Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf vesi » Mán 24. Júl 2017 15:38

Sælir, Enn og aftur vantar mig ráðleggingar.

Nú loks hefur Ljósleiðarinn verið tengdur í húsið.
Ég leigi hluta af kjallara í þessu húsi og er að velta þessu fyrir mér,

-tala ég við mílu eða Gr, til að fá box í kjallaran? Þar sem ég er bara með hluta af kjallaranum þá eru engar símalagnir mín megin. Þannig þetta er smá vesen,
-Er annað betra en hitt

Byrjum á þessu.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Viktor » Mán 24. Júl 2017 15:47

Talar við GR, þau leggja svo streng undir grasið og inn.

Þarft að greiða 6 mánuði af aðgangsgjaldi þá er uppsetning frí.

Það hefði samt átt að gera þetta þegar ljósleiðarinn var tengdur, svo mögulega kostar þetta um 50 þúsund eftir á.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf vesi » Mán 24. Júl 2017 15:50

Sallarólegur skrifaði:Talar við GR, þau leggja svo streng undir grasið og inn.

Þarft að greiða 6 mánuði af aðgangsgjaldi þá er uppsetning frí.

Það hefði samt átt að gera þetta þegar ljósleiðarinn var tengdur, svo mögulega kostar þetta um 50 þúsund eftir á.


Ertu þá að tala um að fá annað box inn til mín, ég hélt ég gæti tengst við boxið uppi í bílskúr þar sem hann er nú þegar


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Viktor » Mán 24. Júl 2017 15:52

vesi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Talar við GR, þau leggja svo streng undir grasið og inn.

Þarft að greiða 6 mánuði af aðgangsgjaldi þá er uppsetning frí.

Það hefði samt átt að gera þetta þegar ljósleiðarinn var tengdur, svo mögulega kostar þetta um 50 þúsund eftir á.


Ertu þá að tala um að fá annað box inn til mín, ég hélt ég gæti tengst við boxið uppi í bílskúr þar sem hann er nú þegar


Já, ég var að tala um það.

Ef þú ert að tala um að tengja þig við hitt boxið þarftu bara að láta leggja CAT snúru á milli í router.

Það er hægt að vera með tvo routera(tvær IP tölur) á hverju boxi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Halli25 » Mán 24. Júl 2017 17:08

Sallarólegur skrifaði:
vesi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Talar við GR, þau leggja svo streng undir grasið og inn.

Þarft að greiða 6 mánuði af aðgangsgjaldi þá er uppsetning frí.

Það hefði samt átt að gera þetta þegar ljósleiðarinn var tengdur, svo mögulega kostar þetta um 50 þúsund eftir á.


Ertu þá að tala um að fá annað box inn til mín, ég hélt ég gæti tengst við boxið uppi í bílskúr þar sem hann er nú þegar


Já, ég var að tala um það.

Ef þú ert að tala um að tengja þig við hitt boxið þarftu bara að láta leggja CAT snúru á milli í router.

Það er hægt að vera með tvo routera(tvær IP tölur) á hverju boxi.

ehh nei ef ljósið er komið inn þá ættirðu bara að þurfa að fá rafvirkja í heimsókn... ekki rugla saman boxum :)
fjölbýli = 1 box inní hús og svo innahúss leiðara í box fyrir hverja íbúð, gæti samt verið vesen ef hlutinn þinn af kjallarnum er ekki skráð íbúð :)


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf vesi » Mán 24. Júl 2017 17:45

[/quote]ehh nei ef ljósið er komið inn þá ættirðu bara að þurfa að fá rafvirkja í heimsókn... ekki rugla saman boxum :)
fjölbýli = 1 box inní hús og svo innahúss leiðara í box fyrir hverja íbúð, gæti samt verið vesen ef hlutinn þinn af kjallarnum er ekki skráð íbúð :)[/quote]

Var einmitt að spá í þessu, og vitanlega er þetta ekki skráð sér-íbúð. þ.e. allt húsið er á einu fasteignanúmeri.


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Viktor » Mán 24. Júl 2017 19:11

Halli25 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
vesi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Talar við GR, þau leggja svo streng undir grasið og inn.

Þarft að greiða 6 mánuði af aðgangsgjaldi þá er uppsetning frí.

