Síða 1 af 1

Windows XP diskur með SP2

Sent: Sun 06. Feb 2005 22:12
af MPG
Hvernig gerir maður CD bootdisk með win xp sp2 sem ræsist upp þegar maður kveikjir á tölvunni og setur upp stýrikerfið

Kveðja
MPG

Sent: Sun 06. Feb 2005 22:40
af gumol
Svoleiðis diska verður að kaupa. Ef þú hefur keypt tölvu með Windows uppsettu þá á að fylgja með Windows diskur, oft kallaður "Operating system CD"

Til að bæta SP2 við nærðu td. í nlite (finnur það á google) og ferð í gegnum frekar einfaldan wizzard þar sem þú getur bætt SP2 við og tekið út hluti sem þú vilt ekki hafa. Þú getur líka gert uppsetninguna hálf-sjálfvirka með því að setja inn nafn, product-key ofl. Forritið býr svo til .iso skrá sem er hægt að skrifa með öllum góðum skrifaraforritum, passaðu bara að velja "Write image to disc" eða eitthvað svipað (fer eftir forritum).

Sent: Sun 06. Feb 2005 22:41
af DoRi-
Það sem þarf til verksins......

1 stk Windows XP geisladiskur (löglegur auðvitað)

Nero Burning Rom.
http://www.nero.com
Isobuster
http://217.172.188.174/system/hardware/cdrom/index.asp

Smá pláss á harðadisknum. (u.þ.b. 1.5 GB)

Service Pack 2 IT Pro útgáfa
http://windows.stuff.is/windows_xp/serv ... P2-ENU.exe

ATH: Þessi grein gæti verið svolítið óskiljanleg þar sem að ég get ekki bætt við myndum...
_________________________________________

Ok það fyrsta sem að þú gerir er að búa til 2 möppur á c:\ drifinu....

T.d.: C:\XPCD og c:\sp2

Síðan afritarðu allt efnið af Windows geisladisknum þínum yfir á c:\xpcd möppuna
og setur síðan service pack skránna beint inná c:\

Ath.: Ekki afrita service pack skránna inn í c:\sp2 möppuna..

Það næsta sem að þú gerir er að af afþjappa innihald service pack skrárinnar inná c:\sp2 möppunar sem að við gerðum áðan...

Þá er opnað command prompt (skipanagluggi)
(start-run-cmd)

Farið á c:\ slóðina...

Skrifaðu windows-xp-kb8395 -x
(nóg að skrifa bara windows-xp og ýta svo á "tab" og skipanaglugginn sér um að fylla restina af slóðinni).

Þá kemur upp gluggi. Þú skrifar svo í hann c:\sp2

Þegar að afþjöppuninni er lokið þarftu að fara í sp2 möppuna.
Skrifaðu svo CD i386\update

Síðan til að blanda sp2 við Windows uppfærsluna skrifarðu svo

update /s:c:\xpcd

Þá keumur upp gluggi sem að sýnir ferlið...
____________________________________________

Því næst seturðu Windows geisladiskinn aftur í drifið og kveikir á ISOBUSTER, velur svo geisladiskinn og ferð í "bootable cd",
síðan hægra meginn velurðu 'Microsoft Corporation.IMG' hægri-klikkar og velur svo EXTRACT.

Þú síðan vistar svo þetta boot image í c:\xpcd möppuna..

Þegar að þessu er lokið kveikirðu á Nero

Þú flettir niður um möguleikana þar til að þú finnur CD-ROM (BOOT)

Í image file velurðu að sjálfsögðu 'Microsoft Corporation.IMG'.

Síðan veluru ISO flipann. Þar skaltu breyta 'file name length' í 'max. of 31 chars (ISO level 2)'

Einnig skal vera hakað við alla kassanna..

Síðan einfaldlega afritarðu allt innihald xpcd möppunnar og velur nafn á geisladiskinn... Best er samt að halda upprunalegu nafninu....
og svo BRENNA


og VOILA þú ert kominn með 1 stk Windows xp cd með service pack 2!


enj0Y

Sent: Sun 06. Feb 2005 22:46
af gumol
Breytti póstinum mínum, mín leið er einfaldari :P

[Titli breytt]

Sent: Mán 07. Feb 2005 12:54
af CraZy
mér fynst þetta hjá Dori bara vera efni i FAQ

Sent: Mán 07. Feb 2005 13:38
af gumol
Já, sammála því. Gott svar.

Sent: Mán 07. Feb 2005 14:09
af Pandemic
Samt miklu auðveldara að nota Nlite :)

Sent: Mán 07. Feb 2005 14:41
af djjason
Pandemic skrifaði:Samt miklu auðveldara að nota Nlite :)
Ég er sammálaa því, þegar ég hugsa til baka þegar ég notaði nLite síðast þá finnst mér það hafa verið bara svona next next finish fílingur. Færri skref en hérna að ofan...annars er þetta mjög gott og greinamikið svar við spurningunni.

Sent: Mán 07. Feb 2005 22:05
af MPG
Þetta Nlite er það svona forrit til að búa til svona disk

Sent: Mán 07. Feb 2005 23:23
af Pandemic
Það settur Service pack 2 inní Windows xp installið.