Græja netlagnir á heimili
Sent: Þri 15. Ágú 2017 21:26
Nú er búið að leggja ljósleiðara að húsinu mínu og tilbúið til að tengjast - nema innanhús lagnir eru í ólagi. Ég bý í stóru húsi á 2 hæðum og mig vantar að dekka allt húsið. Hvernig er best að gera þetta ? Ég hafði hugsað mér að hafa router og switch úti í bílskúr og leggja þaðan inn í húsið.
Get ég notað gamlar sjónvarpslagnir eða símalagnir til að láta draga í og komið þannig fasttengingum í herbergi á báðum hæðum, og svo langar mig að hafa þráðlaust net á sitthvorri hæðinni. Ég er með 2 Meraki AP sem ég ætla að nota á sitthvora hæðina, þarf að fá mér router og switch - líklega 16 porta, held að 8 port séu ekki nóg. Ég er með sjónvörp á sitthvorri hæðinni með afruglurum, þarf þá líklega fasttengingu í þau - er samt ekki að kaupa neinar áskriftir, næ ég nokkuð sjónvarpi án afruglara ?
Getið þið mælt með einhverjum sem tekur svona verk að sér ?
Get ég notað gamlar sjónvarpslagnir eða símalagnir til að láta draga í og komið þannig fasttengingum í herbergi á báðum hæðum, og svo langar mig að hafa þráðlaust net á sitthvorri hæðinni. Ég er með 2 Meraki AP sem ég ætla að nota á sitthvora hæðina, þarf að fá mér router og switch - líklega 16 porta, held að 8 port séu ekki nóg. Ég er með sjónvörp á sitthvorri hæðinni með afruglurum, þarf þá líklega fasttengingu í þau - er samt ekki að kaupa neinar áskriftir, næ ég nokkuð sjónvarpi án afruglara ?
Getið þið mælt með einhverjum sem tekur svona verk að sér ?