Það hefði samt átt að gera þetta þegar ljósleiðarinn var tengdur, svo mögulega kostar þetta um 50 þúsund eftir á.


Ertu þá að tala um að fá annað box inn til mín, ég hélt ég gæti tengst við boxið uppi í bílskúr þar sem hann er nú þegar


Já, ég var að tala um það.

Ef þú ert að tala um að tengja þig við hitt boxið þarftu bara að láta leggja CAT snúru á milli í router.

Það er hægt að vera með tvo routera(tvær IP tölur) á hverju boxi.

ehh nei ef ljósið er komið inn þá ættirðu bara að þurfa að fá rafvirkja í heimsókn... ekki rugla saman boxum :)
fjölbýli = 1 box inní hús og svo innahúss leiðara í box fyrir hverja íbúð, gæti samt verið vesen ef hlutinn þinn af kjallarnum er ekki skráð íbúð :)


Skil ekki orð af því sem þú ert að segja.

Afhverju rafvirkja?

Inannhúss leiðara í box? Hvað er það?
Hvernig kemur það málinu við hvort þetta sé skráð íbúð?

#-o #-o #-o #-o


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Dúlli » Mán 24. Júl 2017 19:15

Nr 1 : Til að byrja með verður þú að vita hvort þetta sé samþykkt íbúð.

Nr 2 : Hefur samband við það fyrirtæki sem þú vilt vera í þjónustu við og þeir græja hver kemur Míla/Gagnaveitan.

Nr 3 : Komdu með nánari upplýsingar, Er þetta einbýlishús ? fjölbýli ? raðhús ? hvað er þetta ? það segir vanalega til hvernig strengur sé lagður. En það er oftast 2-4 leiðari inn hús.

Nr 4 : Hafðu samband við símfyrirtæki sem þú ætlar að vera í viðskiptum við og þá verður sent á þig menn sem setja og ganga frá þessu. Ath að þetta getur tekið allt að nokkrar vikur nema þú óskir eftir forgang.

Kv sá sem er búin að vera vinna í þessu sulli undanfarna mánuði.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Halli25 » Þri 25. Júl 2017 09:29

Sallarólegur skrifaði:
Halli25 skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
vesi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Talar við GR, þau leggja svo streng undir grasið og inn.

Þarft að greiða 6 mánuði af aðgangsgjaldi þá er uppsetning frí.

Það hefði samt átt að gera þetta þegar ljósleiðarinn var tengdur, svo mögulega kostar þetta um 50 þúsund eftir á.


Ertu þá að tala um að fá annað box inn til mín, ég hélt ég gæti tengst við boxið uppi í bílskúr þar sem hann er nú þegar


Já, ég var að tala um það.

Ef þú ert að tala um að tengja þig við hitt boxið þarftu bara að láta leggja CAT snúru á milli í router.

Það er hægt að vera með tvo routera(tvær IP tölur) á hverju boxi.

ehh nei ef ljósið er komið inn þá ættirðu bara að þurfa að fá rafvirkja í heimsókn... ekki rugla saman boxum :)
fjölbýli = 1 box inní hús og svo innahúss leiðara í box fyrir hverja íbúð, gæti samt verið vesen ef hlutinn þinn af kjallarnum er ekki skráð íbúð :)


Skil ekki orð af því sem þú ert að segja.

Afhverju rafvirkja?

Inannhúss leiðara í box? Hvað er það?
Hvernig kemur það málinu við hvort þetta sé skráð íbúð?

#-o #-o #-o #-o

skal reyna að vera sallarólegur og segja þetta svo leikskólakrakki skilji:

1. það þarf bara 1 ljósleiðara inn í hverja íbúð
2. ljósleiðarainntak 1 í hverri íbúð
3 hver íbúð fær ljósleiðarabox eftir þörf með innahúss tengingu í inntakið
4. þetta gildir ekki ef íbúðin er ekki lögleg sbr. það sem Dúlli sagði, þá er ekki víst að það sé hægt að fá neitt inní hana nema taka í gegnum löglega íbúð í sama húsi og þá í samvinnu við þá íbúð.

