Tveir router annar tengdur við vpn - hjálp

Skjámynd

Höfundur
zetor
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Tveir router annar tengdur við vpn - hjálp

Pósturaf zetor » Fös 06. Okt 2017 16:04

Sælir vaktarar! Ég er alveg strand! hérna í Þýskalandi

Er að fikta mig áfram í dd-wrt og Openvpn uppsetningu.
Ég er með tvo routera:
Router Nr. 1 er Tp-link sem tengist inn á netið
Router Nr. 2 er DD-Wrt Flashaður router ( ætlaður sem vpn router ) sem tengist svo inn á router NR.1

Ég hef komist það langt í þessu að ég get tengt mig inn á hvaða Router sem er í gegnum wifi eða Lan
og komist inn á netið. Þeir tala saman...ég tengist DD-Wrt routernum án vankvæða

En um leið og ég læt Router nr.2 tengjast Openvpn , þá get ég ekkert tengst honum og no internet.
Ég sé að hann tengist Openvpn heima á Íslandi ( er með Synology box heima sem Openvpn server )

Ég er búinn að vera að googla þetta smá en enn ekkert fundið.

Er hér einhver sem hefur reynslu af svona uppsetningu?




Binninn
Ofur-Nörd
Póstar: 208
Skráði sig: Fös 14. Mar 2003 00:32
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Tveir router annar tengdur við vpn - hjálp

Pósturaf Binninn » Fim 26. Okt 2017 12:22

Ég er að leitast eftir svörum við svipuðum spurningum ef einhver eru ?

Nota 1 Router með VPN stillingum fyrir innan "heimilisrouterinn" td til að nota UK Tv, NowTV, SKY og svo framvegis.