennt að fikta í því sjálfur. Get allavega mælt með þeim.
Re: Routervandamál - nýr router ? og þá hvaða ?
Sent: Fös 26. Jan 2018 09:50
af BugsyB
Ekki fá ér unif lite gaurinn - borgaðu aðeins meira og fáðu þér unifi ac lr gaurinn, annars mæli ég með amplifi frá ubnt, nettur router með 2 mesh punktum sem stingast bara beint í rafmagn - simple fyrir alla,