Síða 1 af 1

Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 10. Mar 2017 23:45
af ZiRiuS
Sælir.

Er með 1gb ljós frá Mílu hjá Vodafone nema það að ég er ekki að ná nema rétt yfir 500mb á háanna tíma (kvöldin) en næ svona rétt um 700mb á nóttinni (eftir niðnætti). Þeir sem eru með sömu tengingu, eru þið að ná alveg full speed? Ég er snúrutengdur btw.

Þetta virðist ekki vera búnaðurinn minn, er nýbúinn að prófa nýjar snúrur, mismunandi routera, tölvur og allt.

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Sun 12. Mar 2017 12:49
af ZiRiuS
Enginn með eins tengingu? :D

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Sun 12. Mar 2017 21:47
af wicket
Er hjá Símanum á ljósleiðara Mílu. Fæ 965Mb/s í gegnum hraðapróf þegar ég er ethernet tengdur við router.

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Sun 12. Mar 2017 22:21
af Hargo
Var hjá Vodafone með ljósnet. Fór frá þeim út af sama vandamáli og þú lýsir. Á kvöldin á háannatíma var hraðinn mun minni en yfir daginn. Fór yfir til 365 sem notar víst kerfi Símans - mun betra þar. Veit ekki hvort þetta sé einhver búnaður hjá Vodafone sem er ekki að höndla álagið á álagstímum. En fróðari menn sem ég talaði við vildu meina það. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 17. Mar 2017 16:58
af mort


Það er alveg rétt að það hafa verið vandamál hjá okkur með xDSL (Ljósnet/VDSL/ADSL) notkun á álagstíma - en við erum búnir að færa alla notendur af gömlum gáttum yfir á búnað sem höndlar þetta með breeeze ;)

Afsakið að hafa ekki uppfært annan þráð hér, en þetta tók ögn lengri tíma en við áttum von á - þarf að vakta vaktina betur ;)

Við tengjumst Mílu í gegnum fullt af samtengingum við svokallaða heildsöluskipta, væntanlega er Síminn tengdur þeim einnig (eiga að vera það, allir við sama borð og allt það... ). Í gegnum þessar tengingar fáum við tengingar við notendur á hverjum stað, bæði “Ljósnet” og GPON (alvöru ljós). Líklega fékk Síminn fregnir mun fyrr að Míla ætlaði að bjóða upp á Gig tengingar og fóru því í að uppfæra þessar tengingingar. Aðrir aðilar (eins og Voda) þurfa því að stækka tengingar inn á heildsölukerfi Mílu og er sú vinna hafin.

Svo má bæta við að við tengjumst GR með multiple 10G tengingingum, og GR er með port per user beinn hreinn fíber frá heimili að sviss hjá þeim - engin samnýting. GPON er svo með ákveðna samnýtingu, þannig er Míla annahvort að nota 2.5Gbps eða 10Gbps PON splitter og þar er ákveðið ratio (gæti verið 64/1 eða 128/1 eða verra?) - þannig gætu verið mun fleiri notendur bakvið hverja tengingu, og þannig næst ekki fullur hraði á álagstíma.


- Mort/Burðarnet Vodafone”

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 17. Mar 2017 17:42
af ZiRiuS
mort skrifaði:

Það er alveg rétt að það hafa verið vandamál hjá okkur með xDSL (Ljósnet/VDSL/ADSL) notkun á álagstíma - en við erum búnir að færa alla notendur af gömlum gáttum yfir á búnað sem höndlar þetta með breeeze ;)

Afsakið að hafa ekki uppfært annan þráð hér, en þetta tók ögn lengri tíma en við áttum von á - þarf að vakta vaktina betur ;)

Við tengjumst Mílu í gegnum fullt af samtengingum við svokallaða heildsöluskipta, væntanlega er Síminn tengdur þeim einnig (eiga að vera það, allir við sama borð og allt það... ). Í gegnum þessar tengingar fáum við tengingar við notendur á hverjum stað, bæði “Ljósnet” og GPON (alvöru ljós). Líklega fékk Síminn fregnir mun fyrr að Míla ætlaði að bjóða upp á Gig tengingar og fóru því í að uppfæra þessar tengingingar. Aðrir aðilar (eins og Voda) þurfa því að stækka tengingar inn á heildsölukerfi Mílu og er sú vinna hafin.

Svo má bæta við að við tengjumst GR með multiple 10G tengingingum, og GR er með port per user beinn hreinn fíber frá heimili að sviss hjá þeim - engin samnýting. GPON er svo með ákveðna samnýtingu, þannig er Míla annahvort að nota 2.5Gbps eða 10Gbps PON splitter og þar er ákveðið ratio (gæti verið 64/1 eða 128/1 eða verra?) - þannig gætu verið mun fleiri notendur bakvið hverja tengingu, og þannig næst ekki fullur hraði á álagstíma.


- Mort/Burðarnet Vodafone”


Ertu semsagt að segja að Vodafone séu að rukka fólk fyrir 1000mb tengingar frá Mílu ánþess að geta höndlað þær?

