Ljósnet og hraði á erlendu downloadi


Höfundur
krizroyale
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 00:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf krizroyale » Þri 20. Des 2016 21:25

Hæhæ,

ég er með ljósnet frá Vodafone og er búinn að vera í vandræðum með að streymi hjá mér eru að lagga og sífellt að bufferast svo ég fór að gera einhver test á speedtest.net.

Ég fæ alveg 80-90 Mbps á innlendu þjónana sem er fínt (og upload á 25Mbps)
Á erlendu þjónana var ég yfirleitt að fá frá 5-20 Mbps og lang oftast lægra en 8.
Athyglisvert var samt að ég fékk eiginlega alltaf 25Mbps í upload.

Félagi minn er með ljósleiðara frá Vodafone og hann var að fá miklu hærri tölur, nálægt innanlands tölunum til útlanda (þó eitthvað hægar til USA).

Ég prófaði að hafa samband við Vodafone og þeir höfðu engin góð svör önnur en að þetta væru bara einhverjar routing tables sem þyrfti kannski að skoða.

Finnst ykkur þetta eðlilegt?



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf ZiRiuS » Þri 20. Des 2016 21:46

Hvað ertu með í upload í stillingunum í OBS/XSplit?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Höfundur
krizroyale
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 00:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf krizroyale » Þri 20. Des 2016 23:07

Æ, sorry. Ég er að tala um þegar ég er að horfa á önnur streymi.
Ég er ekki að senda út.
Basically bara download hraða.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf ZiRiuS » Þri 20. Des 2016 23:48

Þú eða einhver á heimilinu er ekki að dl einhverju á meðan? Það laggar streams hjá mér (er á ljósneti). Ertu líka búinn að prófa að restarta routernum?



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Höfundur
krizroyale
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 00:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf krizroyale » Þri 20. Des 2016 23:57

Það er ekkert svoleiðis í gangi.
Hef prófað að restarta router nokkrum sinnum.
Þetta virðist nefnilega vera fínt samband frá mér yfir á íslensku serverana en alveg glatað til útlanda.



Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 417
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Reputation: 32
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf Nitruz » Mið 21. Des 2016 09:52

Er með ljósnet hjá voda, sama sagan hjá mér. 10-20Mbs dl á erlendum og 15-25Mbp ul.
Sérstaklega slæmt á háanna tíma eftir kvöldmat. Þarf að buffera á youtube :/



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf emmi » Mið 21. Des 2016 11:39

Ekkert hökt eða vesin hjá Símafélaginu.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf ZiRiuS » Mið 21. Des 2016 13:52

Ég er hjá Hringdu og lenti tímabundið í svipuðu veseni en það hefur lagast. Hvernig er hraðinn hjá þér til Evrópu (London, Stocholm, París, Berlín, Amsterdam?)

Ég er með 100/50 ljósnet btw.

Hérna er mitt til samanburðar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf mort » Mið 21. Des 2016 16:12

Við erum að vinna hörðum höndum að færa allt xDSL yfir á nýjar kjarnanóður, klárum vonandi fyrstu vikuna í Jan. Þetta er klárlega vandamál hjá sumum xDSL notendum hjá okkur. Lögum þetta ASAP!

það hefur hugsanlega vantað upplýsingar til þjónustuvers um þetta vandamál, komum þessu til skila.


- Mort
Burðarnet Voda


---


Höfundur
krizroyale
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 00:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf krizroyale » Mið 21. Des 2016 17:26

Bestu fréttir sem ég er búinn að heyra í dag!




tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf tar » Fim 22. Des 2016 02:09

Jesús minn, "ljósnet". Glæpsamlega mikið kjaftæði sem MÍLA fann upp. +
Blóðmjólka fáránlega hátt línugjald fyrir 40+ ára gamalt kopar drasl.
Það þarf að klára að tengja alla íbúa þessa lands við LJÓSLEIÐARA!!! Heyr heyr!
Alfredo "vissi" hvað hann var að gera þegar hann veðjaði á ljósið skömmu eftir aldamót! Framsókn best!




Benz
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf Benz » Fim 12. Jan 2017 00:20

tar skrifaði:Jesús minn, "ljósnet". Glæpsamlega mikið kjaftæði sem MÍLA fann upp. +
Blóðmjólka fáránlega hátt línugjald fyrir 40+ ára gamalt kopar drasl.
Það þarf að klára að tengja alla íbúa þessa lands við LJÓSLEIÐARA!!! Heyr heyr!
Alfredo "vissi" hvað hann var að gera þegar hann veðjaði á ljósið skömmu eftir aldamót! Framsókn best!


Verð nú að taka aðeins upp hanskann hér fyrir Mílu úr því enginn hjá þeim gerir það :-k
Þú borgar líka línugjald fyrir ljósleiðara og notar einnig kopar til þess að tengjast honum, það er kopar í innanhússlögnunum ;)
Munurinn á t.d. Mílu og Gagnaveitunni að Míla má ekki selja einstaklingum þjónustu á meðan Gagnaveitan rukkar einstaklinga beint fyrir línugjaldið.

