Ég sé að menn hérna virðast almennt hrifnir af Ubiquiti netbúnaði. Ég keypti um daginn access point frá þeim og hann er núna tengdur við lítinn cisco beini sem ég er að leigja. Ég er að spá í að fá mér Ubiquiti beini og skila Cisco gaurnum til Hringiðunnar. Ég er búinn að sjá nokkra þræði þar sem talað er um EdgeRouterinn en eitthvað lítið um USG (Unifi Security Gateway). Þeir eru á svipuðu verði og skv. alnetinu virðist vera sama hardware í þeim. Ég var bara að spá hvort einhver hérna væri með USG og hvort væri betra/verra.
Kv. Hrannar
Ubiquiti USG vs EdgeRouter
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Tengdur
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Þetta snýst aðalega um hvort að þú viljir vera með controller eða standalone tæki, EdgeRouter er standalone.
Þú færð ekki svona flott dashboard nema með controllernum.
Þú færð ekki svona flott dashboard nema með controllernum.
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Sæll,
Ubiquiti USG og EdgeRouter eru nánast sömu tækin vélbúnaðarlega séð. Munurinn er að USG er partur af Unifi línunni og þarf controller hugbúnað uppsettann á tölvu til þess að hægt sé að setja hann upp og stilla. Einnig er hægt að kaupa lítinn "dongle" (litla línux tölvu) sem er kölluð cloud key til að stýra Unifi búnaðinum. GUI stillingar eru ekki komnar jafn langt á veg fyrir USG eins og EdgeRouter en það koma uppfærslur a.m.k. mánaðarlega. Ef allur netbúnaðurinn er í Unifi línunni fær maður frábæra yfirsýn yfir netið og getur gert allar stillingar í sama viðmótinu.
Ég er búinn að skipta öllum netbeinum og búnaði heima hjá mér yfir í Ubiquiti Unifi og ég hef aldei verið með jafn stöðug og áhyggjulaust net. Ég byrjaði með Unifi AP-AC LR access point en er núna með: 3x Unifi AC LR access points, USG-3 Security Gateway, CloudKey, Unifi Switch 16 - 150w, Unifi switch 24, 2x Unifi Switch 8 og Unifi SWitch 8 - 60w. Öllu er stýrt í gegnum Cloud Key og þetta virkar frábærlega. Ég er með óvenju mörg nettengd tæki miðað við "venjulegt" heimili og húsið er steypt og á 3 hæðum og það var nær ómögulegt að fá gott wifi með venjulegum lausnum. Núna er ég með gott WiFi um allt húsið.
PS. Ég hef engin tengsl við Ubiquiti eða söluaðila tækjanna og vinn ekki í tölvugeiranum
Ubiquiti USG og EdgeRouter eru nánast sömu tækin vélbúnaðarlega séð. Munurinn er að USG er partur af Unifi línunni og þarf controller hugbúnað uppsettann á tölvu til þess að hægt sé að setja hann upp og stilla. Einnig er hægt að kaupa lítinn "dongle" (litla línux tölvu) sem er kölluð cloud key til að stýra Unifi búnaðinum. GUI stillingar eru ekki komnar jafn langt á veg fyrir USG eins og EdgeRouter en það koma uppfærslur a.m.k. mánaðarlega. Ef allur netbúnaðurinn er í Unifi línunni fær maður frábæra yfirsýn yfir netið og getur gert allar stillingar í sama viðmótinu.
Ég er búinn að skipta öllum netbeinum og búnaði heima hjá mér yfir í Ubiquiti Unifi og ég hef aldei verið með jafn stöðug og áhyggjulaust net. Ég byrjaði með Unifi AP-AC LR access point en er núna með: 3x Unifi AC LR access points, USG-3 Security Gateway, CloudKey, Unifi Switch 16 - 150w, Unifi switch 24, 2x Unifi Switch 8 og Unifi SWitch 8 - 60w. Öllu er stýrt í gegnum Cloud Key og þetta virkar frábærlega. Ég er með óvenju mörg nettengd tæki miðað við "venjulegt" heimili og húsið er steypt og á 3 hæðum og það var nær ómögulegt að fá gott wifi með venjulegum lausnum. Núna er ég með gott WiFi um allt húsið.