Þetta er btw hraðinn minn á 1000mb í dag, geggjað sáttur ( :guy )
Mynd

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 17. Mar 2017 17:46
af AlexJones
mort skrifaði:

Svo má bæta við að við tengjumst GR með multiple 10G tengingingum, og GR er með port per user beinn hreinn fíber frá heimili að sviss hjá þeim - engin samnýting. GPON er svo með ákveðna samnýtingu, þannig er Míla annahvort að nota 2.5Gbps eða 10Gbps PON splitter og þar er ákveðið ratio (gæti verið 64/1 eða 128/1 eða verra?) - þannig gætu verið mun fleiri notendur bakvið hverja tengingu, og þannig næst ekki fullur hraði á álagstíma.


- Mort/Burðarnet Vodafone”



Þetta sem þú nefnir um samnýtingu á GPON og svo þetta með "beinan hreinan fiber" (BHF? FTTH?) er nokkuð misleiðandi varðandi hvar flöskuhálsar eru í netlagi í tengslum við þessa "samnýtingu".

Þú nefnir að þið tengist GR með "multiple 10G" tengingum, hvað sem þær eru margar, þá er ljóst að þar er flöskuháls fyrir notendur út á internetið þar sem jafnvel 100Gbit pípa til GR myndi toppa þegar 100 notendur með 1Gbit fiber eru í 100% hraða.

Þannig að worst-case scenario í GPON væri þá:
- 2.5Gbps sé deilt með 128, eða rétt um 20mbps.
- 10Gbps deilt á 64 notendur, eða um 156mbps.

Ég veit ekki hvað Vodafone er með marga netnotendur hjá GR, né hvað þessi GR gátt Vodafone er stór, en hérna set ég upp nokkur ímynduð dæmi:
- Worst case á GR fiber eru þessi 100Gbit deilt á 25.000 heimili eru um 4mbps.
- Worst case á GR fiber eru þessi 200Gbit deilt á 20.000 heimili eru um 10mbps.
- Worst case á GR fiber eru þessi 500Gbit deilt á 30.000 heimili eru um 16mbps.
- Worst case á GR fiber eru þessi 1000Gbit deilt á 15.000 heimili eru um 66mbps.

Veit ekki hvað er nær því að vera raun, en sýnir að þetta er ekki svona klippt og skorið hvar raunverulegir flöskuhálsar eru.
Þ.e. þú ýjar að í GPON sé hraðinn þinn skertur ef nágranni þinn sé að downloada, en í GR fiber (FTTH) þá eru ALLIR nágrannar þínir.

Þannig að ég veit ekki ekki hvort sé verra, ég er viss um að það sé búið að rannsaka þetta eitthvað nánar erlendis hvernig þetta pattern er, en víða erlendis eru fjarskiptafyrirtæki að leggja GPON frekar en FTTH þar sem FTTH er er of dýr miðað við hvað þú færð úr honum í raun. Google hefur g

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 17. Mar 2017 18:04
af mort
hehe..vissi ekki að ég þyrfti einhverntíman að svara Alex Jones ;)

Alveg rétt sem þú bendir á, og það er einmitt það sem ég er að benda á að það er og verður alltaf oversubscription í fjarskiptakerfum, gætir alveg margfaldar fjölda 1G tenginga á Íslandi og borið saman við total bandbívídd út úr landinu. Spurningin er hvar sú oversubscription er. Get allavega sagt að við erum langt yfir mörkum á móti GR - og verðum í góðum málum fljótt á móti Mílu.

Við fylgumst vel með og stækkum eftir þörfum þar sem þar á við. Pössum að á álagstímum séum við ekki að fylla tengingar, enda lendum við þar í tapi sem er ekki gott fyrir neinn.

GR er allavega ekki með neitt hard limit á fíbernum hjá sér og hafa það í hendi sér að uppfæra dreyfilagið hjá sér eftir þörfum. Gætu þess vegna strax í dag farið í 100Gbps per hús. Í PON ertu alltaf og verður alltaf tengdur nágrönnum þínum.

Við erum tengdir nær öllum heildsölunetum, Mílu/GR/Tengir/Sveitaljósi hingað og þangað.

Ég vil endilega koma eins miklum upplýsingum á framfæri, það er bara þannig að það er ekki möguleiki viðskiptalega séð að vera með 1:1 - og allir ISP'ar stækka eftir þörf. Einnig bara útskýra að það er munur á milli leiða sem GR og Míla fóru varðandi FTTH innleiðinguna.

- Mort

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 17. Mar 2017 19:01
af HringduEgill
mort skrifaði: Líklega fékk Síminn fregnir mun fyrr að Míla ætlaði að bjóða upp á Gig tengingar og fóru því í að uppfæra þessar tengingingar. Aðrir aðilar (eins og Voda) þurfa því að stækka tengingar inn á heildsölukerfi Mílu og er sú vinna hafin.


Verum sanngjarnir við Mílu :) Það er allavega síðan í nóvember búið að vera opinbert að Míla ætli í 1 Gbit frá 1. feb: https://www.mila.is/um-milu/frettasafn/ ... -a-islandi

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fös 24. Mar 2017 10:28
af orn
AlexJones skrifaði:Þetta sem þú nefnir um samnýtingu á GPON og svo þetta með "beinan hreinan fiber" (BHF? FTTH?) er nokkuð misleiðandi varðandi hvar flöskuhálsar eru í netlagi í tengslum við þessa "samnýtingu".

