Síða 1 af 1
Öryggiskerfi tenging
Sent: Sun 08. Jan 2017 15:51
af joker
Fyrir nokkru síðan var sett upp öryggiskerfi frá Öryggismiðstöðinni hjá mér. (Er með heimasíma um ljósleiðara box ) Nú hefur komið fyrir að kerfið sé að reyna að hringja út þegar verið er að nota heimasímann með tilheyrandi truflunum.
Nú spyr ég ykkur kæru vaktarar: Er hægt að fá einhvern búnað til þess að koma í veg fyrir þetta?
Re: Öryggiskerfi tenging
Sent: Sun 08. Jan 2017 22:25
af dori
Er ekki hægt að láta öryggiskerfið nota GSM?
Re: Öryggiskerfi tenging
Sent: Sun 08. Jan 2017 22:35
af russi
Öryggiskerfið þitt gæti þurft stillingu.
Öryggiskerfi eiga það til að vera stillt þannig að það hringi reglulega í stjórnstöð og láti vita af sér, það er alger óþarfi að það láti vita af sér þegar það er í Home-mode nema eitthvað hafi komið uppá, t.d. ef það flóðskynjari tengdur við það og hann verður var við leka eða ýtt er á öryggishnapp.
Oft eru tæknimenn ekki að eiga við default stillingar á þessum stöðvum og því er það hringja inn oftar en þörf er á, þú ættir að kanna það og ef þetta er málið, biðja um endurstillingu.
Jú það eru til GSM-einingar sem hægt er að tengja við Öryggikerfi, sum kerfi hafa GSM möguleika og þá um líð SIM-korta rauf, önnur hafa kannski bara landlínu möguleika, þá er sett GSM-tæki sem líkir eftir þessu og hefur t.d. símalínu tengi á sér. Oft notað í sumarbústöðum t.d.
Re: Öryggiskerfi tenging
Sent: Sun 08. Jan 2017 23:37
af joker
Takk kærlega fyrir þetta. Ég ætla að heyra í þeim. Svo væri skynsamlegt að skoða GSM dæmið.
Re: Öryggiskerfi tenging
Sent: Mán 09. Jan 2017 14:26
af rattlehead
Yffirleitt á hefðbundinni analog línu er reynt að hafa öryggiskerfin á forgang yfir heimasímann. Með lósleiðarann koma truflanir í símtölum þegar öryggiskerfið framkvæmir línuprófun sem er yfirleitt í flestum tilfellum einu sinni á sólarhring eða þegar öryggiskerfið þarf að senda boð. Annars notar það ekki línuna þess á milli
Re: Öryggiskerfi tenging
Sent: Mán 09. Jan 2017 18:55
af Hizzman
Uppfinningamaðurinn Óskar er löngu búinn finna lausnina!
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1614787
Re: Öryggiskerfi tenging
Sent: Mán 09. Jan 2017 19:17
af Skari
Ef ég fengi mér kerfi þá myndi ég eflaust fá mér með gsm eða í gegnum android app
Það er bara rangt að það sé reynt að hafa öryggiskerfið sem forgang yfir heimasímann, það getur oft leitt til auka vinnu sem þeir í gangsetningu gera ekki.
Til þess að það myndi virka þyrftiru að fína góða staðsetningu fyrir stjórnstöðina, að símalínan sem kæmi frá inntakinu færi fyrst í stjórnstöðina og þaðan í alla aðra símatengla, það er eina leiðin til að öryggiskerfið slíti sambandi.
Flestum heimakerfum er það þannig að nóg er að hringja í heimanúmerið til að halda línunni uppteknri svo það nái ekki að hringja út svo ef ég yrði með kerfi á heimalínu þá mætti það aldrei vera á einhverri símaskrá