Síða 1 af 1

Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 17:45
af Binni
Er að spá hvaða leiðir er verið að fara þegar kemur að netbúnaði (router/Wifi) með ljósleiðaranum?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 17:55
af GullMoli
Var með pfSense vél fyrstu árin með ljósleiðaranum. Gafst svo upp á hitanum sem fylgdi henni (samt algjör snilld og mæli klárlega með).

Fór þá í Archer C7 AC1750 router frá TP-Link. Hann hefur gert það fínt hingað til, bæði með 5Ghz og 2.4Ghz. Honum fylgir alltilagi app til að stjórna örfáum hlutum í gegnum símann.

Annars er svo hægt að flasha á hann custom ROM sem býður upp á helling af möguleikum, geri það sennilegast einhverntímann .. :D

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 18:04
af Binni
GullMoli skrifaði:Var með pfSense vél fyrstu árin með ljósleiðaranum. Gafst svo upp á hitanum sem fylgdi henni (samt algjör snilld og mæli klárlega með).

Fór þá í Archer C7 AC1750 router frá TP-Link. Hann hefur gert það fínt hingað til, bæði með 5Ghz og 2.4Ghz. Honum fylgir alltilagi app til að stjórna örfáum hlutum í gegnum símann.

Annars er svo hægt að flasha á hann custom ROM sem býður upp á helling af möguleikum, geri það sennilegast einhverntímann .. :D


Er Archer C7 AC1750 að nota tvö SSID fyrir 5GHz og 2.4GHz ?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 18:18
af chaplin
Ætlaði að fara í custom vél, en eftir smá rannsókn hugsa ég að ég endi í Ubiquiti EdgeRouter og svo AP.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 18:21
af hagur
Er með Cisco E4200 router sem hefur ekki slegið feilpúst og Ubiquity Unify access point fyrir wifi.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 18:24
af Binni
chaplin skrifaði:Ætlaði að fara í custom vél, en eftir smá rannsókn hugsa ég að ég endi í Ubiquiti EdgeRouter og svo AP.


Já ég mæli með Ubiquiti, er sjálfur með PfSense á pc vél en nota Unifi AC sendi frá Ubiquiti. Yndislegt setup sem bara virkar. Þegar pc vélin gefur sig hvenær sem það verður mun ég örugglega skoða router frá Ubiquiti.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 18:56
af chaplin
Hvernig er þetta annars með nýju Ubiquiti router-ana með SFP tengi. Er hægt að tengja framhjá ljósleiðaraboxinu og tengjast ljósinu beint? Ef ekki, þjóna ekki örugglega router-arnir þeirra sem router-ar, þeas. broadcasta DHCP?

Dæmi https://www.amazon.com/Ubiquiti-EdgeRou ... iti+router

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 19:02
af Binni
chaplin skrifaði:Hvernig er þetta annars með nýju Ubiquiti router-ana með SFP tengi. Er hægt að tengja framhjá ljósleiðaraboxinu og tengjast ljósinu beint? Ef ekki, þjóna ekki örugglega router-arnir þeirra sem router-ar, þeas. broadcasta DHCP?


Líklega ekki hægt, hugsanlega ef þú nennir að gera mál úr því. Kæmi samt ekkert á óvart að það sé eitthvað setup í endaboxinu hjá þeim sem þeir eru að nota. Ef þú ert að tala um Ubiquiti routerinn þá jú en endaboxin frá gagnaveitunni eru ekki routerar, bara endabox sem bjóða upp á eina ip-tölu út á við.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 22:21
af GullMoli
Binni skrifaði:
GullMoli skrifaði:Var með pfSense vél fyrstu árin með ljósleiðaranum. Gafst svo upp á hitanum sem fylgdi henni (samt algjör snilld og mæli klárlega með).

Fór þá í Archer C7 AC1750 router frá TP-Link. Hann hefur gert það fínt hingað til, bæði með 5Ghz og 2.4Ghz. Honum fylgir alltilagi app til að stjórna örfáum hlutum í gegnum símann.