Annars væri hver íbúð í blokk að fá skurð að blokkinu eins og þú varst að skýra út sem er út í hött


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Viktor » Þri 25. Júl 2017 09:41

Halli25 skrifaði:1. það þarf bara 1 ljósleiðara inn í hverja íbúð
2. ljósleiðarainntak 1 í hverri íbúð
3 hver íbúð fær ljósleiðarabox eftir þörf með innahúss tengingu í inntakið
4. þetta gildir ekki ef íbúðin er ekki lögleg sbr. það sem Dúlli sagði, þá er ekki víst að það sé hægt að fá neitt inní hana nema taka í gegnum löglega íbúð í sama húsi og þá í samvinnu við þá íbúð.

Annars væri hver íbúð í blokk að fá skurð að blokkinu eins og þú varst að skýra út sem er út í hött


Það þarf engan rafvirkja til að tengja CAT snúru :fly


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Halli25 » Þri 25. Júl 2017 09:53

Sallarólegur skrifaði:
Halli25 skrifaði:1. það þarf bara 1 ljósleiðara inn í hverja íbúð
2. ljósleiðarainntak 1 í hverri íbúð
3 hver íbúð fær ljósleiðarabox eftir þörf með innahúss tengingu í inntakið
4. þetta gildir ekki ef íbúðin er ekki lögleg sbr. það sem Dúlli sagði, þá er ekki víst að það sé hægt að fá neitt inní hana nema taka í gegnum löglega íbúð í sama húsi og þá í samvinnu við þá íbúð.

Annars væri hver íbúð í blokk að fá skurð að blokkinu eins og þú varst að skýra út sem er út í hött


Það þarf engan rafvirkja til að tengja CAT snúru :fly

Þetta er ekki CAT snúra, þetta er ljósleiðari svo jú þú þarft rafvirkja!


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Viktor » Þri 25. Júl 2017 10:18

Ef þú vilt fá sér ljósleiðarabox inn til þín þá þarf að leggja lögn úr inntakinu inn til þín, úr inntakinu í stöðina sjálfa og blása nýjan ljósleiðara alla leið.

Ef það er ekki gert um leið og ljósleiðarinn er pantaður og settur upp í fyrsta skiptið kostar þetta einhverja tugi þúsunda.

Það er lang minnsta vesenið að fá bara að nota ljósleiðaraboxið sem verður í húsinu og fá að leggja CAT kapal úr ljósleiðaraboxinu þeirra yfir í þína íbúð í router þar - þá ertu með sér IP tölu og þitt eigið net, "frítt".


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 756
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf russi » Þri 25. Júl 2017 19:57

Viðbrögð mínum yfir þessum þræði :face :face

Mynd




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Dúlli » Þri 25. Júl 2017 20:32

Sallarólegur skrifaði:Ef þú vilt fá sér ljósleiðarabox inn til þín þá þarf að leggja lögn úr inntakinu inn til þín, úr inntakinu í stöðina sjálfa og blása nýjan ljósleiðara alla leið.

Ef það er ekki gert um leið og ljósleiðarinn er pantaður og settur upp í fyrsta skiptið kostar þetta einhverja tugi þúsunda.

Það er lang minnsta vesenið að fá bara að nota ljósleiðaraboxið sem verður í húsinu og fá að leggja CAT kapal úr ljósleiðaraboxinu þeirra yfir í þína íbúð í router þar - þá ertu með sér IP tölu og þitt eigið net, "frítt".


Hvar ertu að aka ?

Kostar ekki neitt ef þú ert "Nýr áskrifandi" Míla og Gagnaveitan taka á sig kostnað.

Eina sem skiptir máli er hvort þetta sé samþykkt íbúðar rými annars þarf hann að gera þetta með aðstoð nágranans.

Þarft ekki að leggja cat, það eru oft tvíleiðarar og því er hægt að setja upp annað Ljósbreyti.

russi skrifaði:Viðbrögð mínum yfir þessum þræði :face :face

Mynd


:?: :?: Sumt er rugl, en ég er búin að vinna við þetta í meira en ár og þetta er alltaf háð hvort húsnæðið sé samþykkt.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf Dúlli » Þri 25. Júl 2017 20:34

Dúlli skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ef þú vilt fá sér ljósleiðarabox inn til þín þá þarf að leggja lögn úr inntakinu inn til þín, úr inntakinu í stöðina sjálfa og blása nýjan ljósleiðara alla leið.

