Síða 1 af 1

Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 15. Jan 2017 16:06
af ingiragnarsson
Sælir

Hefur einhver hér reynslu af Airfiber frá Ubiquiti, Hef ekki þolimæði að bíða eftir ljósleiðara í sveitina (rek ferðaþjónustu þar) og vantar almennilegt netsamband.
Get komist í ljósleiðara í ca 8km sjónlínufjarlægð.

Hvaða fyrirtæki hér á klakanum ætli sé með bestu reynsluna í svona loftsendingum?

kv
Ingi

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 15. Jan 2017 16:24
af arons4
Hef sett svona upp, virkaði mjög vel en ekki nema ca 300m fjarlægð.

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 15. Jan 2017 16:27
af emmi
Getur athugað með Tölvur og Net, heyrði að þeir hefðu sett upp einhvern svipaðan búnað útá landi sem á að draga allt að 15km.

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 15. Jan 2017 16:29
af depill
Kannast ekki við Airfiber, en þetta er töluvert notað í USA og margir WISPar tala vel um þetta.

Icecom eru samt búin að gera þetta sem þú ert að biðja um margt oft, sérhæfa sig soldið í þessu. Spurning að heyra í þeim.

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 15. Jan 2017 17:17
af slapi
Bara fyrir forvitni ertu búinn að reikna eitthvað út hvað þetta kostar sirka að koma upp 500-1300mbps sambandi?
Er með svipað project á næsta ári

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 15. Jan 2017 19:20
af russi
depill skrifaði:Kannast ekki við Airfiber, en þetta er töluvert notað í USA og margir WISPar tala vel um þetta.

Icecom eru samt búin að gera þetta sem þú ert að biðja um margt oft, sérhæfa sig soldið í þessu. Spurning að heyra í þeim.


Fyrsta spurning: hvar ertu staðsettur á landinu, það er nokkrir með tilbúnar þjónustur handa þér.
Önnur spurning: er sjónlína á milli þín og þar sem upptaka ljósleiðarans er?
Það er rétt að IceCom hafa sérhæft sig í þessu og eru líklega með bestu reynsluna í þessu, kannski aðeins litað þar sem ég er starfsmaður þar, getur hent á mig einkaskilaboðum með kröfum og ég get veitt þér upplýsingar og bent þér á búnað.

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 16. Jan 2017 03:44
af ingiragnarsson
slapi skrifaði:Bara fyrir forvitni ertu búinn að reikna eitthvað út hvað þetta kostar sirka að koma upp 500-1300mbps sambandi?
Er með svipað project á næsta ári


https://www.ubnt.com/airfiber/airfiber5/

Þessir eru á ca 260þkall parið komið heim frá Bretlandi, eiga að vera með 100km drægni, svo anskotinn hafi það þá ætti þetta að duga fyrir 8km...
Annar kostnaður er svo þessi hefbundin uppsetning og ljósleiðaratenging.

russi skrifaði:
depill skrifaði:Kannast ekki við Airfiber, en þetta er töluvert notað í USA og margir WISPar tala vel um þetta.

Icecom eru samt búin að gera þetta sem þú ert að biðja um margt oft, sérhæfa sig soldið í þessu. Spurning að heyra í þeim.


Fyrsta spurning: hvar ertu staðsettur á landinu, það er nokkrir með tilbúnar þjónustur handa þér.
Önnur spurning: er sjónlína á milli þín og þar sem upptaka ljósleiðarans er?
Það er rétt að IceCom hafa sérhæft sig í þessu og eru líklega með bestu reynsluna í þessu, kannski aðeins litað þar sem ég er starfsmaður þar, getur hent á mig einkaskilaboðum með kröfum og ég get veitt þér upplýsingar og bent þér á búnað.


Ég er við Djúpavog, og það er sjónlína á milli mín og ljósleiðaratenginar, ég held að IceCom séu með sendi þarna fyrir fiskeldið.... sendi þér skilaboð :)

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 16. Jan 2017 07:52
af DJOli

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 16. Jan 2017 20:42
af icemoto
Ég bjó til búnað til að senda 4g um 2 km. Notaðist við Nanobeam og svínvirkar.

