Síða 1 af 1

Straight cable vs. Crossed over cable

Sent: Mið 09. Feb 2005 09:20
af Tyler
Sælir

Ég var að velta því fyrir mér hver munurinn væri á straight- og crossed over cable?

Fór allt í einu að pæla í þessu í gær þegar ég var að tengja tölvu við routerinn hjá mér. En þá var mér bent á að ég gæti ekki notað crossed over cable við hann heldur yrði að nota straight.

Kv. Tyler

Sent: Mið 09. Feb 2005 09:50
af jericho
Í grófum dráttum:
-Venjulegan Twisted Pair („straight“) kapal notar þú þegar þú tengir tölvu(r) í Hub/Router/Switch
-Cross Wired (Crossed Over) kapall er notaður beint milli 2ja tölva (án nokkurs Hub/Router/Switch). Einnig notaru hann ef þú ætlar að tengja í Uplink portið á Hub/Router/Switch

ég held að þetta sé alveg örugglega rétt hjá mér - eða nálægt því :roll:

Sent: Mið 09. Feb 2005 12:09
af Dagur
passar. Eini munurinn er hvernig vírunum er raðað í tenginu


http://en.wikipedia.org/wiki/Crossover_cable

Sent: Mið 09. Feb 2005 12:38
af natti
jericho skrifaði:Í grófum dráttum:
-Venjulegan Twisted Pair („straight“) kapal notar þú þegar þú tengir tölvu(r) í Hub/Router/Switch
-Cross Wired (Crossed Over) kapall er notaður beint milli 2ja tölva (án nokkurs Hub/Router/Switch). Einnig notaru hann ef þú ætlar að tengja í Uplink portið á Hub/Router/Switch

ég held að þetta sé alveg örugglega rétt hjá mér - eða nálægt því :roll:


"Router" er með sömu skilgreiningu og tölva. Þ.e.a.s.
Milli tölvu->sviss = straight
Milli tölvu->router = cross
Milli sviss->sviss = cross
Milli router->sviss = straight
Milli router->router = cross

However, þá eru nokkrir hlutir sem koma þarna inn í.
a) mörg tæki eru með auto sensing á hvort að snúran er crossed eða straight through.
b) Á sumum svissum/hub er "uplink" port, ie. búið að snúa portinu.
c) Margir (adsl) routerar ætlaðir fyrir heimanotendur taka mið af því að notandi er kannski bara með eina tölvu og engann viss á milli, og er því oft með öfugt port, þannig að það virki beint á móti tölvu, en virkar þá ekki beint á móti sviss án þess að fara í uplink port eða auto mdix sé á.

Sent: Mið 09. Feb 2005 14:26
af Tyler
Takk fyrir þessi svör.

Gott að vita þetta, svo maður haldi nú ekki sé eitthvað að græjunum, þegar það er svo bara hvaða snúru maður á að vera með.

Sent: Mið 09. Feb 2005 16:20
af gumol