Það er mjög einfalt að nota þessa viðbót, þú einfaldlega smellir á hlekkinn hér fyrir neðan, smellir þar á takkann "Add to Chrome" og þá er allt klárt! Næst þegar þú ferð svo á atvinnuauglýsingavefina sem viðbótin virkar inná þá opnast allar auglýsingar í sér glugga inná síðunni og svo bætist við hlekkur eða takki á góðum stað til þess að vista stöðuna á stærstu síðunum þannig að þegar þú kemur aftur seinna þá geturu séð hvaða auglýsingar eru nýjar því sú gamla verður áberandi merkt. Eina undantekningin frá þeirri reglu er að vísu sú að inná Reykjavik.is og Kopavogur.is merkjast öll ný störf frá síðustu heimsókn.
Síðan bætist við takki fyrir viðbótina hægra megin efst í öllum gluggum sem gefur aðgang að breytanlegum lista yfir alla atvinnuauglýsingavefi landsins ásamt nokkrum velvöldum gagnlegum hlekkjum fyrir atvinnuleitandann. Þar er einnig hægt að velja hvort síðurnar eigi að opnast í nýjum flipa, nýjum glugga eða sama glugga.
Smellið hér til að fá viðbótina
Síðurnar sem þetta virkar fyrir eru Alfred.is, Atvinna.is, Capacent, Félagsstofnun Stúdenta, Gardabaer.is, Hafnarfjordur.is, Hagvangur, Intellecta, Job.is, Kopavogur.is, mbl.is, Mosfellsbaer.is, Reykjavik.is, Starfatorg.is, Starfatorg Stjórnarráðssins, Tvinna.is, Veitingageirinn.is og Vinnumalastofnun.is. Svo eru einnig hlekkir inná Eures (Evrópsk vinnumiðlun) og Storf.is en inná þeim síðum er engin sérstök aukavirkni.
Útgáfusaga
Útgáfa 2.0.1.0 (01.10.2017)
- Lagaði ýmsa litla smágalla
- Eftir uppfærslu á Chrome þá virkaði oft ekki að smella á síðuhlekk í valmyndinni
- Síðuskrun (scroll) á flestum síðum fór í eitthvað rugl þegar modal gluggi var opnaður
- Lagaði smá galla á mbl.is þar sem það virkaði ekki að smella á myndir í sumum auglýsingum til að stækka þær
- Setti inn nýja slóð á síðu Félagsstofnun stúdenta
- Bætti vefsíðu starfatorgs Stjórnarráðsins við
- Bætti restinni af helstu atvinnumiðlunarsíðum landsins við
- Bætti við sérstakri valmynd sem birtist þegar smellt er á takka hægra megin efst í vafraglugga með hlekki inná allar síður og gagnlega hlekki fyrir atvinnuleitendur
- Hægt að breyta hvaða hlekkir sjást í listanum eftir hentugleika
- Hægt að stilla hvort síður eigi að opnast í nýjum flipa, nýjum glugga eða sama glugga
- Fyrsta útgáfa, viðbótin virkaði bara á Tvinna.is, Alfred.is, Job.is, Reykjavik.is og Starfatorg.is