Annars er svo hægt að flasha á hann custom ROM sem býður upp á helling af möguleikum, geri það sennilegast einhverntímann .. :D


Er Archer C7 AC1750 að nota tvö SSID fyrir 5GHz og 2.4GHz ?


Já, er það ekki alltaf þannig?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 22:50
af arons4
chaplin skrifaði:Hvernig er þetta annars með nýju Ubiquiti router-ana með SFP tengi. Er hægt að tengja framhjá ljósleiðaraboxinu og tengjast ljósinu beint? Ef ekki, þjóna ekki örugglega router-arnir þeirra sem router-ar, þeas. broadcasta DHCP?

Dæmi https://www.amazon.com/Ubiquiti-EdgeRou ... iti+router

Tæknin leyfir það örugglega en án þess að ég viti neitt um það þá hugsa ég að gagnaveitan leyfi þetta ekki. En það er hægt að fá 10/100/1000 ethernet í þessi sfp port
Mynd

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 23:12
af chaplin
Það er það sem ég er að hugsa. Ljósleiðaraboxið fyrir mér er ekkert nema hlunkur á veggnum hjá mér (first gen), til þess að uppfæra í 500/500 boxið þarf ég að greiða 18.400. Væri mjööög kátur ef ég gæti losnað við allt auka drasl og snúru og látið routerinn taka markið sem ljósleiðaraboxið á að taka. Hugsa að ég hringi á morgun í GR og fái frekari upplýsingar með þetta mál því ég veit um einstakling sem er með Cisco lausn heima hjá sér sem gerir nákvæmlega þetta.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Mán 05. Sep 2016 23:13
af Televisionary
Er með Edgerouter Lite-X (https://www.ubnt.com/edgemax/edgerouter-lite/) og 3 x TP-Link 741N AP (802.11n) sem keyra OpenWRT. Þetta bara virkar.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 01:32
af russi
chaplin skrifaði:Það er það sem ég er að hugsa. Ljósleiðaraboxið fyrir mér er ekkert nema hlunkur á veggnum hjá mér (first gen), til þess að uppfæra í 500/500 boxið þarf ég að greiða 18.400. Væri mjööög kátur ef ég gæti losnað við allt auka drasl og snúru og látið routerinn taka markið sem ljósleiðaraboxið á að taka. Hugsa að ég hringi á morgun í GR og fái frekari upplýsingar með þetta mál því ég veit um einstakling sem er með Cisco lausn heima hjá sér sem gerir nákvæmlega þetta.



Plís leyfðu okkur að fylgjast með, þetta snýst auðvitað fyrst og fremst um VLAN-stillingar. Þetta er alltaf spurning um að fá leyfi og þá um leið að þekkja réttu mennina.

T.D. var internet-Vlan hjá Vodafone VLAN 106 og fyrir Vodafone TVið var VLAN701, á ekki von að það hafi breyst, Nota bene þetta eru 3ja ára gamlar upplýsingar

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 09:03
af Blues-
Televisionary skrifaði:Er með Edgerouter Lite-X (https://www.ubnt.com/edgemax/edgerouter-lite/) og 3 x TP-Link 741N AP (802.11n) sem keyra OpenWRT. Þetta bara virkar.


Ég er líka að nota Ubiquiti Edgerouter Lite-X. Þetta er brill router, + hann er 1GIG ready þegar að það verður í boði.
Hann kostaði undir 20k frá Amazon með sendingarkostnaði.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 09:33
af Pandemic
Edgerouter Lite og Asus RT-N56U. Once you go edgerouter you never go back.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 10:27
af chaplin
@russi, ekki málið.

Þeir sem eru með EdgeRouter Lite, hafi þið kynnt ykkur nýju router-ana? Menn eru farnir að efast hvernig Ubiquiti ætlar að selja Lite router-ana eftir að þeir gáfu út nýju kynslóðina.

