Netleysi. No internet light.
Sent: Þri 23. Jan 2018 20:45
Sælir.
Furðulegt vandamál hérna.
Er með ljósnetið en hraðinn hefur hrapað niður að undanförnu svo starfsmaður Hringdu sendi mér nýjan router.
Ég tek Dsl snúruna úr gamla og þessa einu ethernet snúru sem ég er með tengda og tengi beint í nýja routerinn ásamt rafmagnssnúru. Öll ljós nema internet ljós loga græn. Internetið var í fínu lagi fyrir skiptin btw.
Prófa svissa aftur yfir í gamla routerinn og sama vandamálið á teningnum þar.
Hringi í Hringdu sem gera einhverjar kúnstir og m.a hreinsa línuna og láta mig endurræsa draslið margoft milli tilrauna án árangurs.
Hringdu starfsmaður hringir í Mílu starfsmann sem mælir línuna í góðu lagi og eina sem stendur til boða er að fá Mílu starfsmann til að koma og líta á vandamálið innanhúss.
Allt í góðu með það svosem nema síðast þegar ég þurfti að fá Mílu starfsmann til mín gegnum Hringdu tók það 3 vikur og ég er skíthræddur um að það endurtaki sig.
Getur eitthvað hafa gefið sig í dós eða er einhver hér inni með reynslu af svona málum sem grunar strax hvað þetta getur verið? Ekkert mál að bóka rafvirkja eða símsmið á minn kostnað svosem. Nenni bara ekki að bíða í fleiri vikur eftir Mílu. Best væri ef ég gæti gert við þetta sjálfur undir handleiðslu einhvers sem veit hvað hann er að gera svo ég freista gæfunnar hér með..
Kveðja,
SAG
Furðulegt vandamál hérna.
Er með ljósnetið en hraðinn hefur hrapað niður að undanförnu svo starfsmaður Hringdu sendi mér nýjan router.
Ég tek Dsl snúruna úr gamla og þessa einu ethernet snúru sem ég er með tengda og tengi beint í nýja routerinn ásamt rafmagnssnúru. Öll ljós nema internet ljós loga græn. Internetið var í fínu lagi fyrir skiptin btw.
Prófa svissa aftur yfir í gamla routerinn og sama vandamálið á teningnum þar.
Hringi í Hringdu sem gera einhverjar kúnstir og m.a hreinsa línuna og láta mig endurræsa draslið margoft milli tilrauna án árangurs.
Hringdu starfsmaður hringir í Mílu starfsmann sem mælir línuna í góðu lagi og eina sem stendur til boða er að fá Mílu starfsmann til að koma og líta á vandamálið innanhúss.
Allt í góðu með það svosem nema síðast þegar ég þurfti að fá Mílu starfsmann til mín gegnum Hringdu tók það 3 vikur og ég er skíthræddur um að það endurtaki sig.
Getur eitthvað hafa gefið sig í dós eða er einhver hér inni með reynslu af svona málum sem grunar strax hvað þetta getur verið? Ekkert mál að bóka rafvirkja eða símsmið á minn kostnað svosem. Nenni bara ekki að bíða í fleiri vikur eftir Mílu. Best væri ef ég gæti gert við þetta sjálfur undir handleiðslu einhvers sem veit hvað hann er að gera svo ég freista gæfunnar hér með..
Kveðja,
SAG