PS. Ég hef engin tengsl við Ubiquiti eða söluaðila tækjanna og vinn ekki í tölvugeiranum
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Smá forvitni, hvernig gengur mönnum að keyra og stilla IPTV frá Símanum eða Vodafone í gegnum þessa routera? Er það í boði? Er bara með VDSL tengingu í boði (ljósnet)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 253
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Mér hefur gengið bara fínt með það. Hef gert bæði samt, bæði brúað IPTVið inní EdgeRouterinn í gegnum eitt port á Technicolor og tekið það svo út brúað í gegnum EdgeRouterinn.
En síðast þegar ég gerði þetta þá brúaði ég Internet portið beint úr Technicolor yfir í EdgeRouterinn ( single vlan ) og setti upp PPPoE á EdgeRouter en hélt svo bara IPTV Vlaninu á Technicolor routernum ( þannig TV var tengt í EdgeRouterinn ).
En síðast þegar ég gerði þetta þá brúaði ég Internet portið beint úr Technicolor yfir í EdgeRouterinn ( single vlan ) og setti upp PPPoE á EdgeRouter en hélt svo bara IPTV Vlaninu á Technicolor routernum ( þannig TV var tengt í EdgeRouterinn ).
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Ég er örlítið ringlaður með þetta unifi dæmi.
Þarf maður annað hvort að hafa cloud key til að stýra þessu eða er hægt að nota eitthvað web based dæmi sem maður loggar sig inn á?
Annað, er hægt að nota ódýrari switch en ubiquity switchinn? Eftir stutta leit þá tókst mér allavega ekki að finna ódýrari switcha með 2+ poe plöggum með 24V.
Þarf maður annað hvort að hafa cloud key til að stýra þessu eða er hægt að nota eitthvað web based dæmi sem maður loggar sig inn á?
Annað, er hægt að nota ódýrari switch en ubiquity switchinn? Eftir stutta leit þá tókst mér allavega ekki að finna ódýrari switcha með 2+ poe plöggum með 24V.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
- Reputation: 130
- Staða: Ótengdur
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
FriðrikH skrifaði:Ég er örlítið ringlaður með þetta unifi dæmi.
Þarf maður annað hvort að hafa cloud key til að stýra þessu eða er hægt að nota eitthvað web based dæmi sem maður loggar sig inn á?
Annað, er hægt að nota ódýrari switch en ubiquity switchinn? Eftir stutta leit þá tókst mér allavega ekki að finna ódýrari switcha með 2+ poe plöggum með 24V.
Þarft að nota unifi controller forritið til að stilla þennan búnað, en hann er ókeypis og hægt að setja upp á hvaða tölvu sem er. Hann þarf ekki að vera í gangi eftir að búið er að búnaðinn upp. Cloud key er bara lítil linux tölva sem gerir ekkert meira en að keyra controller forritið.
Þetta eru sennilega ódýrustu 24V POE svissarnir, en passa þó að toughswitch switcharnir eru að ég held ekki stýranlegir í unifi controllernum.
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 718.action
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 719.action
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 643.action
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
arons4 skrifaði:Þarft að nota unifi controller forritið til að stilla þennan búnað, en hann er ókeypis og hægt að setja upp á hvaða tölvu sem er. Hann þarf ekki að vera í gangi eftir að búið er að búnaðinn upp. Cloud key er bara lítil linux tölva sem gerir ekkert meira en að keyra controller forritið.
Þetta eru sennilega ódýrustu 24V POE svissarnir, en passa þó að toughswitch switcharnir eru að ég held ekki stýranlegir í unifi controllernum.
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 718.action
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 719.action
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 643.action
Nýherji er að smyrja hellvíti vel ofan á þessa switcha (eins og allt annað...), myndi miklu frekar kaupa af https://www.eurodk.com/
Hef keypt þaðan sjálfur og margir aðrir hér á spjallinu, hef hingað til ekki heyrt neitt slæmt um þessa síðu. Miklu ódýrari og tekur 1-2 virka daga að fá þetta heim í hús.
https://www.eurodk.com/en/products/5-po ... switch-poe
https://www.eurodk.com/en/products/8-po ... ch-poe-pro
https://www.eurodk.com/en/products/8-po ... tch-8-150w (gróflega reiknað út er þessi kominn hingað heim á undir 30k meðan hann kostar 56k hjá nýherja)
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Ég fann þetta reyndar hjá netbunadur.is, https://www.netbunadur.is/collections/s ... s-with-poe
á 22.000 kall.
á 22.000 kall.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1859
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 218
- Staða: Ótengdur
Re: Ubiquiti USG vs EdgeRouter
Þú færð Switch 8 60W á rúman 16.000 heim að dyrum frá EuroDK https://www.eurodk.com/en/products/8-po ... itch-8-60w
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED