Síða 1 af 1
Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 00:00
af mercury
Sælir vaktarar.
Nú var ég að fjárfesta í minni fyrstu íbúð og var ég svo heppinn að þar er nú þegar ljósleiðari. Vandamálið er það að staðsetningin er nánast eins fáránleg og hún getur verið, þeas í forstofunni. Eðlilega myndi ég vilja láta flytja það inn í stofu og þá spyr ég:
að hverju þarf ég að huga með val á nýrri staðsetningu?
er ekki best að hafa það sem næst sjónvarpi ?
hvernig þarf dósin að vera svo hægt sé að draga í hana ?
rafmagn, sími eða loftnet ?
hvað kostar þetta ?
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 08:10
af ZoRzEr
Ég lét færa boxið úr stofu í þvottahús fyrir 2 árum. Ljósleiðarinn var dreginn beint í gegnum rafmagnstöflu í þvottaherbergi þannig eina sem var gert í raun var að stytta ljósleiðaravírinn og setja boxið upp við töflu. Lét hann svo í framhaldinu draga ethernet í svefnherbergin tvö og svo 2 ethernet kapla i stofuna (afruglari + PS4). Þá tengdi ég router og festi við vegg hliðiná boxinu í þvottaherberginu. Mín vél, PS4 og afruglari eru beintengdir.
Endaði á því að borga um 19.000 kr fyrir verkið. Hann var hjá mér í klukkutíma eða svo. Pantað í gegnum Gagnaveituna, 8 daga biðtími. Mjög ánægður.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 08:20
af Viktor
Ég myndi vilja hafa það í þvottahúsi, í rafmagnstöflu, undir stiga eða einhverju slíku og draga cat í veggina.
Leiðinlegt að hafa það í stofu.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 09:04
af mercury
Ok það ætti að vera lítið mál að færa það inn í þvottahús þar sem það er hinum megin við sama vegg og rafmagnstaflan á næsta vegg þar við í þvottahúsinu. Nú er nóg af tenglum í stofuni, er lítið mál að draga cat 5 eða 6 i svoleiðis dósir úr töflu ?
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 09:29
af hagur
mercury skrifaði:Ok það ætti að vera lítið mál að færa það inn í þvottahús þar sem það er hinum megin við sama vegg og rafmagnstaflan á næsta vegg þar við í þvottahúsinu. Nú er nóg af tenglum í stofuni, er lítið mál að draga cat 5 eða 6 i svoleiðis dósir úr töflu ?
CATx má ekki draga með rafmagni rafmagnsrör. Frekar skipta coax út fyrir CATx ef þú ert með slíkar lagnir.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 09:31
af Viktor
Það má ekki draga þetta með rafmagninu því það gæti kviknað í leiðslunum og ethernet snúrur eru ekki gerðar fyrir 230V - en yfirleitt eru leiðslur fyrir síma, loftnet eða slíkt. En það er yfirleitt lítið mál að finna leið, til dæmis með því að bora gat á vegginn og ganga frá því báðum megin.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 09:57
af ZoRzEr
Hann tók ethernet í gegnum coax hjá mér og setti ethernet wall plug í stofuna til að tengja beint í vegg.
Og til hamingju með íbúðina!
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Mið 07. Jún 2017 10:05
af mercury
Það eru coax tenglar á 2 stöðum i stofunni. Læt þá draga í það ef hægt er. Er ég einhvað betur settur með að draga cat 6 ?
Og það sem ég var að spá með að draga í rafmagnsdós var að ég myndi skipta út rafmagnsköplum í tenglasetti fyrir cat. Td á einum vegg í stofunni eru 3 pör af tenglum með um 2m millibili
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Fim 08. Jún 2017 06:50
af mercury
?
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Fim 08. Jún 2017 07:36
af hagur
CAT5e ætti að vera nóg en ég hugsa að ég myndi samt draga CAT6 í þetta. Verðmunurinn er ekki svo mikill.
Athugaðu varðandi rafmagnið að það er ekki sér rör frá þessum tenglum og í töfluna heldur liggur það upp í loftadós og sameinast þar öðrum vírum og svo er rör þaðan í töflu. Þannig er þetta nánast alltaf gert, nema þessir tenglar séu á dedicated grein, sem ég efast um.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Fim 08. Jún 2017 09:00
af Viktor
Getur líka látið færa ljósleiðaraboxið þangað sem auðvelt er að nota loftnetsleiðslurnar til að skipta út coax fyrir cat.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Fim 08. Jún 2017 14:57
af appel
Þú gætir pantað ljósleiðara frá hinu ljósleiðarafyrirtækinu, þá kemur það og leggur nýja dós fyrir þig ókeypis þar sem þú vilt.
just a thought.
Re: Láta færa ljósleiðara box
Sent: Fim 08. Jún 2017 22:17
af mercury
appel skrifaði:Þú gætir pantað ljósleiðara frá hinu ljósleiðarafyrirtækinu, þá kemur það og leggur nýja dós fyrir þig ókeypis þar sem þú vilt.
just a thought.
míla því miður ekki búin að ganga frá þessu í götunni. Ég verð víst bara að skoða þessar dósir og reyna að átta mig á þessu.