Síða 1 af 1

LAN á WoW? Hvernig (hjálp)?

Sent: Fim 10. Feb 2005 09:43
af jericho
Sælir næturvaktmenn.

Eftir að Hive tók sig saman í andlitinu og sexfaldaði utanlandsgáttina sína og tífaldaði innanlandsbandvíddina, er kominn tími á að prófa WoW með 3 tölvum í gegn um tenginuna.

En það er eitt atriði: WoW notar TCP protocol á porti 3724 og ég held að það sé ekki hægt að breyta því, en routerinn sem ég tengist í gegn um, getur aðeins opnað fyrir þetta port á einni IP-tölu (192.168.1.2).

Hvað þarf ég að gera til að gera 2 öðrum tölvum kleift að spila leikinn í gegn um sama portið? Routerinn er Zyxel 660HW ADSL2+ og styður þráðlaus netkort auk þess að vera 4 porta switch.

Ef tölvurnar tvær tengjast í portin, þá er default lokað fyrir port 3724 NEMA á þessari einu IP tölu (192.168.1.2). En tölvurnar þrjár geta að sjálfsögðu ekki allar haft sömu IP töluna. Hvernig get ég reddað þessu?

Ég hafði hugsað mér að sharea tengingunni í gegnum tölvuna með IP-töluna 192.168.1.2 og tengja úr henni í Uplink port á öðrum Hub/Switch sem við verðum með. Ætli það dugi?

Vonandi komið þið með gagnlegar ábendingar eða að einhver ykkar viti hvernig skal gera þetta.
Ef þetta virkar, skal ég senda inn nýjan póst, ásamt smá skissu hvernig við gerðum þetta.

einn í vanda,
jericho

[edit]: Typo's

Sent: Fim 10. Feb 2005 09:52
af einarsig
þú getur ekki verið þetta port opið á fleirri ip tölum ... frekar pirrandi, lendi í svipuðu veseni þar sem ég vill geta notað bittorent á lappanum og turninum.

Svarið sem ég fékk frá einum félaga mínum um þetta var : dont like it ?? build a new one ;)

Sent: Fim 10. Feb 2005 11:47
af natti
Jericho: Ertu búinn að prufa að láta 2 eða fleiri tölvur tengjast í einu?
Mig grunar að það ætti að virka out of the box.
Málið er nefninlega, að þú ert að tengjast wow servernum á porti 3724, en serverinn er ekki að "tengjast" þér. (Þ.e. þú byrjar tenginguna).
Þannig að þú ættir ekki að þurfa að gera *neitt* í routernum varðandi port-forwarding til að geta spilað leikinn.

Þegar t.d. 5 vélar heima hjá þér ákveða að spila wow í einu, allar með sitthvora ip töluna sem byrjar á 192.168.1.X, þá nattar routerinn allar tölvurnar út í eina ip tölu. En tengingin fer þá frá routernum á wow serverinn, á destination porti 3724, en með source port eitthvað annað, t.d. 4385 (1025-65535).
Tölvurnar eru allar með sitthvort source portið.
Svo þegar pakki kemur til baka frá wow, með source port 3724, en destination port 4385, þá veit routerinn þinn á hvaða tölvu pakkinn á að fara.

Sent: Fim 10. Feb 2005 12:00
af jericho
þakka þér fyrir þetta natti...

ég hef reyndar ekki prófað að tengja þessar tölvur, vildi vera viss um þetta væri hægt áður en maður fer að flytja allt draslið heim til þess eins að geta svo ekki spilað. Ég prófa þetta á lappanum og vélinni heima áður.

Ég held ég hafi skilið þetta sem þú ert að tala um - það er auðvitað bara ein IP-tala úr routernum og út á við í WoW serverinn. Ég þurfti reyndar að lesa textann þinn hægt yfir, til að skilja hann - en það síaðist í gegn :P

Takk fyrir ábendinguna - læt vita hvernig þetta fer

einn vongóður,
jericho

Sent: Fim 10. Feb 2005 12:19
af Stebet
Þarft ekki að opna portin fyrir leikinn. Það er bara fyrir updates og svona því þau fara gegnum torrent.

Við erum tveir heima að spila leikinn og höfum verð fjórir á sömu tengingunni mest. Svínvirkar án allra vandræða :)