Síða 1 af 1

Of margir að nota sama netið?

Sent: Þri 23. Maí 2017 22:22
af dedd10
Við erum hérna 7 í heimili, allir með sinn síma auðvitað og svo ofan á það nokkrar tölvur, Apple tv og sjónvörp.

Þegar kveikt er á netinu virðist það bara virka fínt en svo eftir nokkra daga, þegar öll tæki hafa kannski tengst við netið þá er eins og sum bara missi netið út. Maður er tengdur við WiFi en það bara gerist ekkert, svo restarta maður routernum og dettur inn um leið. Nú er spurningin, getur verið að það séu of margir notendur að reyna tengjast og routerinn bara getur ekki deilt fleiri ip tölum út sem síðan endurradast þegar honum er restartad?
Er með huawai frá vodafone á ljostneti.

Re: Of margir að nota sama netið?

Sent: Þri 23. Maí 2017 22:37
af Viktor
Fáðu þér alvöru access point til að sjá um WIFI.

Sérð ekki eftir einni krónu í því.

https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 816.action

https://www.netbunadur.is/products/ubiq ... spot-2-4-5

Re: Of margir að nota sama netið?

Sent: Þri 23. Maí 2017 22:41
af dedd10
Já gætum þurft að skoða svona, en veistu hvort þetta sé rétt hjá mér? Gæti verið að það séu bara of margir að tengjast og þessvegna eftir einhvern smá tíma verður bara ekki pláss fyrir fleiri tæki?

Re: Of margir að nota sama netið?

Sent: Þri 23. Maí 2017 23:07
af Revenant
Hver "lifandi" tenging (óháð hvort það sé verið að nota hana) tekur frá ákveðið minni í routerum.
Consumer routerar eru yfirleitt með 4-64MB af minni og geta því aðeins tekið X margar tengingar áður en "netið stoppar" (ath að routerinn þarf líka að keyra allskonar hugbúnað sem notar minni eins og vefþjón, DNS og DHCP þjón).
Þannig ef margir eru að nota netið á sama tíma þá getur komið upp sú staða að "ný" traffík að virkar ekki (því minnið í routerinum er búið) en "gömul" traffík virkar ennþá.
Þar að auki þá er hugbúnaðurinn í flestum consumer routerum algjört drasl og alls ekki optimizerað fyrir stór heimili.

Þegar þú ert með svona mörg tæki á heimilinu þá mæli ég sterklega með alvöru þráðlausum punktum (t.d. frá UniFi) og alvöru router (t.d. EdgeRouter eða gamla tölvu með pfsense).
Ég keypti minn UniFi AC Lite þráðlausan punkt frá eurodk.com og síðan noname smátölvu sem keyrir pfsense og sú uppsetning er alveg rock solid.

Re: Of margir að nota sama netið?

Sent: Þri 23. Maí 2017 23:28
af Viktor
dedd10 skrifaði:Já gætum þurft að skoða svona, en veistu hvort þetta sé rétt hjá mér? Gæti verið að það séu bara of margir að tengjast og þessvegna eftir einhvern smá tíma verður bara ekki pláss fyrir fleiri tæki?


Já, budget routerar ráða ekki við mörg tæki í einu, hvað þá eftir að allir eru komnir með með síma, það er ekki til að bæta það. Það endar yfirleitt á því að þurfa að restarta reglulega.

Re: Of margir að nota sama netið?

Sent: Mið 24. Maí 2017 18:40
af dedd10
Já akkúrat það sem mér datt í hug.

En myndi það batna með access point?

Enginn tilgangur að kaupa kannski bara góðan router í stað þess að leigja þetta rusl frá vodafone?

Re: Of margir að nota sama netið?

Sent: Fim 25. Maí 2017 10:47
af Viktor
dedd10 skrifaði:Já akkúrat það sem mér datt í hug.

En myndi það batna með access point?

Enginn tilgangur að kaupa kannski bara góðan router í stað þess að leigja þetta rusl frá vodafone?



Það er rosa vesen að finna og stilla router fyrir ljósnet, það væri lítið mál á ljósleiðara.

Þessi Unifi Ap Ac Lite myndi eflaust laga þetta.