LAN á WoW? Hvernig (hjálp)?
Sent: Fim 10. Feb 2005 09:43
Sælir næturvaktmenn.
Eftir að Hive tók sig saman í andlitinu og sexfaldaði utanlandsgáttina sína og tífaldaði innanlandsbandvíddina, er kominn tími á að prófa WoW með 3 tölvum í gegn um tenginuna.
En það er eitt atriði: WoW notar TCP protocol á porti 3724 og ég held að það sé ekki hægt að breyta því, en routerinn sem ég tengist í gegn um, getur aðeins opnað fyrir þetta port á einni IP-tölu (192.168.1.2).
Hvað þarf ég að gera til að gera 2 öðrum tölvum kleift að spila leikinn í gegn um sama portið? Routerinn er Zyxel 660HW ADSL2+ og styður þráðlaus netkort auk þess að vera 4 porta switch.
Ef tölvurnar tvær tengjast í portin, þá er default lokað fyrir port 3724 NEMA á þessari einu IP tölu (192.168.1.2). En tölvurnar þrjár geta að sjálfsögðu ekki allar haft sömu IP töluna. Hvernig get ég reddað þessu?
Ég hafði hugsað mér að sharea tengingunni í gegnum tölvuna með IP-töluna 192.168.1.2 og tengja úr henni í Uplink port á öðrum Hub/Switch sem við verðum með. Ætli það dugi?
Vonandi komið þið með gagnlegar ábendingar eða að einhver ykkar viti hvernig skal gera þetta.
Ef þetta virkar, skal ég senda inn nýjan póst, ásamt smá skissu hvernig við gerðum þetta.
einn í vanda,
jericho
[edit]: Typo's
Eftir að Hive tók sig saman í andlitinu og sexfaldaði utanlandsgáttina sína og tífaldaði innanlandsbandvíddina, er kominn tími á að prófa WoW með 3 tölvum í gegn um tenginuna.
En það er eitt atriði: WoW notar TCP protocol á porti 3724 og ég held að það sé ekki hægt að breyta því, en routerinn sem ég tengist í gegn um, getur aðeins opnað fyrir þetta port á einni IP-tölu (192.168.1.2).
Hvað þarf ég að gera til að gera 2 öðrum tölvum kleift að spila leikinn í gegn um sama portið? Routerinn er Zyxel 660HW ADSL2+ og styður þráðlaus netkort auk þess að vera 4 porta switch.
Ef tölvurnar tvær tengjast í portin, þá er default lokað fyrir port 3724 NEMA á þessari einu IP tölu (192.168.1.2). En tölvurnar þrjár geta að sjálfsögðu ekki allar haft sömu IP töluna. Hvernig get ég reddað þessu?
Ég hafði hugsað mér að sharea tengingunni í gegnum tölvuna með IP-töluna 192.168.1.2 og tengja úr henni í Uplink port á öðrum Hub/Switch sem við verðum með. Ætli það dugi?
Vonandi komið þið með gagnlegar ábendingar eða að einhver ykkar viti hvernig skal gera þetta.
Ef þetta virkar, skal ég senda inn nýjan póst, ásamt smá skissu hvernig við gerðum þetta.
einn í vanda,
jericho
[edit]: Typo's