hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með


Höfundur
hnerri
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 17:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf hnerri » Sun 11. Sep 2016 18:10

er að spá í að fá mér ljósleiðara og var að velta því fyrir mér hver er með bestu þjónustuna




Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Tonikallinn » Sun 11. Sep 2016 18:50

hnerri skrifaði:er að spá í að fá mér ljósleiðara og var að velta því fyrir mér hver er með bestu þjónustuna

væri bara best að velja eitt af fyrirtækjunum sem eru að fara að bjóða upp á 1gb net held ég



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6377
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 459
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf worghal » Sun 11. Sep 2016 18:52

bestu þjónustu hef ég fengið frá hringdu, en hann hringduegill hérna á vaktinni er algjör snillingur hvað varðar þjónustu.
en með uppitíma þá hefur hringdu staðið sig vel en ég held að vodafone séu búnir að vera hvað mest stabílir.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Tonikallinn » Sun 11. Sep 2016 18:54

worghal skrifaði:bestu þjónustu hef ég fengið frá hringdu, en hann hringduegill hérna á vaktinni er algjör snillingur hvað varðar þjónustu.
en með uppitíma þá hefur hringdu staðið sig vel en ég held að vodafone séu búnir að vera hvað mest stabílir.

Ég hef samt nú séð fullt af fólki kvarta um þegar netið dettur niður? Eða er það bara sjaldgæft?



Skjámynd

vesi
Bara að hanga
Póstar: 1523
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 132
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf vesi » Sun 11. Sep 2016 18:55

worghal skrifaði:bestu þjónustu hef ég fengið frá hringdu, en hann hringduegill hérna á vaktinni er algjör snillingur hvað varðar þjónustu.
en með uppitíma þá hefur hringdu staðið sig vel en ég held að vodafone séu búnir að vera hvað mest stabílir.


Ég er sammála með Egil hjá Hringdu, En stöðugasta net sem ég hef haft var hjá símanum.
Ég er að miða við vdsl. Get ekki sagt til um ljósleiðara.


MCTS Nov´12
Asus eeePc


Tonikallinn
Tölvutryllir
Póstar: 660
Skráði sig: Sun 12. Jún 2016 01:34
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Tonikallinn » Sun 11. Sep 2016 18:56

vesi skrifaði:
worghal skrifaði:bestu þjónustu hef ég fengið frá hringdu, en hann hringduegill hérna á vaktinni er algjör snillingur hvað varðar þjónustu.
en með uppitíma þá hefur hringdu staðið sig vel en ég held að vodafone séu búnir að vera hvað mest stabílir.


Ég er sammála með Egil hjá Hringdu, En stöðugasta net sem ég hef haft var hjá símanum.
Ég er að miða við vdsl. Get ekki sagt til um ljósleiðara.

Ég er með ljósnet símans og netið hefur ALDREI dottð út. Var einu sinni eða tvisvar bara vandamál með myndlykilinn




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Dr3dinn » Mán 12. Sep 2016 09:49

Ég persónulega finn engan mun á þessum ljósleiðaraþjónustum þessara fyrirtækja. (sem hlýtur að vera jákvætt hrós fyrir þau flest)

Maður hefur natturulega seð þessara umræður ca 100x á vaktinni með að þetta fyrirtæki er lélegt og annað er betra en í praktik se eg engan rosalegan mun a simafelaginu, hringdu og vodafone... (svo er nova/365 vs ljósnet simans)

Fyrir mér er þetta fyrst og fremst spurning um verð vs kröfur og svo að hafa nægjanlega öflugan búnað fyrir þetta.
-sérstaklega ef menn hafa þráðlaust um íbúðina, alls ekki allir sendar sem senda á fullum/ágætis styrk.
-margir flottir routerar senda ekki 100mb frá sér og ef þeir gera það þá drífa þeir ekki neitt. (þá kemur kostnaður við auka senda - AP)

Þannig prófaðu eitthvað sem þér lýst best á verð vs niðurhalskostnaður og skiptu svo bara ef þú ert óánægður :catgotmyballs
Ég er með símafélagið í dag og er mjög sáttur og hef ekki enn upplifað neitt neikvætt.(var hagstæðast að velja þá fyrir 8mánuðum sá dílanna hjá hringdu sem mér fannst spennandi en hringdu med flott verð í dag)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB

Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf rattlehead » Mán 12. Sep 2016 09:59