Ef það er ekki gert um leið og ljósleiðarinn er pantaður og settur upp í fyrsta skiptið kostar þetta einhverja tugi þúsunda.

Það er lang minnsta vesenið að fá bara að nota ljósleiðaraboxið sem verður í húsinu og fá að leggja CAT kapal úr ljósleiðaraboxinu þeirra yfir í þína íbúð í router þar - þá ertu með sér IP tölu og þitt eigið net, "frítt".


Hvar ertu að aka ?

Kostar ekki neitt ef þú ert "Nýr áskrifandi" Míla og Gagnaveitan taka á sig kostnað.

Eina sem skiptir máli er hvort þetta sé samþykkt íbúðar rými annars þarf hann að gera þetta með aðstoð nágranans.

Þarft ekki að leggja cat, það eru oft tvíleiðarar og því er hægt að setja upp annað Ljósbreyti.

russi skrifaði:Viðbrögð mínum yfir þessum þræði :face :face

Mynd


:?: :?: Sumt er rugl, en ég er búin að vinna við þetta í meira en ár og þetta er alltaf háð hvort húsnæðið sé samþykkt.

vesi skrifaði:Sælir, Enn og aftur vantar mig ráðleggingar.

Nú loks hefur Ljósleiðarinn verið tengdur í húsið.
Ég leigi hluta af kjallara í þessu húsi og er að velta þessu fyrir mér,

-tala ég við mílu eða Gr, til að fá box í kjallaran? Þar sem ég er bara með hluta af kjallaranum þá eru engar símalagnir mín megin. Þannig þetta er smá vesen,
-Er annað betra en hitt

Byrjum á þessu.


Talar við þá sem þú vilt vera í þjónustu við og þeir koma og redda þessu, en skiptir aðalmáli hvort húsnæðið sé samþykkt annars þarftu að vera í samstarfi við nágrannan




ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Ljósleiðari-kjallari í einbíli

Pósturaf ulfr » Þri 25. Júl 2017 22:00

Hvert ljósleiðarabox fylgir fasteignanúmeri hverrar íbúðar, ef íbúð er ekki með fasteignanúmer þarf að greiða fyrir uppsetningu. Fyrir auka ljósleiðarabox frá GR er hægt að greiða um 50þús kr alla jafnan ef íbúðin er ósamþykkt. Ég veit ekki hvernig þetta er tæklað hjá Mílu en auðvelt að fá fjarskiptafyrirtæki til að senda fyrirspurn.

Ef þú getur tengst inn á ljósleiðarabox hjá nágranna þínum og hann sáttur við að deila kostnaði eða eitthvað slíkt (hef oft séð það í svona case-um þar sem eitt fasteignanúmer er á tvær "íbúðir") þá þarf í raun bara Cat5e streng frá þínu rými að ljósleiðaraboxi að því gefnu að boxið sé frá GR. Hægt er að tengja two routera við eitt GR box (Þrjá ef þú ert með switch á WAN hliðinni).
Það er í raun eitthvað sem rafvirki ætti auðveldlega að geta leyst. Ljósleiðaralagningar eru alltaf í höndum verktaka GR eða Mílu.

GR vs Míla, sín hvor tæknin, fyrrnefnda er ljósþráður frá ljósswitch að viðskiptavini en það síðarnefnda er GPON (Einn þráður sem splæst er í marga þræði til viðskiptavinar með hámarkshraða uppá 2.5Gbps niður og 1.25Gbps upp, en á að stækka með nýrri stöðlum).
GR notar MAC auðkenningar á móti PPPoE hjá Mílu sem gerir routervalið aðeins mismunandi, flestir sem selja GPON nota 802.1q frá ONTu (ljósleiðaraboxi) sem gerir það að verkum að routerarnir sem þurfa það eru dýrari og alla jafnan bera ekki gígabit samband, Hringdu notar ekki 802.1q á ONTum en á móti kemur að sér lögn þarf fyrir myndlykil frá ONTu en ekki hægt að taka í gegnum router eins og aðrir bjóða uppá.
Þetta er hálfgerður hrærigrautur en í dagslok skiptir þetta voðalega litlu máli og hvoru tveggja er betra en VDSL+ eða ADSL (Þó VDSL+ sé alveg ágætt líka).

Ég vona að þetta útskýri eitthvað.