Síða 1 af 1

USB 3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Sun 06. Nóv 2016 12:42
af GullMoli
Rakst á Reddit þráð þar sem verið var að ræða nýju Macbook Pro vélarnar. Þar var vísað í video hjá Apple repair snillingi á Youtube þar sem hann sýnir WiFi'ið hætta að virka í nýju vélinni þegar hann er með USB 3.0 dongle tengt í tölvuna.
https://www.youtube.com/watch?v=NYVjIjB ... u.be&t=209


Allavega, þá er þetta víst ekkert nýtt þar sem að Intel gáfu út skýrslu um þetta vandamál árið 2012 sem sjá má hér:
http://www.intel.com/content/www/us/en/ ... paper.html

Nokkur snipp úr henni:
Mynd

Mynd

Svo gera þeir tilraun með þráðlausa mús, þar sem hún virkar fínt í +60cm fjarlægð þar til USB 3.0 flakkara er stungið í samband. Í kjölfarið fer hún að lagga.


Datt í hug að ykkur þætti þetta áhugavert þar sem þetta getur auðveldlega haft áhrif á marga.

Mér skilst að þetta sé nokkuð slæmt á nýju MBP tölvunni þar sem að loftnetið er frekar nálægt þessum USB tengjum. Vissulega fer það líka eftir því hversu vel einangruð þessi dongle og snúrur eru! (USB3.0 snúrur af Aliexpress kannski varhugaverðar.. :lol:) Annars er það líka bara að nota 5GHz ef það er í boði ;)

Re: USB3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Sun 06. Nóv 2016 13:38
af Mossi
Holy Shit!

Þetta vissi ég ekki.

Mig langaði bara að þakka þér fyrir ábendinguna, afþví að þetta virðist hafa reddað ca öllu veseninu sem ég er búinn að vera með í sambandi við netið.

Re: USB 3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Lau 12. Nóv 2016 18:03
af Manager1
Nú er ég með HDD tengdan í gegnum USB3 og hef verið í vandræðum með 2.4GHz netsamband. Ef ég tengi HDD í USB2 tengi á tölvunni, myndi þá þessi truflun hætta?

Re: USB 3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Lau 12. Nóv 2016 18:57
af upg8
Er verið að lemja verkfræðingana til hlýðni hjá Apple? Ef þetta er þekkt vandamál frá 2012 þá ættu þeir að vita betur.

Það var reyndar meira en WiFi sem lét illa á nýju MacBook Pro, HDMI hökti rosalega á 720p með sama adapter og var hægt að hafa fulla upplausn á 2 öðrum PC fartölvum í gegnum USB-C. Það er því ekki hægt að treysta á að USB-C búnaður virki með nýju Apple tölvunum þó hann virki á öðrum tölvum.

Re: USB 3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Mán 14. Nóv 2016 09:39
af GullMoli
Manager1 skrifaði:Nú er ég með HDD tengdan í gegnum USB3 og hef verið í vandræðum með 2.4GHz netsamband. Ef ég tengi HDD í USB2 tengi á tölvunni, myndi þá þessi truflun hætta?


Góð pæling, þetta er ennþá USB3 snúra þótt hún sé í USB2 porti.
Þú getur athugað hvort að sambandið batni við að taka hann úr sambandi, og þá hvort það versni svo aftur við það að plögga honum í USB2 portið.

Re: USB3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Mán 14. Nóv 2016 21:11
af jonsig
Mossi skrifaði:Holy Shit!

Þetta vissi ég ekki.

Mig langaði bara að þakka þér fyrir ábendinguna, afþví að þetta virðist hafa reddað ca öllu veseninu sem ég er búinn að vera með í sambandi við netið.


Getur sett ferrite bead á usb leiðsluna hjá þér

Re: USB 3.0 getur haft áhrif á 2.4GHz WiFi

Sent: Mán 14. Nóv 2016 21:44
af Stuffz
vá fyrst klúðrar samsung Note 7 og svo þetta

voða eru þessir risar orðnir værukærir.

kannski blaðra minna í gemsann á vinnutíma :megasmile :megasmile :megasmile