Besti búnaður / Milli hæða


Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Besti búnaður / Milli hæða

Pósturaf END » Lau 22. Jan 2005 15:24

Nú styttist í það að önnur tölva bætist við á heimilinu, sjá: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=7081 Þessar tölvur verða á sitt hvorri hæðinni svo nauðsynlegt verður að koma upp þráðlausu neti á milli þeirra.

Núna spyr ég hvað sé best að kaupa og hvaða búnað þurfi? Er málið að versla við Síminn eða á ég að kaupa búnaðinn annars staðar? (Ég er með ADSL tengingu frá Símanum)

Viðbætt: Auk þess að tengja þessar tölvur saman, vil ég líka tengja nokkurra ára fartölvu, sem hefur aldrei verið í stöðugri nettengingu og það vantar í hana netkort. Fartölvan er með Windows 2000 Professional en hinar eru/verða með Windows XP Pro.

Meiri viðbætur: "Samkvæmt okkar reynslu drífur hefðbundinn búnaður lítið sem ekkert á milli hæða og allt að 50 metrum innanhúss."
Þetta las ég á síðunni hjá margmiðlun: http://www2.mi.is/einstaklingar/adsl_wifi.asp
Er eitthvað til í þessu? Hvað er þá til ráða fyrir mig?
Síðast breytt af END á Sun 23. Jan 2005 12:55, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Lau 22. Jan 2005 22:24

Afhverju ekki bara að leggja cat5se kapal á milli mjög lítið mál ferð bara í húsasmiðjuna og kaupir þér kapal og endastykki og færð lánaða töng í þetta og notar smá sápu eða feiti og dregur í húsið ;)




Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Sun 23. Jan 2005 01:56

Hehe, það væri nú meira vesenið, ekki vill maður hafa snúrur liggjandi um öll gólf :wink: Hæðirnar eru vel lokaðar af (eins og tvær íbúðir) og staðurinn sem hægt væri að draga snúru á milli er amk 15 metrum frá hvorri tölvu, bæði á efri og neðri hæðinni.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 23. Jan 2005 01:57

Við bræðurnir vorum nú að draga á milli íbúða í dag ekkert mál fórum bara í gegnum aðaltöfluna annars ef þú vilt endilega þráðlaust þá mæli ég með linksys vörum.




Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Sun 23. Jan 2005 11:22

Það er ekki málið að ég vilji ekki tengja á milli með kapli ég held bara að það sé ekki hægt. Það er einn staður þar sem hægt er að leiða snúru í geng og hann er núna upptekinn fyrir tengingu við sjónvarpsloftnetið.

Hvaða Linksys búnað þarf ég að kaupa og hvar er best að kaupa?



Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1323
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Reputation: 108
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Tengdur

Pósturaf Fletch » Sun 23. Jan 2005 13:06

END skrifaði:Það er ekki málið að ég vilji ekki tengja á milli með kapli ég held bara að það sé ekki hægt. Það er einn staður þar sem hægt er að leiða snúru í geng og hann er núna upptekinn fyrir tengingu við sjónvarpsloftnetið.

Hvaða Linksys búnað þarf ég að kaupa og hvar er best að kaupa?


nærðu ekki að draga cat5 kapall með loftnetinu? rörin eru sverari en loftnetskapall, getur dregið loftnetið til baka, fest cat5 með og togað til baka

Fletch


AMD Ryzen 5700X3D * Nvidia GTX 4080s * Asus TUF mATX * 64GB DDR4
Jensbo D31* Corsair PSU1000w * MSI 32" MPG 321URX 4k OLED


Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Sun 23. Jan 2005 13:09

Það er kannski hægt Fletch, ég þekki þetta bara ekki nógu vel.

Hversu langur getur cat5 kapall verið?



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Sun 23. Jan 2005 13:19

hringum 100metrana
það nægir alveg til að fara margar hæðir þannig :)




Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Sun 23. Jan 2005 14:38

Ég held ég hafi tölvurnar báðar á sömu hæð amk til bráðabirgða og tengi kapalinn svo kannski upp í sumar. En eins og ég segi þá veit ég ekki mikið um þetta, innbyggða ADSL módemið hefur dugað mér ágætlega hingað til.

Þannig að nú spyr ég, hvaða búnað þarf ég auk kapalsins (það væri líka fínt að vita hvar sé best að kaupa :wink:) og ef ég þyrfti kapal lengri en 20 metra (hef ekki séð neinn lengri) eru þá til millistykki?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Sun 23. Jan 2005 15:13

Það er mjög erfitt að draga kaplana með hausnum í gegn. Farðu frekar í Byko/húsasmiðjuna og fáðu CAT5e kapal í réttri lengd, 2xRJ-45 tengi og fáðu lánaða töng til að klípa tengin á endana.

Ef þú ert með netið gegnum módem á annari tölvunni þá þarftu bara netkort á báðar vélarnar, svo sharearu tengingunni í Windows. Eini gallinn við það er að það þarf alltaf að vera kveikt á tölvunni með módeminu þegar þú ætlar að nota netið á hinni. Síðan þarftu Crossover kapal milli vélanna.

Ef þú ert með netið gegnum router þá þarftu (líklega) líka switch nema hann sé innbyggður inn í routerinn. Svo þarftu tvo til þrjá venjulega netkapla frá switchinum í báðar tölvurnar og í routerinn.

Hérna sérðu hvernig á að raða vírunum inn í RJ-45 endann:
Viðhengi
crossover.gif
Crossover
crossover.gif (30.5 KiB) Skoðað 1150 sinnum
straightthru.gif
Venjulegur kapall (straightthrough)
straightthru.gif (39.89 KiB) Skoðað 1150 sinnum




Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Pósturaf END » Sun 23. Jan 2005 20:25

Jahá :?

En eins og ég er búinn að segja þá ætla ég að hafa tölvurnar á sömu hæð fyrst um sinn, fer í EJS á morgun og spyr þá betur út í þetta.