Síða 1 af 1

,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 13:43
af Krissinn
Hvar fæ ég þannig? Rándýrt í Byko!!

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 13:52
af Revenant
Nota uppþvottalög? \:D/

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 13:55
af Krissinn
Revenant skrifaði:Nota uppþvottalög? \:D/


Virkar það nógu vel? :p

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 14:37
af Urri
rönning, reykjafell, ískraft... og já smá þvottalögur virkar en það skilur eftir sig jukk

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 14:37
af Klemmi
Almennt kallað ídráttarfeiti, getur hringt í þá staði sem þú finnur á Google, s.s. Rönning, Reykjafell o.s.frv. :)

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 14:49
af depill
krissi24 skrifaði:
Revenant skrifaði:Nota uppþvottalög? \:D/


Virkar það nógu vel? :p

Þangað til að þú þarft að draga úr eða í aftur að þá sérðu eftir því.

Feitin er ekki dýr, kauptu hana.

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 15:11
af agnarkb

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 16:34
af GuðjónR
agnarkb skrifaði:https://www.durex.co.uk/en-gb/lubricants-and-pleasure-gels/p/durex-real-feel-lube-50ml

:D :P


Ætli lögunin á brúsanum sé tilviljun? :baby

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 16:40
af Runar
Fyrir snúrur já.. sure sure.. ;)

Gangi þér annars vel að finna þetta :P

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 17:52
af asgeirbjarnason
agnarkb skrifaði:https://www.durex.co.uk/en-gb/lubricants-and-pleasure-gels/p/durex-real-feel-lube-50ml

:D :P


Betra verð per millílítra í þessarri pakkningu https://www.amazon.com/Passion-Lubes-Na ... R3IVO?th=1

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 21:37
af roadwarrior
https://www.ronning.is/filterSearch?q=%u00eddr%u00e1ttarfeiti&adv=true&adv=false&cid=0&isc=false&mid=0&sid=false

Milli 1-2þús kr brúsinn minnir mig

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 21:49
af Krissinn
Takk fyrir :) Það eru annars 2 vírar í rörinu. Er í lagi að festa 5 cat5e á einn endann og draga vírana úr hinu megin? :) Kannski of mikið mí einu? Þetta er hefðbundin símadós. Sem sagt rör úr aðal dós auka dós í herbergi. Þarf að koma max 5 köplum, 1 fyrir Iptv hinir fyrir almennt netsamband.

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 21:51
af roadwarrior
Ef sverleikinn á rörinu er 16mm þá held ég að 5 kaplar sé of mikið

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 22:02
af ojs
5 kaplar er allt of mikið, sama hversu mikið sleipiefni þú notar. Ef þú ert að tengja 100 mbps net og IPTV þá notarðu bara einn cat5 kapal, og skiptir 4 kopar pörunum niður á eitt netsamband (2 pör appelsínugula og græna parið t.d.) og 1 IPTV (2 pör bláa og brúna parið). Svo notarðu switch á endastaðnum til að dreifa neti til fleiri tölva.

Ef þú ert hinsvegar að nota 1000 mbps þá er betra að að taka tvo kapla, einn fyrir IPTV og einn fyrir net.

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Fös 28. Júl 2017 22:10
af Dúlli
Getur komið auðveldlega 4x í eitt rör, hvað er þetta gamalt húsnæði ?

5 er mjög erfitt og lagnir þurfa að vera fullkomnar.

fyrir 4, þurfa að vera tveir að draga, þetta hljómar eins og smáspennu rör hjá þér og það er líklega 20mm

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Lau 29. Júl 2017 00:37
af Krissinn
Dúlli skrifaði:Getur komið auðveldlega 4x í eitt rör, hvað er þetta gamalt húsnæði ?

5 er mjög erfitt og lagnir þurfa að vera fullkomnar.

fyrir 4, þurfa að vera tveir að draga, þetta hljómar eins og smáspennu rör hjá þér og það er líklega 20mm


Takk.

Þetta er byggt 1989.

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Lau 29. Júl 2017 00:43
af Dúlli
krissi24 skrifaði:
Dúlli skrifaði:Getur komið auðveldlega 4x í eitt rör, hvað er þetta gamalt húsnæði ?

5 er mjög erfitt og lagnir þurfa að vera fullkomnar.

fyrir 4, þurfa að vera tveir að draga, þetta hljómar eins og smáspennu rör hjá þér og það er líklega 20mm


Takk.

Þetta er byggt 1989.


Þá ætti 4x Cat5e að sleppa til, en verða að vera tveir að draga og verður að passa upp á snúning, verður að vera þétt pulsa og nóg af feiti.

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Lau 29. Júl 2017 02:34
af Squinchy
krissi24 skrifaði:Takk fyrir :) Það eru annars 2 vírar í rörinu. Er í lagi að festa 5 cat5e á einn endann og draga vírana úr hinu megin? :) Kannski of mikið mí einu? Þetta er hefðbundin símadós. Sem sagt rör úr aðal dós auka dós í herbergi. Þarf að koma max 5 köplum, 1 fyrir Iptv hinir fyrir almennt netsamband.

ÉG myndi draga 2 cat (eða nýta þessa tvo sem eru nú þegar ef þetta eru 2 cat) og setja swiss fyrir áfram dreifingu netsins, ef það virkar fyrir þínar aðstæður þ.a.s

Re: ,,Sleipiefni" til að draga snúrur í rör

Sent: Lau 29. Júl 2017 19:23
af Krissinn
Squinchy skrifaði:
krissi24 skrifaði:Takk fyrir :) Það eru annars 2 vírar í rörinu. Er í lagi að festa 5 cat5e á einn endann og draga vírana úr hinu megin? :) Kannski of mikið mí einu? Þetta er hefðbundin símadós. Sem sagt rör úr aðal dós auka dós í herbergi. Þarf að koma max 5 köplum, 1 fyrir Iptv hinir fyrir almennt netsamband.

ÉG myndi draga 2 cat (eða nýta þessa tvo sem eru nú þegar ef þetta eru 2 cat) og setja swiss fyrir áfram dreifingu netsins, ef það virkar fyrir þínar aðstæður þ.a.s


Það eru 2 vírar fyrir Tal/DSL fyrir í rörinu. Ekki kaplar. :)