Nýr router - Næ ekki að tengjast netinu - Netgear R6400
Sent: Fös 31. Mar 2017 15:46
Góðan daginn, ég er í tómu veseni með nýjan router og myndi þiggja hjálp með þökkum.
Ég keypti nýverið nýjan Netgear R6400 router á amazon.com. Ég hélt að þetta yrði bara plug n' play en annað kom á daginn.
Ég er með 75Mb tengingu frá Hringiðunni. Ljósleiðaraboxið var sett upp nýtt í febrúar í fyrra. Allt virkar smurt með gamla routernum.
Ég fór eftir þeim leiðbeiningum sem fylgdu Netgear routernum.
Að því loknu hringdi ég í Hringiðuna og gaf þeim upp MAC addressuna á routernum. Síðan reyndi ég að tengjast netinu og opnaði browserinn og þá fékk ég upp Netgear Genie, sbr. skref 6 í leiðbeiningunum. Þessi genie náði ekki að tengja mig við internetið. Þar næst loggaði ég mig inn á routerinn með því að fara inn á http://www.routerlogin.net (einnig hægt að setja 192.168.1.1 í browserinn) og reyndi að feta mig eitthvað áfram þar án árangurs (breytti engu). Eftir þetta allt saman þá gafst ég upp og ákvað að reyna aftur síðar.
Í dag reyndi ég aftur og mér tekst ekki einu sinni að logga mig inná routerinn, hvorki í gegnum http://www.routerlogin.com né 192.168.1.1.
Routerinn er beintengdur í rafmagnsinnstungu (ekki í gegnum fjöltengi). Ethernet snúran fer úr sloti 1 á ljósleiðaraboxinu (er búinn að prófa 2 líka) og beint í gula WAN innstunguna á routernum.
Gamli routerinn er Planet Ethernet Router 150Mbps sem ég keypti fyrir 3 árum til notkunar á Stúdentagörðum. Þegar ég flutti í nýja íbúð í fyrra þá notaði ég þennan router og það var bara plug n' play. Netið virkar vel án vandræða með þessum gamla router.
Ég þigg allar ráðleggingar.
Ég keypti nýverið nýjan Netgear R6400 router á amazon.com. Ég hélt að þetta yrði bara plug n' play en annað kom á daginn.
Ég er með 75Mb tengingu frá Hringiðunni. Ljósleiðaraboxið var sett upp nýtt í febrúar í fyrra. Allt virkar smurt með gamla routernum.
Ég fór eftir þeim leiðbeiningum sem fylgdu Netgear routernum.
Að því loknu hringdi ég í Hringiðuna og gaf þeim upp MAC addressuna á routernum. Síðan reyndi ég að tengjast netinu og opnaði browserinn og þá fékk ég upp Netgear Genie, sbr. skref 6 í leiðbeiningunum. Þessi genie náði ekki að tengja mig við internetið. Þar næst loggaði ég mig inn á routerinn með því að fara inn á http://www.routerlogin.net (einnig hægt að setja 192.168.1.1 í browserinn) og reyndi að feta mig eitthvað áfram þar án árangurs (breytti engu). Eftir þetta allt saman þá gafst ég upp og ákvað að reyna aftur síðar.
Í dag reyndi ég aftur og mér tekst ekki einu sinni að logga mig inná routerinn, hvorki í gegnum http://www.routerlogin.com né 192.168.1.1.
Routerinn er beintengdur í rafmagnsinnstungu (ekki í gegnum fjöltengi). Ethernet snúran fer úr sloti 1 á ljósleiðaraboxinu (er búinn að prófa 2 líka) og beint í gula WAN innstunguna á routernum.
Gamli routerinn er Planet Ethernet Router 150Mbps sem ég keypti fyrir 3 árum til notkunar á Stúdentagörðum. Þegar ég flutti í nýja íbúð í fyrra þá notaði ég þennan router og það var bara plug n' play. Netið virkar vel án vandræða með þessum gamla router.
Ég þigg allar ráðleggingar.