Hef verið hjá 365 síðan Tal rann inn í það. Hef verið sáttur þar. Nota netið bæði í síma og tölvu. Finnst æðislegt að þurfa ekki að hugsa um gagnamagn. Þar sem ég er með ótakmarkað í bæði. Það litla sem ég hef þurft að díla við Þjónustuverið hefur verið góð reynsla. Hef bæði hringt og notað netspjallið. Hef ekki ennþá misst netsamband. Keypti eiginn router bæði til að spara gjöldin og að hafa tæki sem ræður við ljósleiðarann.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2400
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf littli-Jake » Mán 12. Sep 2016 11:11

Er buinn að vera hja Hringdu í tæpt ár og er bara sáttur. Var fyrst með 50 mb ljós en var færður upp i 100mb þegar þeir breittu verðskránni sinni sem kostaði minna en 50 þegar eg tók það.
Er bara mjög sáttur. Hef einusinni lent i veseni og það var fyrir nokkrum dögum og þá var vandamálið var hjá gagnaveitunni en ekki Hringdu


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf valdij » Mán 12. Sep 2016 11:42

Persónuleg reynsla mín af Vodafone er í einu orði hræðileg á allan hátt þannig ég ráðlegg fólki eindregið frá því að vera í viðskiptum þar.
Það er búið að vera vel talað um Hringdu undanfarið og er ég sjálfur og fjölskyldan að færa allt saman frá Vodafone yfir til þeirra (Ljósleiðari). Þar er boðið upp á gott verð, ótakmarkað gagnamagn og m.v. ummæli annara hefur þjónustan þar batnað til hins betra undanfarið. Þannig það virðist vera með besta optionið atm.

Ef ég hefði möguleikinn á að fá ljósleiðara hjá Símanum myndi ég hinsvegar glaður færa mig þangað yfir. Allir þeir sem ég þekki sem eru með VDSL hjá þeim eru afar sáttir með sitt og Sjónvarp Símans er einfaldlega á öllum levelum betra en Vodafone Sjónvarpið. Hef það bara ekki í mér að fara úr 500mb ljósleiðara yfir í VDSL tengingu.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Tbot » Mán 12. Sep 2016 13:34

Var hjá Tal og er því hjá 365.

Fyrst hjá 365 var ekki allt alveg að ganga.
En með þjálfaðra fólki hefur allt verið fínt,
Notað netspjallið frekar því röðin getur verið stundum löng í þjónustusímanum

Er með 100 ljós og ótakmarkað
símarnir er á ótakmarkaða magninu og 30 gíg, sem er fínn díll fyrir mig.
Er ekki með sjónvarpspakkann

=> Sáttur með þetta og hef ekkert íhugað flutning.

Hef þó áhyggjur af þessu með Vodafone yfirtöku og hvað það gæti þýtt.

Viðbót - er með eigin router.



Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 153
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Haukursv » Mán 12. Sep 2016 16:31

Ég er hjá hringdu með 100 mb ljósleiðara og er mjög sáttur. Langar að fara færa mig í 500 mb ljósleiðara og er smá að freistast til að fara yfir til 365 vegna þess að þeir bjóða uppá aðeins betra verð, en held ég endi á að gugna á því enda eru foreldrar mínir hjá þeim og er oft eitthvað vesen með netið og hæg þjónusta.
Fíla líka rosalega að geta hent bara message á Egil á vaktinni og hann er mjög duglegur að svara manni og tjekka á hlutunum ef eitthvað er að. Þó það hafi bara verið 1x hjá mér, restin var vesen á mínum græjum en sá möguleiki vill stundum gleymast.


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf russi » Mán 12. Sep 2016 18:59

Ég er sjálfur hjá Símafélaginu, hefur aldrei slegið feilpúst, einu sinni lenti ég í sambandsleysi og kom í ljós að sú bilun var hjá GR en ekki hjá þeim.
Hraði bæði innalands og utan er mjög stöðugur. Er með boxið stillt á 500MBit en routerinn ræður nú ekki við nema um 300Mbit.

Prófaði að vera með tölvuna beintengda við á tímabili, sló ekki feilpúst þar heldur.

Helsti gallinn við þá að þeir eru ekki lengur í ódýrrari flokknum, sem þeir voru í lengi vel. En ég er sáttur og alveg til að borga nokkra auka aura fyrir þetta.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf audiophile » Mán 12. Sep 2016 19:52

Hef verið hjá Vodafone síðustu 4-5 ár og mjög ánægður.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf jonsig » Mán 12. Sep 2016 22:13

Búinn að vera hjá hringdu í nokkur ár, so far soo good.




orn
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf orn » Þri 18. Okt 2016 10:52

russi skrifaði:Helsti gallinn við þá að þeir eru ekki lengur í ódýrrari flokknum, sem þeir voru í lengi vel. En ég er sáttur og alveg til að borga nokkra auka aura fyrir þetta.


