switchar fyrir ljósleiðara


Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

switchar fyrir ljósleiðara

Pósturaf Skari » Sun 15. Okt 2017 16:04

Nú þarf ég aftur hjálp frá ykkur

Það er verið að setja ljósleiðara núna í sveitinni og frá íbúðarhúsnæðinu eru 2 önnur hús sem á að setja upp myndavél og tengja það á local netið.

Báðir staðir eru 100+metra frá inntakinu í íbúðarhúsnæðinu svo það verður settur ljósleiðari í rörin sem búið að er búið að tengja á báða staði

Hvaða lausnir hafiði fyrir mig hvað varðar búnað

Er að skoða lausn með EdgeRouter X SFP( https://www.eurodk.com/en/products/ubnt ... uter-x-sfp) sem er með 1x SFP porti og svo 3x EdgeSwitch 8 150W ( https://www.eurodk.com/en/products/ubnt ... tch-8-150w ) , 1 á hverjum stað

Þetta er dýr lausn en er frekar tilbúinn að eyða meiri í pening í eitthvað sem er alltaf stöðugt og sem ekki þarf að fara reglulega og restarta búnaðinum eða annað viðhald því það er ekki auðvelt fyrir mig að skjótast og kíkja á þetta




Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: switchar fyrir ljósleiðara

Pósturaf Skari » Sun 15. Okt 2017 17:56

Bjó til smá yfirlitsmynd hvernig ég er að hugsa um að hafa þetta miðað við þann búnað sem ég hef fundið

Er þetta eitthvað vitlaust hjá mér og eða mynduði gera eitthvað annað ?

Router með 1x SFP porti í íbúðarhúsi
Switch með 2x SFP porti í íbúðarhúsi, sá switch fengi fiberinn frá router og myndi áframsenda merkið á SFP 2 inn á annan switch
í næsta og sama þar að frá SFP 2 þar yfir á annan switch í öðru húsi

Hvað segiði um þetta ?

Upprunalega hafði ég hugsað að tengja fiberinn úr húsi 2 og 3 beint á switch í íbúðarhúsinu en það eru bara 2 SFP port á switchinum svo ég er núna að husga um að raðtengja þessu bara svona í stað að kaupa stærri og dýrari búnað með fleiri SFP portum
Viðhengi
fiber2.png
fiber2.png (44.38 KiB) Skoðað 940 sinnum



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 758
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: switchar fyrir ljósleiðara

Pósturaf russi » Sun 15. Okt 2017 20:00

Þú getur sparað þér fyrsta hoppið, þarft ekki router með SFP þar sem vegalengd á milli routers og switch Íbúðarhús er innan við 100mtr. Annars er þetta rétt hugsað hjá þér.

Þú átt líka möguleika á örbylgju þar á milli ef þú ert með Point-to-MultiPoint(PTMP) samband. Ein eining á íbúðar húsi og og sithvor eining á hús 2 og 2 og örbylgja á milli. Ljósið er auðvitað flottara en spurning hvort að örbylgja sé ekki alveg nóg.

Já eða bara hafa einn switch í íbúðarhúsi með 2x SFP fyrir hin húsin, þarft samt alltaf þá SFP-Ethernet breytu við Hús2 og Hús3




Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: switchar fyrir ljósleiðara

Pósturaf Skari » Sun 15. Okt 2017 22:54

Snilld, þá get ég tekið Edgerouter Lite sem svo margir mæla með en hvernig yrði þá að taka 3x EdgeSwitch 8 með þessu ( https://www.eurodk.com/en/products/ubnt ... tch-8-150w)

ætti ég kannski að taka einhvern annan switch en þetta