Síða 1 af 1

Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Mið 17. Maí 2017 22:46
af pegasus
Ég er með Technicolor MediaAccess TG789vac modem/router að leigu frá Símanum til að tengjast DSL nettengingunni sem ég er með hjá þeim (ljósleiðari frá Mílu er á dagskránni í sumar en þangað til þarf ég að vera með símasnúru). Núna er ég hins vegar búinn að kaupa Apple Time Capsule router sem ég vil nota í staðinn en finn bara ekki út úr því hvernig á að gera það.

Gúgglið mitt gefur til kynna að Apple routerinn er ekki með módem og því þurfi ég að nota TG789vac tækið frá Símanum sem módem og Time Capsule sem router. Netið segir mér að stilla TG789vac í "bridge mode" og tengja WAN portið á Time Capsule í LAN port á TG789vac. Vandamálið er að ég finn ómögulega út úr því hvar í stillingunum á TG789vac þetta sé gert. Hefur einhver annar hérna inni gert svipað og er með akkúrat eins modem/router frá Símanum?

Það er sama hvernig ég stilli Apple routerinn, hann bara nær ekki internetsambandi þegar hann er tengdur TG789vac.

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Fim 18. Maí 2017 01:27
af fallen
Ég gerði þetta í fyrra og gafst upp. Brúaði TG589vn v2 og ætlaði að láta pfSense sjá um restina en fékk aldrei áframsenda WAN IP frá módeminu.. og það voru fleiri búnir að lenda í sama veseni þannig að ég beilaði bara.

En þetta eru stillingarnar sem þú vilt, veit ekkert hvort að nöfnin á interfaceunum hjá þér séu þau sömu, þú sérð það strax.

Kóði: Velja allt

dhcp client ifdetach intf=dhcp_Internet
eth bridge vlan ifdelete name=vlan_Internet intf=OBC
eth bridge vlan ifadd name=vlan_Internet intf=ethport3 untagged=enabled
eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport3
eth bridge ifconfig intf ethport3 igmpsnooping disabled

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Fös 19. Maí 2017 14:48
af pegasus
Nei ég ætla að gefast upp á þessu, bíða bara eftir ljósleiðaranum :(

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Mið 24. Jún 2020 18:40
af Spudi
Er einhver búinn að leysa þetta þannig það virkar alveg?

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Sun 28. Jún 2020 04:15
af Sinnumtveir
Spurning, býrðu svo þröngt að þér dugi einn access punktur? Þessar Technicolor græjur eru algert drasl ef rúmt er um þig og þú býrð í húsi úr jarnbentri steinsteypu. Man spyr sig hvað "stór"fyrirtæki á Íslandi séu að hugsa þegar þau bjóða upp á sama router/access punkt fyrir 300 fermetra hús og 25 fermetra stúdíó íbúð? Semsagt fáránlegt.

Leyfðu bara TG græjunni að vera router og access point og bættu svo apple græjunni við sem access point. Persónulega er ég með 3 access punkta og sá öflugasti er græja frá Huawai sem ég giska á að hafi verið "módem", router og access punktur áður en sú græja komst í mínar hendur.

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Sun 28. Jún 2020 08:33
af kimpossible
Ekki mjög tæknileg útskýring en hefur virkað hjá mér. Búinn að nota Apple time capsule sem router í nokkur ár. Bæði hjá Símanum, Vodafone og Nova.

Tengdu frá ljósleiðarainntakinu yfir í WAN portið á Apple routerinn.

Hringdu svo í þjónustuver Símans og segðu þeim að þú hafir verið að tengja eigin router og hvort þau geti sent á þig stillingar.

Hefur virkað öll skiptin hjá mér.

Vonandi er þetta töfralausnin.

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Sun 28. Jún 2020 22:05
af Cascade
Ég gerði þetta með þennan router frá símanum í 2 ár án vandræða

Bara telnettar þig inn og gerir þessar skipanir

dhcp client ifdetach intf=dhcp_Internet
eth bridge vlan ifdelete name=vlan_Internet intf=OBC
eth bridge vlan ifadd name=vlan_Internet intf=ethport2 untagged=enabled
eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport2
eth bridge ifconfig intf ethport2 igmpsnooping disabled
saveall

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Mán 29. Jún 2020 09:28
af Dben
Ef maður gerir þetta, mun sjónvarp símans ennþá virka í gegnum routerinn? Og hvernig myndi maður setja hann í upprunalegt horf ef þetta klikkar?

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Mán 29. Jún 2020 10:22
af akarnid
Já, því TV þjónustan er á sér VLANi og er afgreidd beint í port 4 á router. Þessar skipanir eru bara að affecta port 2 á router, drepa DHCP serverinn og láta það allt í hendur tækisins sem er þá tengt á port 2

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Mán 29. Jún 2020 10:26
af Dben
Flott, takk fyrir svörin.

