eplakongur skrifaði:Af hverju hafði ég aldrei heyrt talað um nova netið þegar þeir eru með 2000 GB á mánuði á 5990kr? Veit einhver hér hvort það séu einhverjir gallar við netið hjá þeim?
Fyrirvari: ég vinn hjá Nova.
Fyrir venjulegan notanda (eins og í næstum því allir) eru 2000GB alveg nóg, auðvitað undantekningar en ef þú ert ekki að reka t.d. Plex server fyrir nokkra aðila þá ætti þetta að duga þér. Hafðu samt í huga að það er talið upp/niður innlent og erlent. Bara öll traffík yfir netið. Ég nota kannski rúm 1000GB í venjulegum mánuði með alls konar streymi og niðurhali.
Ég held að ástæðan fyrir því að þú hefur ekki heyrt mikið um þetta er að Nova byrjaði bara með ljósleiðara fyrir kannski tveimur árum síðan og hefur ekki verið að setja mikla áherslu á söluna á honum fyrr en á þessu ári.
Ég er auðvitað á vissan hátt ekki "hlutlaus" en ég veit ekki um neinn galla á netinu okkar (væri mjög til í að heyra af því ef það er einhver). Nota þetta sjálfur og hefur verið mjög stabílt. Man bókstaflega ekki eftir neinu veseni.
Minuz1 skrifaði:Sama verð og hjá hringdu sem eru með ótakmarkað.
Nei. 5990 kr. er gigabit tenging hjá Nova. Fyrir 5990 kr. færðu 100Mbit hjá Hringdu, gigabit kostar 6990 kr. og routerinn hjá Nova er líka 690 kr. á mánuði en ekki 990 kr. (eins og gigabit routerinn hjá Hringdu kostar).