Síða 1 af 1

Búa til vefsíðu

Sent: Mið 15. Mar 2017 00:16
af dedd10
Sælir

Nú langar mig að stofna litla vefsíðu,ég vill alls ekki hafa hana flókna. Síðan verður mest notuð sem eins konar blogg, skrifa um hina ýmsu hluti. En einnig vil ég geta birt upplýsingar um viðburði svona til hliðar t.d ásamt því að geta sett inn myndaalbúm og einnig sér upplýsingasíðu.

Mér datt í hug WordPress, er ekki frítt að gera einfalda síðu í gegnum það form?
Er eitthvað betra og einfaldara til að gera svona?
Svo ætlaði ég bara að kaupa mér lén til að setja síðuna upp á :)

Væri frábært ef einhver af ykkur snillingunum hér gætu hjálpað mér :)

Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer útí svona, svo ÖLL hjálp er vel þegin, sama hversu lítil hún kann að vera :)

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Mið 15. Mar 2017 02:23
af einarhr

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Mið 15. Mar 2017 19:18
af dedd10
Er það bara mjög einfalt? Jafnvel betri lausn heldur en wordpress?

Er þá jafnvel frí hýsing hjá wix og gæti svo keypt mér eitthvað skemmtilegt lén og linkad við wix síðuna?

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Mið 15. Mar 2017 22:36
af Viktor
WordPress er dálítið ofmetið, en fínt ef þú ætlar að gera Blogg

https://www.squarespace.com/

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Fim 16. Mar 2017 09:08
af dedd10
Er squarspace jafnvel einfaldari og betri en wix? Hvað segja menn vid því?

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Fim 16. Mar 2017 09:28
af hagur
dedd10 skrifaði:Er squarspace jafnvel einfaldari og betri en wix? Hvað segja menn vid því?


Þetta er voða svipað. Þú verður bara að prófa og meta sjálfur hvort þér finnst einfaldara.

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Fös 17. Mar 2017 16:26
af dedd10
Ókei ég skoða þetta, en hvernig er með hýsingu á siðum frá þessum siðum. Er það bara frítt eða þarf ég að finna mér hýsingu annarsstaðar ?

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Fös 17. Mar 2017 16:46
af rapport

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Fös 17. Mar 2017 20:56
af Benzmann
Ég setti upp síðu núna í vikunni.
Borga 500kr á mánuði fyrir hana og með cPanel
Www.tserverhq.com
Mæli með þessu

Hér er síðan sem ég henti upp
Www.invalid.is
Nota hana fyrir corpið mitt í Eve online

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Mán 20. Mar 2017 12:01
af dedd10
Hvar gerðir þú hana? Eða bara skrifaðiru hana bara sjálfur með forritun?

Re: Búa til vefsíðu

Sent: Mán 20. Mar 2017 18:30
af siggik
Capture.PNG
Capture.PNG (6.33 KiB) Skoðað 1288 sinnum