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Lau 03. Okt 2020 12:31
af oliuntitled
Sinnumtveir skrifaði:Man spyr sig hvað "stór"fyrirtæki á Íslandi séu að hugsa þegar þau bjóða upp á sama router/access punkt fyrir 300 fermetra hús og 25 fermetra stúdíó íbúð? Semsagt fáránlegt.



Það er mjög einfalt svar við þessari spurningu, peningar.
Þegar fyrirtæki er að kaupa inn búnað þá fylgir því kostnaður við að aðlaga firmwares að kerfum viðkomandi fyrirtækis, það er ekki frí þjónusta frá framleiðendum.
Ef þú ert með 2 routera að þá tvöfaldast í raun sá kostnaður.

Mun aldrei skilja af hverju fólk er alltaf svona fast á því að það sé í höndum fyrirtækjanna að sjá til þess að 300fm húsið þeirra sé wifi vætt, það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki séu að leigja búnað fyrir undir 1000kr á mánuði sem sé að fara að höndla slíkar aðstæður.
Þau munu aftur á móti algerlega gefa þér tilboð í uppsetningu á slíkum lausnum enþað að sjálfsögðu kostar (en þú átt þann búnað, ekki leigður í langflestum tilfellum)

Miðað við hvað wifi er orðinn integral partur af heimilum að þá ættu fleiri að hugsa til þess að vera með eigin wifi kerfi, access points sem munu alltaf virka óháð því hvaða router er tengdur við hjá þeim, þetta þarf ekki að vera mikill kostnaður.
Wifi búnaður er mjög oft á fínum tilboðum hjá hinum og þessum fyrirtækjum, ef fólk hefur ekki mikla tæknikunnáttu þá er lítið mál að finna sérfræðing til að leysa vandamálið fyrir þau.

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Lau 18. Des 2021 22:11
af ninninag
Cascade skrifaði:Ég gerði þetta með þennan router frá símanum í 2 ár án vandræða

Bara telnettar þig inn og gerir þessar skipanir

dhcp client ifdetach intf=dhcp_Internet
eth bridge vlan ifdelete name=vlan_Internet intf=OBC
eth bridge vlan ifadd name=vlan_Internet intf=ethport2 untagged=enabled
eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport2
eth bridge ifconfig intf ethport2 igmpsnooping disabled
saveall

Sælir, var þetta örugglega TG789vac týpan sem þú telnet-aðir þig inná? Ég er að vesenast í þessu akkúrat núna og var að downgrade-a í þennan þar sem hvíti frá Sagemcom virðist vera steingeldur og ég virðist ekki geta telnet-að mig inná kauða, hvort sem ég nota putty eða cmd. Ég er að setja upp security gateway frá Unifi þar sem ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu dóti frá Símanum. Ertu með einhverja töfralausn með það hvernig þú telnet-ar þig inná hann?

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Sun 19. Des 2021 03:24
af jonfr1900
Þessir routerar frá Símanum styðja ekki bridge mode eftir því sem ég skil stöðu mála hjá Símanum. Þú þyrftir að kaupa þinn eigin VDSL router og setja hann yfir í bridge mode. Þá reyndar vandast málið með sjónvarp símans.

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Sun 19. Des 2021 10:02
af emmi
Ég á 2stk af svona ef þú hefur áhuga, 5k stykkið. ;)

https://www.netgear.com/support/product/DM200.aspx

Re: Gera Technicolor TG789vac að modem-only

Sent: Sun 19. Des 2021 10:32
af Cascade
ninninag skrifaði:
Cascade skrifaði:Ég gerði þetta með þennan router frá símanum í 2 ár án vandræða

Bara telnettar þig inn og gerir þessar skipanir

dhcp client ifdetach intf=dhcp_Internet
eth bridge vlan ifdelete name=vlan_Internet intf=OBC
eth bridge vlan ifadd name=vlan_Internet intf=ethport2 untagged=enabled
eth bridge vlan ifdelete name=default intf=ethport2
eth bridge ifconfig intf ethport2 igmpsnooping disabled
saveall

Sælir, var þetta örugglega TG789vac týpan sem þú telnet-aðir þig inná? Ég er að vesenast í þessu akkúrat núna og var að downgrade-a í þennan þar sem hvíti frá Sagemcom virðist vera steingeldur og ég virðist ekki geta telnet-að mig inná kauða, hvort sem ég nota putty eða cmd. Ég er að setja upp security gateway frá Unifi þar sem ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu dóti frá Símanum. Ertu með einhverja töfralausn með það hvernig þú telnet-ar þig inná hann?


Nokkuð viss um það
Smá langt síðan