Síða 1 af 1

Vantar proxy server

Sent: Fim 17. Feb 2005 19:06
af Icarus
Núna er ég í smá vandamálum og var að pæla hvort einhver væri til í að hjálpa mér.

Málið er það að ég er að fara á lan til vinar míns um helgina til að spila WoW, NEMA það að hann er ekki með frítt utanlands svo ég var að pæla að skella upp proxy hérna heima eða eitthvað til að tengjast bara í gegn hérna svo að foreldar hans fái ekki sjokk þegar þau fá adsl reikninginn.. hvaða proxy server mæliði með ? verður að vera windows based, ætla bara að skella þessu uppá pc sem bróðir minn er með

s.s. það sem mig vantar er góður proxy server og einnig proxy client.

Sent: Fös 18. Feb 2005 00:05
af Pandemic
Afhverju nýtið þið ekki bara verðþakið held líka að wow taki ekkert rosalega í tenginguna.

Sent: Fös 18. Feb 2005 08:06
af gnarr
getur notað CC Proxy. annars hef ég aldrei heyrt um sérstakan "proxy client" proxy er bara innbyggt í forritið eða ekki.

Annars verður downloadið aldrei hraðara en uploadið á servernum. svo að ef þú ert bara með "venjulega" tengingu heima hjá þér, þá nærðu mest 576kbps gegnum proxyinn, og þar að auki með talsvert verra pingi.

Sent: Fös 18. Feb 2005 10:02
af Stebet
Proxy Server: kíktu á FreeProxy (google it)
Proxy Client (forrit sem getur "wrappað" netsamskiptum þannig að þau fari gegnum proxy þó firritið styðji það ekki": SocksCap V2

Uppsetningarnar eru tiltölulega einfaldar :)

Sent: Fös 18. Feb 2005 16:29
af Icarus
Pandemic skrifaði:Afhverju nýtið þið ekki bara verðþakið held líka að wow taki ekkert rosalega í tenginguna.


Málið er það að hann er ekki að nýta verðþakið eins og ég, hann er bara með 750mB download svo að verðþakið er nokkrum þúsundköllum fyrir ofan mánaðargjaldið, þar af leiðandi ekki mjög sniðut. Og ég veit að WoW tekur ekki mikið og þess vegna er ég ekki að panicca hérna eða halda þetta heima hjá mér eða eitthvað álíka, bara svona betra að gera þetta ef það er ekki of mikil vinna, persónulega flokka ég það að setja einn þráð inná vaktina, installa nokkrum forritum og configga þau ekki vera það mikla vinnu.

Stebet skrifaði:Proxy Server: kíktu á FreeProxy (google it)
Proxy Client (forrit sem getur "wrappað" netsamskiptum þannig að þau fari gegnum proxy þó firritið styðji það ekki": SocksCap V2

Uppsetningarnar eru tiltölulega einfaldar :)


takk fyrir þetta og ég ætla að kíkja á þetta.

gnarr skrifaði:getur notað CC Proxy. annars hef ég aldrei heyrt um sérstakan "proxy client" proxy er bara innbyggt í forritið eða ekki.

Annars verður downloadið aldrei hraðara en uploadið á servernum. svo að ef þú ert bara með "venjulega" tengingu heima hjá þér, þá nærðu mest 576kbps gegnum proxyinn, og þar að auki með talsvert verra pingi.


Já, ég hafði hugsað útí þetta og datt bara í hug að reyna, ef leikurinn verður óspilanlegur spilum við bara frá honum og foreldrar hans fá smá reikning :lol:

Sent: Fös 18. Feb 2005 16:54
af Daz
Nú eða þið sláið allir saman í þann mismun sem verður á reikningnum og þeim sem hann fær venjulega, 500 kr á mann? Það myndi ég kalla auðveldustu lausnina (enda er ég einstaklega latur í að fá hluti til að virka á minni tölvu :D )

Sent: Lau 19. Feb 2005 14:29
af Dust
Hahaha, ég var ymmit að hugsa það sama og Daz á meðan ég var að lesa niður þennan þráð, 500-1000 kr. á kjamma og málið er leist á auðveldan hátt :)

Sent: Mán 21. Feb 2005 08:49
af Icarus
Well, þetta client forrit sem þú bentir mér á er ákaflega leiðinlegt eitthvað, og á endanum gafst ég upp... foreldrar hans hafa gott af því að borga smá pening :twisted:

annars er wow tiltörulega lítið download og hann spilar leikinn sjálfur alltaf heima hjá sér svo þetta skiptir ákaflega litlu.

Sent: Mán 21. Feb 2005 11:36
af Stebet
Heh.. mér fannst þetta eins einfalt client forrit og hægt er.. miðað við hvað það gerir..

1. Installa því
2. Stilla Proxy serverinn og authentication sem hann á að nota
3. Adda forriti sem á að wrappa,
4. ýta á Run

:P