Síða 1 af 1

Vandamál með að opna Port

Sent: Mið 19. Jan 2005 17:38
af Sveinn
Ég var að nota DC og allt í fínu sko, nema einn daginn hætti active að virka, hefur gert þetta nokkrum sinnum minni mig og eina sem ég þurfti að gera var að búa til portin upp á nýtt. Jæja ég prófaði að núna en það kemur alltaf svona: "undefined port 2412-2412 to ***.***.**.*" .. * = IP talan, en jæja þeir sem fatta ekki hvað vandamálið er, þá er það þetta undefined dóterí, hefur aldrei komið áður :S veit einhver hvernig ég fæ þetta til að virka?

Sent: Mið 19. Jan 2005 17:46
af Phanto
þú ert ekki að búa til port, þú ert að forwarda þeim frá routernum yfir á ip töluna þína.
Farðu bara á http://deilir.is, þar eru leiðbeiningar fyrir flesta routera

Sent: Mið 19. Jan 2005 18:27
af Sveinn
Jájá ókei ;D hehe ókei forwarda port yfir á routerinn, jæja það er ekki það sem skiptir máli en takk fyrir fróðleiksmolann..

En ég er sko búinn að fara eftir þessu og geri það alltaf, er búinn að læra þetta samt sko utanað, en já ég fór eftir þessu og þetta virkar ekki :]

Sent: Mið 19. Jan 2005 18:39
af urban
getur verið að innri ippan hjá þér hafi breyst.....

það er úr t.d. 192.168.1.10 og í kannski 192.168.1.11

Sent: Mið 19. Jan 2005 18:45
af Sveinn
Neee, eða þú veist hvort eð er hefði hún gert það, þá hefði ég hvort eð er skrifað þessa nýju :] því ég kíki alltaf fyrst á ip töluna áður en ég adda port.

Re: Vandamál með að búa til Port

Sent: Mið 19. Jan 2005 23:53
af MezzUp
Sveinn skrifaði:Jæja ég prófaði að núna en það kemur alltaf svona: "undefined port 2412-2412 to ***.***.**.*" .. * = IP talan
Hvar kemur „svona“?

Sent: Fim 20. Jan 2005 17:28
af Sveinn
Kassi sem er þarna þegar þú ert að "forwarda portunum", sérð bara þetta þegar þú addar þeim

Sent: Fim 20. Jan 2005 19:20
af MezzUp
Sveinn skrifaði:Kassi sem er þarna þegar þú ert að "forwarda portunum", sérð bara þetta þegar þú addar þeim
Maður 'addar' ekki portum!

Þessi „kassi sem er þarna“ er mimunandi eftir routerum

En ég held að enginn nenni að hjálpa þér afþví að þú gefur ekki nægar upplýsingar(t.d. segir ekki hvaða router þú ert með), og það nennir enginn að hjálpa ef að hann þarf alltaf að spyrja að öllu sem að honum dettur í hug.

Ég myndi ráðleggja þér að byrja uppá nýtt, vanda uppsetningu, málfar og upplýsingar. Ég ætla ekki að taka fram það sem ætti að koma fram, heldur skaltu nota rökvísina og finna út hvað gæti hjálpað okkur að hjálpa þér. (eða skoða eldri póstana mína og sjá hvaða upplýsingar ég hef verið að biðja menn um í svipuðum aðstæðum :))

Sent: Fim 20. Jan 2005 21:52
af gnarr
gefðu líka upp ip töluna.. annað er ruglandi. það er ekki eins og að það sé hægt að gera eitthvað við local ip töluna þína. og reyndar heldur ekki public.

Sent: Fim 20. Jan 2005 22:37
af Sveinn
Ókeim ..

Jæja þá, ég á í vandamáli að stríða með að verða active á oDc, það er forrit sem allir ættu að vita hvað er, ekki nota það en ættu að vita það er, það er öðru nafni DC++.

Ókei ég var einusinni alltaf active, en svo allt í einu einn daginn, veit ekkert afhverju, það gerðist ekkert sem gæti hafa valdið þessu, þá hætti ég að geta verið active. Jæja mér fannst þetta ekkert mál því að þetta hefur skeð áður fyrir mig, og eina sem ég gerði var að fara á http://192.168.7.1 og fara í Port Forwarding og "ekki addaði portum"(gast nú sagt hvað það heitir þá ..). Jæja ég gerði allt þar sem stendur á Deili(og ég hef áður farið eftir og virkað fínt).
Jæja og þá kemur þetta í svona hvítann glugga sem er fyrir neðan Service Port og IP Address og vinstra megin við "Add" flipann, þar get ég séð portin sem ég addaði(vá þið vitið samt alveg hvað ég meina þótt ég segji Adda). Jæja svo geri ég það sama nema stilli á UDP en hef Service Port og IP Address sama, breyti bara TCP í UDP. Síðan geri ég Add, nema það er ekki hægt því að í fyrsta skipti sem ég geri Add(þegar ég var með á TCP) þá kemur þetta í hvíta gluggann sem ég talaði um: "undefined Port 2412-2412 to 192.168.7.10". Og þegar ég reyni svo að gera sama með UDP þá kemur upp skilti sem stendur á: "Duplicate Input Data".

Ég er með GreatSpeed GS-R250S Duo router
Og fyrst þið virtust engann veginn vita hvað hvítur gluggi er og eitthvað þá ákvað ég að koma með mynd:

Sent: Fim 20. Jan 2005 22:37
af Sveinn
Jæja betra?

Sent: Fös 21. Jan 2005 08:18
af gnarr
MUN betra :)

það kallast annars að "opna port"

prófaðu að klikka á "delete all" takkann þarna. gerðu save og restartaðu routernum áður en þú heldur áfram.

svo þegar þú opnar portið, klikkaðu þá þar sem þú getur valið TCP og UDP, og veldu annaðhvort (þótt það sé default valið fyrir).

láttu okkur svo vita hvernig gengur.

Sent: Fös 21. Jan 2005 08:21
af Phanto
Á router hjá vini mínum þurfti ég alltaf að opna fyrir tvö port í einu, prufaðu að skrifa 2412 í fyrri dálkinn og 2413 í seinni

Sent: Fös 21. Jan 2005 10:13
af MezzUp
gnarr skrifaði:það kallast annars að "opna port"

Ég myndi helst nota „forwarda porti“

Sent: Fös 21. Jan 2005 10:19
af gnarr
íslensku drengur ÍSLENSKU!!

"áframsenda op"

Sent: Fös 21. Jan 2005 11:07
af MezzUp
gnarr skrifaði:íslensku drengur ÍSLENSKU!!

"áframsenda op"
Heh:

„Ertu búinn að áframsenda opið í beininum?“

Sent: Fös 21. Jan 2005 11:09
af Zkari
I can see you Guðmundur :lol: