Síða 1 af 1

LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Sent: Mið 28. Jún 2017 21:36
af hagur
Sælir,

Er með smá undarlegt vandamál sem ég var að rekast á. Ég er með ákveðið snjalltæki hérna heima sem ég get tengst í gegnum internetið "hvaðan sem er í heiminum" án þess að þurfa opna port í routernum hjá mér, þetta fer semsagt í gegnum "cloud" hjá framleiðanda tækisins.

Ég rak mig á það í dag að ef síminn minn er tengdur mobile networki á LTE/4G (er hjá Vodafone), þá virka þessi samskipti ekki, nema að hluta til. Ef ég fer í stillingar í android símanum og slekk á LTE og tengist þannig bara 3G, þá virkar þetta 100%. Þetta er varla bandvíddartengt - þá myndi þetta nú frekar virka á LTE en 3G.

Ég fór því að hugsa, eru einhverjar mismunandi policies í gangi á þessum mobile netum? Eru einhver meiri restrictions á mobile traffík á t.d LTE v.s 3G? Þá nánar tiltekið hjá Vodafone? Er einhver hérna með þekkingu á þessu og veit fyrir víst hvort það sé einhver munur á þessum netum hvað þetta varðar?

Re: LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Sent: Fim 29. Jún 2017 17:59
af conzole
Mögulega MTU vandamál eða eitthvað vandamál með VPN. Það er engin filtering á hvernig umferð ISP-i fær. IP umferð. Heyrðu í þeim, segðu þeim hvar þú ert staddur og segðu hvaða protocol þetta er sem þú notar. Þeir stofna case um þetta, og þá er spurning hvort þú færð svör.

Re: LTE/4G v.s 2G/3G - mismunandi takmörk/filtering á traffík ?

Sent: Fim 29. Jún 2017 21:38
af wicket
Ég er hjá Símanum með GSM þjónustu og er að gera svipað og þú. Get tengst bæði NAS og Smarthome hub yfir netið í gegnum framleiðandann, svínvirkar á öllum kerfum. Þannig að þetta gæti verið Vodafone megin þó manni finnist einkennilegt ef þeir eru að fikta eitthvað í þessu, frekar að einversstaðar hjá þeim sé óvart eitthvað vitlaust config.

Gætir prófað þetta á Síma SIMkorti eða Nova korti ef þú kemst í, bara til að notu klassísku útilokunaraðferðina.