Ég er starfsmaður hjá Símafélaginu og get glatt þig með því að það eru verðlækkanir á leiðinni, að ég held í nóvember.



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf emmi » Þri 18. Okt 2016 11:04

orn skrifaði:
russi skrifaði:Helsti gallinn við þá að þeir eru ekki lengur í ódýrrari flokknum, sem þeir voru í lengi vel. En ég er sáttur og alveg til að borga nokkra auka aura fyrir þetta.


Ég er starfsmaður hjá Símafélaginu og get glatt þig með því að það eru verðlækkanir á leiðinni, að ég held í nóvember.


Ég heyrði þessa sögu líka í apríl að það ætti að lækka í byrjun júní.




orn
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf orn » Þri 18. Okt 2016 21:42

emmi skrifaði:
orn skrifaði:
russi skrifaði:Helsti gallinn við þá að þeir eru ekki lengur í ódýrrari flokknum, sem þeir voru í lengi vel. En ég er sáttur og alveg til að borga nokkra auka aura fyrir þetta.


Ég er starfsmaður hjá Símafélaginu og get glatt þig með því að það eru verðlækkanir á leiðinni, að ég held í nóvember.


Ég heyrði þessa sögu líka í apríl að það ætti að lækka í byrjun júní.

Ég veit ekki til þess að það hafi staðið til að lækka í júní, en planið hefur lengi verið að lækka. Nú er allavega komin verðskrá sem á að taka gildi mjög fljótlega. Það verður sendur út póstur á viðskiptavini fljótlega.



Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf russi » Þri 18. Okt 2016 22:54

orn skrifaði:
russi skrifaði:Helsti gallinn við þá að þeir eru ekki lengur í ódýrrari flokknum, sem þeir voru í lengi vel. En ég er sáttur og alveg til að borga nokkra auka aura fyrir þetta.


Ég er starfsmaður hjá Símafélaginu og get glatt þig með því að það eru verðlækkanir á leiðinni, að ég held í nóvember.


Góðar fréttir, enda var þessu breytt síðast í nóv 2014 ef ég man rétt, sem voru þá góð verð :D



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf chaplin » Þri 18. Okt 2016 23:23

Búinn að vera hjá Hringdu frá upphafi og aldrei fungið fyrir neinum óþægindum. En ef það er e-h, að þá er HringduEgill beintengdur (virðist vera 24/7) hér á Vaktinni og alltaf til að hjálpa.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


ulfr
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Þri 03. Feb 2015 23:37
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf ulfr » Fös 21. Okt 2016 00:26

Persónulega, Hringdu, Símafélagið eða Hringiðan. Besta persónulega þjónusta sem ég hef fundið fyrir ever. Að því sögðu, þá vinn ég hjá Hringdu og er því kannske ekki dómbær. Hef dílað við mörg fyrirtæki í gegnum ævina og finnst þessi fyrirtæki standa uppúr. Ég hef átt símtöl við bæði Vodafone og 365 útaf vandamálum sem tók allavegana eina og hálfa eilífð að leysa úr. áður en ég hóf störf hjá hringdu var mjög fínt að eiga við þá, þeir reyndu að leysa úr vandamálum eins fljótt og auðið var. Svo ég get glaður mælt með þessum þrem fyrirtækum. 365 eru algjörir bastarðar. Þeir bættu við mig fjölskyldupakkanum án minnar vitundar, fríkeypis (ég er ekki með myndlykil svo ég hafði ekkert við þetta að gera) og rukkuðu mig svo í 3 mánuði eftir á fyrir þennan fjölskyldupakka, sem ég bað ekkert um. Og sendu svo Motus á mig þegar ég neitaði að greiða. Þeim til varnaðar var allt fellt niður eftir að ég fattaði þetta og hringdi í þá. En það tók samt tvö símtöl.



Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvaða símfyrirtæki eru menn að mæla með

Pósturaf Climbatiz » Fös 21. Okt 2016 03:41

Er búinn ađ vera hjá Hringdu síđan þeir byrjuđu, er mjög sáttur viđ þá og hef sjaldan lent í vandræđum. Langađi samt ađ fara yfir í 1gbit netiđ hjá Nova sem er ađeins ódýrara en međ 1TB netnotkun á mán, nema því miđur telja þeir upphal í netnotkun sem gengur engann veginn ef mađur vill vera fá sér svona hrađa tengingu ;(


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!