Míla fann ekki upp á ljósnetinu, var ekki þjónusta hjá Mílu þegar þessi þjónusta "var fundinn upp".
Ljósnet er íslenskt heiti yfir Fiber to the curb/cabinet og kemur nafngiftin frá einum fróðasta fjarskiptaverkfræðingi Íslands, sem vann þá hjá Símanum.
Erlendis er þetta markaðssett með sambærilegum hætti enda klárlega þjónusta yfir ljósleiðara að hluta til og veit ég ekki til þess að Míla hafi nokkurn tímann verið að fela það.
Hér er ágæt útskýring á því hvernig Fiber to the curb/cabinet (FTTC / ljósnet) vs Fiber to the home (FTTH / ljósleiðari):
Mynd
Eins og sjá má á myndinni þá er, í öllu tilfellum, reiknað með notkun koparstrengja enda sjaldgæft að tölvur séu með "ljósleiðaranetkorti".
Frá ONT (ljósbreytu) yfir í router er nánast alltaf koparstrengur nema ef routerinn sé með innbyggða ljósbreytu sem er sjaldnast nema hjá fyrirtækjatengingum enda fjandi dýr búnaður.

Þetta "40+ ára gamla kopar drasl" - eins og þú kallar það - virkar bara enn og mun gera áfram á meðan enn er hægt að auka bandvíddina þar (s.s. með G.Fast þar sem hraðinn er frá 150Mb/s upp í 1Gb/s yfir "gamla kopardraslið".
Veit um dæmi hjá fyrirtæki í 101 Reykjavík þar sem eldgamall kopar (símalögn líklega frá því fyrir seinni heimstyrjöld) er í notkun á 100+ Mb/s, toppaðu það :megasmile

Varðandi ljósleiðaravæðingu landsins þá er það rétt, það er verkefni sem mætti alveg flýta en er gríðarlega dýrt. Ekki hægt að leggja það á herðar t.d. einkafyrirtækis eins og Mílu án aðkomu ríkissjóðs.
Alfreð var örugglega fínn gaur en átti það til að týna sér í pólitískum leikjum sem hafa kostað skattborgara í Reykjavík, sem og aðra eigendur Orkuveitunnar, drjúgan skildinginn. Hvað Orkuveitan var búinn að eyða í Línu.nets ævintýrið, sem gat aldrei gengið upp á þeim tíma, fáum við sennilega aldrei að vita með vissu.
Síðast breytt af Benz á Fös 20. Jan 2017 10:35, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf jonsig » Fim 12. Jan 2017 08:48

tar skrifaði:Jesús minn, "ljósnet". Glæpsamlega mikið kjaftæði sem MÍLA fann upp. +
Blóðmjólka fáránlega hátt línugjald fyrir 40+ ára gamalt kopar drasl.
Það þarf að klára að tengja alla íbúa þessa lands við LJÓSLEIÐARA!!! Heyr heyr!
Alfredo "vissi" hvað hann var að gera þegar hann veðjaði á ljósið skömmu eftir aldamót! Framsókn best!


Ég kalla þá bara góða að geta notað lagnir í götunum sem eru fyrir. Þótt fiberinn geti fræðilega séð haft ótakmarkaða bandvídd þá er koparinn ennþá með þeim betri rafleiðurum sem við höfum að ráða.
Vandamálið með koparinn í götunni er hinsvegar sá að hann var upprunalega hugsaður fyrir heimasímann sem spannar nokkur kHz, meðan flest þessi gagnaskipti í dag eru í MHz, en eins og félagi okkar fyrir ofan segir er alltaf að batna tæknin með t.d. villuleiðréttingakóða.




Höfundur
krizroyale
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 00:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ljósnet og hraði á erlendu downloadi

Pósturaf krizroyale » Mið 18. Jan 2017 20:54

mort skrifaði:Við erum að vinna hörðum höndum að færa allt xDSL yfir á nýjar kjarnanóður, klárum vonandi fyrstu vikuna í Jan. Þetta er klárlega vandamál hjá sumum xDSL notendum hjá okkur. Lögum þetta ASAP!

það hefur hugsanlega vantað upplýsingar til þjónustuvers um þetta vandamál, komum þessu til skila.


- Mort
Burðarnet Voda


Jæja, núna er janúar hálfnaður og mér finnst hraðinn lítið hafa lagast.
Sýnist 7mbit/sek í download. 25 mbit/sek í upload vera standardinn með erlendu serverana.
Innlendu serverarnir alltaf 80mbit/sek eða yfir.
Þetta er því ennþá bara erlendi download hraðinn...

Er eitthvað að frétta hjá Vodafone?

/Kristjan