Síða 1 af 1

Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Þri 19. Sep 2017 23:34
af Sjókall
Góða kvöldið.
Mig langaði að athuga hvort það væru einhverjir snillingar hérna sem gætu aðstoðað mig við að
finna leið til að afrita upplýsingar af vefsíðu sem birtir tölur sem breytast á 15 sek fresti og þær birtast í 2 sek.
Er búinn að prófa að velja reitina sem tölurnar birtast í og sé að reitirnir haldast valdir þó að tölurnar séu að breitast
og síðan er hægt að gera control c og láta töluna límast sjálfkrafa í textaskjal.
En það sem ég þarf að reyna að gera er að láta þetta verða sjálfvirkt. Þ.e.a.s að við að ný tala birtist á tilteknum stað á vefsíðu
að talan afritist sjálfkrafa í textaskjal.
Þetta snýst um uppboðsvefsíðu sem birtir niðurstöður uppboðs eingöngu í 2 sek, og ætluninn er að reyna að vista 400-700 uppboð
sem rúlla í gegn á ca. klukkutíma.

Er til í að borga fyrir vinnu við að leysa þetta.

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Þri 19. Sep 2017 23:51
af Hjaltiatla
Notaði ekki Zuckerberg Wget þegar hann bjó til Facemash þegar hann Downloadaði öllum andlitsmyndunum af heimasíðum helstu háskóla í USA :evillaugh
Btw, er ekki að leita að verkefni.
http://www.gnu.org/software/wget/manual/

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Mið 20. Sep 2017 00:49
af Viktor
Þetta er tól sem gerir svona hluti: https://autohotkey.com/

Mjög þægilegt, en það er smá vinna að koma sér inn í þetta.

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Mið 20. Sep 2017 01:03
af Opes
Þetta getur ekki verið svo flókið. Ég ætti að geta fundið út úr þessu fyrir þig. Þú mátt senda mér skilaboð ef þú vilt, væri gott að fá slóðina til að geta prófað. Hvaða stýrikerfi ertu á?

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Mið 20. Sep 2017 13:03
af Klemmi
Sýndu okkur síðuna, ómögulegt að reyna að finna bestu lausn ef maður hefur bara þína lýsingu á þessu :)

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Mið 20. Sep 2017 13:13
af hfwf
Ef ég á að giska miðað við OP notandanafn þá er þetta uppboðssíða faxaflóahafna :)
Á nokkuða ð reyna svindla á uppboði :)

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Mið 20. Sep 2017 13:52
af dori
Það ætti að vera hægt að henda svoleiðis saman í flestum forritunarmálum á kannski hálftíma til klukkutíma, fer náttúrulega eftir því hvað nákvæmlega þarf að sækja og hversu sveigjanlegt það á að vera, á hvernig stýrikerfi þú keyrir þetta, hversu auðvelt þú vilt hafa það að keyra þetta í gang og hversu auðvelt það á að vera að sækja/skoða upplýsingarnar.

Besta tólið sem þú færð er örugglega Scrapy. Mjög auðvelt að scrapa upplýsingar með því en þetta er kannski full flókið kerfi ef þú ert bara að skrapa eina tölu úr vefsíðu á nokkurra sekúndna fresti. Meira hannað til að gera spidera sem elta linka og sækja alls konar.

Ef þig vantar aðstoð geturðu haft samband í PM með meiri upplýsingum og við getum skoðað eitthvað.

Re: Að afrita sjálfvirkt upplýsingar af vefsíðu

Sent: Mið 20. Sep 2017 16:14
af Hizzman
en að nota firefox og láta greasemonkey viðbót skrifa í textaskjalið?