Síða 1 af 1

Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Lau 21. Jan 2017 00:20
af karirafn
Hvernig hraða eruð þið sem eruð með gigabit ljósleiðara að ná á usenet? Ég hef ekki séð hærra en um 32 Mb/s þrátt fyrir að prófa mismunandi servera og port. Ég næ mun meiri hraða á torrent. Getur verið að vodafone sé eitthvað að takmarka hraðann á Usenet?

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Lau 21. Jan 2017 20:21
af Dagur
Ég fæ yfirleitt 11MB/s

Ertu ekki örugglega að nota https?

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mán 23. Jan 2017 10:15
af karirafn
Ég nota SSl á öllum serverum, mér fróðari menn segja (las það einhversstaðar) að það eigi ekki að hafa nein áhrif á hraðann. Ég prófaði líka sleppa því og fann engan mun.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mán 23. Jan 2017 17:41
af axyne
hjá hverjum ertu með Usenet áskrift? ertu viss um að þú eigir að ná meiri hraða?

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mán 23. Jan 2017 20:08
af AntiTrust
Ég er með Gbit bæði hérna heima og á serverum sem ég hýsi erlendis og sé nær aldrei neitt yfir 20-30MB/s í besta falli, alveg sama hvaða provider.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Þri 24. Jan 2017 08:39
af karirafn
Ég er hjá frugal usenet og prófaði líka giganews. Giganews auglýsa alla vega "Whether you have a 10Mbps or 1000Mbps connection, our Usenet servers will max out your connection." Þetta er svo sem alveg nóg fyrir mig. Var bara að spá hvort þetta gæti verið betra og hvort aðrir væru að ná meiri hraða.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Þri 24. Jan 2017 13:27
af dori
Þetta hefur líklega meira með eitthvað hámark sem internetveitan þín setur á þig og traffíkina þína yfir sjóstrenginn heldur en hámarkið hjá Usenet þjónustunni.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Þri 31. Jan 2017 00:52
af Kull
Ég er hjá Vodafone og nota Giganews og er að ná um 60MBps venjulega.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Þri 31. Jan 2017 15:32
af karirafn
Þurftirðu að breyta einhverjum stillingum? Hvaða client ertu að nota? Náðirðu þessum hraða frá upphafi?

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Þri 31. Jan 2017 23:35
af Kull
Nei, engu breytt. Er að nota Newsbin. Já, hef náð þessu eftir að ég fékk 1 gibabit, var að vísu að ná um 50MBps þegar ég var með 500 megabit þannig að þetta var engin sérstök hraða aukning.

Ég með besta planið hjá Giganews þannig að ég fæ 50 connections, gæti munað um það.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mið 01. Feb 2017 16:19
af GuðjónR
Í hvað notiði Usenet? Porn? :dead

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mið 01. Feb 2017 16:31
af AntiTrust
GuðjónR skrifaði:Í hvað notiði Usenet? Porn? :dead


Bara í staðinn fyrir torrent. Meira úrval og meiri hraði og sækir af server, ekki frá öðrum aðilum (þarft ekki að hafa áhyggjur af MPAA böggi ef þú sækir efnið á erlendum servernum.)

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mið 01. Feb 2017 16:32
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Í hvað notiði Usenet? Porn? :dead


Bara í staðinn fyrir torrent. Meira úrval og meiri hraði og sækir af server, ekki frá öðrum aðilum (þarft ekki að hafa áhyggjur af MPAA böggi ef þú sækir efnið á erlendum servernum.)


Já er það?
Í denn þá var þetta aðalega pr0n.
Ég hélt að þetta væri dautt fyrirbæri.

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Mið 01. Feb 2017 17:19
af hfwf
MPAA böggi, fliss ertu alltaf að lenda í því :=)

Re: Usenet hraði á gigabit ljósleiðara

Sent: Fös 03. Feb 2017 13:06
af Dagur
karirafn skrifaði:Ég nota SSl á öllum serverum, mér fróðari menn segja (las það einhversstaðar) að það eigi ekki að hafa nein áhrif á hraðann. Ég prófaði líka sleppa því og fann engan mun.


Það skipti máli fyrir nokkrum árum. Mig grunar að vodafone hafi verið með throttling á þeim tíma.