Síða 1 af 1

Chrome viðbót fyrir betri atvinnuleit, AtvinnuLeitarTólið! Útgáfa 2.0.1.0

Sent: Lau 15. Apr 2017 17:10
af DoofuZ
Það sem byrjaði upphaflega sem einföld Tampermonkey skrifta sem leyfði mér að merkja hvaða atvinnuauglýsingu ég sá síðast á helstu atvinnuauglýsingasíðum landsins er núna orðin að öflugri viðbót fyrir Google Chrome sem gerir atvinnuleit þína margfalt auðveldari :)

Það er mjög einfalt að nota þessa viðbót, þú einfaldlega smellir á hlekkinn hér fyrir neðan, smellir þar á takkann "Add to Chrome" og þá er allt klárt! Næst þegar þú ferð svo á atvinnuauglýsingavefina sem viðbótin virkar inná þá opnast allar auglýsingar í sér glugga inná síðunni og svo bætist við hlekkur eða takki á góðum stað til þess að vista stöðuna á stærstu síðunum þannig að þegar þú kemur aftur seinna þá geturu séð hvaða auglýsingar eru nýjar því sú gamla verður áberandi merkt. Eina undantekningin frá þeirri reglu er að vísu sú að inná Reykjavik.is og Kopavogur.is merkjast öll ný störf frá síðustu heimsókn.

Síðan bætist við takki fyrir viðbótina hægra megin efst í öllum gluggum sem gefur aðgang að breytanlegum lista yfir alla atvinnuauglýsingavefi landsins ásamt nokkrum velvöldum gagnlegum hlekkjum fyrir atvinnuleitandann. Þar er einnig hægt að velja hvort síðurnar eigi að opnast í nýjum flipa, nýjum glugga eða sama glugga.

Smellið hér til að fá viðbótina

Síðurnar sem þetta virkar fyrir eru Alfred.is, Atvinna.is, Capacent, Félagsstofnun Stúdenta, Gardabaer.is, Hafnarfjordur.is, Hagvangur, Intellecta, Job.is, Kopavogur.is, mbl.is, Mosfellsbaer.is, Reykjavik.is, Starfatorg.is, Starfatorg Stjórnarráðssins, Tvinna.is, Veitingageirinn.is og Vinnumalastofnun.is. Svo eru einnig hlekkir inná Eures (Evrópsk vinnumiðlun) og Storf.is en inná þeim síðum er engin sérstök aukavirkni.

Útgáfusaga

Útgáfa 2.0.1.0 (01.10.2017)
  • Lagaði ýmsa litla smágalla
  • Eftir uppfærslu á Chrome þá virkaði oft ekki að smella á síðuhlekk í valmyndinni
  • Síðuskrun (scroll) á flestum síðum fór í eitthvað rugl þegar modal gluggi var opnaður
  • Lagaði smá galla á mbl.is þar sem það virkaði ekki að smella á myndir í sumum auglýsingum til að stækka þær
  • Setti inn nýja slóð á síðu Félagsstofnun stúdenta
  • Bætti vefsíðu starfatorgs Stjórnarráðsins við
Útgáfa 2.0.0.1 (10.06.2017)
  • Bætti restinni af helstu atvinnumiðlunarsíðum landsins við
  • Bætti við sérstakri valmynd sem birtist þegar smellt er á takka hægra megin efst í vafraglugga með hlekki inná allar síður og gagnlega hlekki fyrir atvinnuleitendur
  • Hægt að breyta hvaða hlekkir sjást í listanum eftir hentugleika
  • Hægt að stilla hvort síður eigi að opnast í nýjum flipa, nýjum glugga eða sama glugga
Útgáfa 1.0.0.2 (15.04.2017)
  • Fyrsta útgáfa, viðbótin virkaði bara á Tvinna.is, Alfred.is, Job.is, Reykjavik.is og Starfatorg.is
Vonandi kemur þetta einhverjum að góðu gagni ;)

Re: Chrome viðbót fyrir betri atvinnuleit, AtvinnuLeitarTólið!

Sent: Lau 15. Apr 2017 19:11
af chaplin
Fyrir þá sem eru ekki "tab"-arar (opna nýjan tap fyrir allt) að þá er þetta algjör snilld! Takk fyrir að deila þessu!

Re: Chrome viðbót fyrir betri atvinnuleit, AtvinnuLeitarTólið!

Sent: Lau 15. Apr 2017 20:40
af Jon1
Tékka á þessu ! Hljómar vel

Re: Chrome viðbót fyrir betri atvinnuleit, AtvinnuLeitarTólið! Útgáfa 2.0.0.1

Sent: Lau 10. Jún 2017 12:36
af DoofuZ
Jæja, komin uppfærsla á viðbótina ;)

Re: Chrome viðbót fyrir betri atvinnuleit, AtvinnuLeitarTólið! Útgáfa 2.0.0.1

Sent: Lau 10. Jún 2017 19:45
af HalistaX
Töff shit.

Er einmitt að leita mér að vinnu! Þrátt fyrir tvær umsóknir á Costco, þá neita þeir bara einfaldlega að svara.

The sad truth varðandi atvinnuleit í dag. Er búinn að vera að sækja um og sækja um í 3-4 mánuði núna og sjaldan fengið svar.

Fékk svar frá Ísbílnum, sem er líklega eina svarið sem ég hef fengið. Fór í viðtal hjá þeim og kynnti mér fyrirtækið hjá þeim, en heyrði svo ekkert meir frá manninum sem lofaði að hafa samband við mig, þó það væri ekki nema með "Nei"... Finnst það helvíti súrt. Ísbíla verktíðin er löngu hafin og ég hef ekkert djobb né endalausar birgðir af ís til þess að stelast í...

Takk fyrir að henda í þessa viðbót við Chrome, samt! Þetta á líklega eftir að koma sér vel! Ves samt að maður þurfi að "Frest tab'a" fyrir þetta, væri til í að geta smellt á merkið, og þá myndi þetta opnast sjálfkrafa í nýjum tab. Bara hugmynd :)

En já, þakka þér kærlega fyrir þetta dót. Gott að geta haft allt helvítis draslið á sama staðnum! Það er mikill munur á því og að þurfa að vafra á milli 8 mismunandi síðna! Takk maður! :D

Re: Chrome viðbót fyrir betri atvinnuleit, AtvinnuLeitarTólið! Útgáfa 2.0.1.0

Sent: Sun 01. Okt 2017 16:29
af DoofuZ
Jæja, komin smá uppfærsla á "tólið" ;) Samkvæmt Google þá eru um 20 manns með þetta uppsett hjá sér, vonandi er þetta að hjálpa einhverjum þeirra að finna vinnu :)