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 16. Jan 2017 21:19
af roadwarrior

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 22. Jan 2017 18:18
af ingiragnarsson
roadwarrior skrifaði:http://www.tp-link.com/en/products/details/cat-37_CPE510.html
Kostar ekki mikið. Dregur 15km+ :sleezyjoe


Hefurðu einhverja reynslu af þessum, er nú að spá í að panta svona bara til að prufa :)

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Sun 22. Jan 2017 19:24
af russi
ingiragnarsson skrifaði:
roadwarrior skrifaði:http://www.tp-link.com/en/products/details/cat-37_CPE510.html
Kostar ekki mikið. Dregur 15km+ :sleezyjoe


Hefurðu einhverja reynslu af þessum, er nú að spá í að panta svona bara til að prufa :)


Hafðu í huga að þetta er auglýst sem PoE, þá er þetta á 24V en ekki 48V eins og PoE er. Það kemur með þessu adaptor sem kemur 24V í gegnum Ethernet.

Líklega ertu að ná um 150Mbit í sithvora áttina á þessu, það er skilgreiningin á 300Mbit á svona græjum oftast

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 23. Jan 2017 09:42
af Geronto
ingiragnarsson skrifaði:
roadwarrior skrifaði:http://www.tp-link.com/en/products/details/cat-37_CPE510.html
Kostar ekki mikið. Dregur 15km+ :sleezyjoe


Hefurðu einhverja reynslu af þessum, er nú að spá í að panta svona bara til að prufa :)


Hahaha vá hef ekki mikla trú á þessu, þetta er eiginlega of gott til að vera satt, kostar 15k komið til landsins af Amazon

Edit: Samt mjög góð og jákvæð umæli á Amazon þannig að þetta gæti verið worth the shot ;)

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 23. Jan 2017 15:29
af Perks
Með vörum frá Ubiquity þá geturu séð hvað virkar hjá þér með https://airlink.ubnt.com/#/

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 23. Jan 2017 19:57
af roadwarrior
ingiragnarsson skrifaði:
roadwarrior skrifaði:http://www.tp-link.com/en/products/details/cat-37_CPE510.html
Kostar ekki mikið. Dregur 15km+ :sleezyjoe


Hefurðu einhverja reynslu af þessum, er nú að spá í að panta svona bara til að prufa :)


Er með svona svipaðan búnað, reyndar ekki langt á milli þar sem ég nota þetta (150mtr) :) en þetta dugar vel. Er að nota þetta milli fjárhúsa og íbúðarhúss og hef verið að nota þetta aðalega um sauðburð til að stytta mér stundir á næturvöktunum. Verslaði minn búnað hjá Computer.is á sínum tíma en þetta fæst ekki lengur þar. Þeir töluðu reyndar um að það væru einhverjir að nota svona búnað til að dreifa interneti hér á landi. Einnig er möguleiki fyrir þig að tala við 365 eða jafnvel versla búnaðinn sem þeir nota hjá 365 fyrir loftlínuna sína (Emax) beint. Sá búnaður er frá fyrirtæki sem heitir Mikrotik http://www.mikrotik.com/
Sá búnaður er ekki svo dýr að ég held :baby

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Mán 23. Jan 2017 21:52
af Icarus
Við höfum notað þetta töluvert í Hringiðunni og sett þetta upp, meðal annars til að tengja húsaþyrpingar saman eða koma netsambandi á staði sem ættu annars ekki kost á sambandi.

Unifi er mjög gott.

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Þri 24. Jan 2017 00:14
af ingiragnarsson
Icarus skrifaði:Við höfum notað þetta töluvert í Hringiðunni og sett þetta upp, meðal annars til að tengja húsaþyrpingar saman eða koma netsambandi á staði sem ættu annars ekki kost á sambandi.

Unifi er mjög gott.


Græjið þið þá bara ekki svona fyrir mig og eg kaupi net af ykkur :D

Re: Unifi airfiber sendar

Sent: Þri 24. Jan 2017 13:33
af Icarus
ingiragnarsson skrifaði:
Icarus skrifaði:Við höfum notað þetta töluvert í Hringiðunni og sett þetta upp, meðal annars til að tengja húsaþyrpingar saman eða koma netsambandi á staði sem ættu annars ekki kost á sambandi.

Unifi er mjög gott.


Græjið þið þá bara ekki svona fyrir mig og eg kaupi net af ykkur :D


Alltaf tilbúnir að skoða, henti á mig línu á ingvar@hringidan.is með aðeins nákvæmara info og við sjáum hvort það sé ekki hægt að púsla einhverju sniðugu saman :happy