Þú nefnir að þið tengist GR með "multiple 10G" tengingum, hvað sem þær eru margar, þá er ljóst að þar er flöskuháls fyrir notendur út á internetið þar sem jafnvel 100Gbit pípa til GR myndi toppa þegar 100 notendur með 1Gbit fiber eru í 100% hraða.

Satt. Einnig má benda á að trúlega er hver sviss hjá GR uplinkaður með 10Gb. Líklegt er að hver sviss hjá þeim sé með 24-48 port. Þ.a. það er líka þar sem er oversubscription sem taka þarf til greina.

GPON og active ethernet hafa bæði sína kosti og ókosti, en ljóst er að hvort tveggja er að "samnýta" bandbreidd í worst case, að eitthverju leyti. Auðvitað er hægt að hanna active ethernet þar sem það er ekkert oversubscription (100 Gb uplinkar fyrir færri en 100 1 Gb port, eða undir 10 port per 10 Gb uplink), en það gerir nánast enginn.

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Þri 16. Maí 2017 15:06
af tveirmetrar
Ég væri til í að heyra fleiri skoðanir á þessu hérna.

Míla og GR lofa báðir tenginum á Vatnsendann í byrjun / mid 2018 og eins og ég skil þetta þá eru Míla að fara ódýrari leið, en miðað við það sem Alex Jones er að skrifa eru takmarkanir á báðum leiðum og þetta virðist liggja hjá fjarskiptafyrirtækjum (Símanum, Vodafone, Hringdu osfr) hvað þeir eru með marga notendur á hverri línu, sem þeir versla af GR/Mílu, og það er þá þá helsti takmarkandi þátturinn í þessu?

Er einhver hérna sem er með þetta alveg á hreinu og getur tekið þetta skref fyrir skref hvernig hvort kerfið virkar, og eru einhverjir snillingar búnir að prófa bæði? Ég hef verið að skoða að vera með báðar þjónustur virkar (Míla og GR), annað fyrir húsið og hitt fyrir stúdíó íbúðina fyrir ofan bílskúrinn. Kemst ég upp með það?

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Þri 16. Maí 2017 16:43
af wicket
Ég hef verið með bæði, einmitt til að prófa. 1Gbit hjá báðum var gott, bara eins og maður átti von á og í raun allt of mikill hraði sem maður nýtir lítið sem ekkert. Útlandahraðinn var ívið betri hjá Símanum, sérstaklega á annatímum þegar allir eru á netinu.

Ég ákvað að halda Mílu ljósinu bara útaf Sjónvarpi Símans, viðmótið hjá Vodafone ásamt gæðum og almennri virkni er bara grín miðað við IPTV hjá Símanum. Sú skoðun ásamt því að konan vildi það frekar ýtti mér í þá áttina. Netið virkar vel hjá báðum.

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Þri 16. Maí 2017 19:48
af brain
Er með bæði Vodafone 1 Gbit og Símann 1 Gbit tengt hjá mér.

Hef séð ívið betri hraða á Símanum sérstaklega á kvöldin.

Bæði sýna svipað í hraðatestum.

Re: Vodafone ljósleiðari hjá Mílu

Sent: Fim 18. Maí 2017 22:58
af Benz
tveirmetrar skrifaði:Ég væri til í að heyra fleiri skoðanir á þessu hérna.

Míla og GR lofa báðir tenginum á Vatnsendann í byrjun / mid 2018 og eins og ég skil þetta þá eru Míla að fara ódýrari leið, en miðað við það sem Alex Jones er að skrifa eru takmarkanir á báðum leiðum og þetta virðist liggja hjá fjarskiptafyrirtækjum (Símanum, Vodafone, Hringdu osfr) hvað þeir eru með marga notendur á hverri línu, sem þeir versla af GR/Mílu, og það er þá þá helsti takmarkandi þátturinn í þessu?

Er einhver hérna sem er með þetta alveg á hreinu og getur tekið þetta skref fyrir skref hvernig hvort kerfið virkar, og eru einhverjir snillingar búnir að prófa bæði? Ég hef verið að skoða að vera með báðar þjónustur virkar (Míla og GR), annað fyrir húsið og hitt fyrir stúdíó íbúðina fyrir ofan bílskúrinn. Kemst ég upp með það?


Báðir aðilar eru að skila ONTu inn til þín eftir pöntun svo að þú átt alveg að geta verið með 2 aðila, er sjálfur með ljósleiðra frá báðum inn í hús, annar kemur inn þar sem almennar lagnir koma í hús en hinn inn í gegnum bílskúrinn. Pantaðu þetta bara, snýst aðallega um innanhússlagnirnar og er ég viss um að bæði fyrirtækin eru tilbúin að aðstoða þig þar gegn því að þú kaupir af þeim þjónustu (GR beint til þín, Míla í gegnum þjónustuaðila þinn).