En mjög jákvætt að sjá hversu ánægðir allir eru með Ubiquiti, hvers vegna er þó enginn að nota AP frá Ubiquiti (Panademic, Blues-, Televisionary)? Ég sá fyrir mér að vera með PoE en skv. því sem ég kemst næst nær EdgeRouter X með 24V Passive PoE ekki að keyra AP. Getur einhver staðfesta það?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 10:37
af Pandemic
Lite routeranir eru small business routerar svo ég efast um að þeir hætti með þá. Þeir eru essentially að keppa á sama stað og CISCO ASA 5505 er núna á mörgum stöðum.
Annars er ég ekki með AP frá Ubiquiti því ég ákvað að leyfa Asus routernum mínum að vera AP þangað til hann deyr.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 10:59
af chaplin
Mér sýnist ASA 5505 kosta um $250, PPS 85.000 á meðan nýju Ubiquiti X router-arnir eru $75-90 með sömu fídusa en 1.000.000 PPS. Í raun nánast sama verð og Lite, bara á sterum.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 12:58
af Pandemic
X línan eru switchar með routing software möguleikum og eru ekki með hardware accelaration. Þó þeir séu nóg fyrir heimilisnot þá er Lite enn talsvert öflugri.

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 13:03
af chaplin
Athyglisvert, þarf að kynna mér þetta betur. Af router-um sem eru í boði frá Ubiquiti í dag, hverjum myndir þú mæla með undir $100?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 13:51
af Koppur
Pandemic skrifaði:X línan eru switchar með routing software möguleikum og eru ekki með hardware accelaration. Þó þeir séu nóg fyrir heimilisnot þá er Lite enn talsvert öflugri.


Þeir bættu við hardware acceleration fyrir ER-X í v1.8.5.
http://community.ubnt.com/t5/EdgeMAX/ERX-linespeed-performance-with-Hardware-offloading/m-p/1596003/highlight/true#M114761

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 13:56
af Televisionary
Ég keypti þessa ódýr AP frá TP-Link fyrir mörgum árum síðan og þeir kostuðu mig 450 kr. SEK og ég get ekki réttlætt að kaupa nýjan AP fyrir eitthvað sem er viðhaldsfrítt og bara virkar.

En ég setti upp Ubiquiti AP í húsi sem ég nota í UK og það hefur reynst mjög vel er með 1 AP frá þeim þar en OpenWRT á TP-Link græjunum mínum finnst mér þjálla í notkun heldur en hugbúnaðurinn frá Ub. ef ég þyrfti að kaupa nýtt inn hérna í dag myndi ég kaupa sjálfsagt 3 AP frá Ub. til að setja í húsið.

chaplin skrifaði:@russi, ekki málið.

En mjög jákvætt að sjá hversu ánægðir allir eru með Ubiquiti, hvers vegna er þó enginn að nota AP frá Ubiquiti (Panademic, Blues-, Televisionary)? Ég sá fyrir mér að vera með PoE en skv. því sem ég kemst næst nær EdgeRouter X með 24V Passive PoE ekki að keyra AP. Getur einhver staðfesta það?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 14:16
af machinefart
Jæja þessi umræða er búin að triggera einhvern losta í að kaupa þokkalegan router loksins. Ég er svolítið að horfa á archer c7 routerinn og er svona mildly interested í onhub frá google líka - ég nenni ekki í mikið flóknari lausnir en þessar, sömuleiðis má þetta líta þannig út að það sleppi að hafa þetta á borði hjá manni (sem útilokar eiginlega r7000).

Ég ætla því að freysta gæfunnar og nudga þessum þræði í örlítið aðra átt. Þekkið þið hvernig það er að taka IPTV með svona router á íslandi, er það eitthvað vesen? Mun ég kannski þurfa að fara í ljósleiðara boxið frekar fyrir svoleiðis? og já hverju mæliði með? er archerinn að verða orðinn úreltur (finnst hann pínu dýr á íslandi mv dollara verð)?

Re: Hvernig setup eru menn að nota við ljósleiðarann?

Sent: Þri 06. Sep 2016 17:05
af arons4
machinefart skrifaði:Jæja þessi umræða er búin að triggera einhvern losta í að kaupa þokkalegan router loksins. Ég er svolítið að horfa á archer c7 routerinn og er svona mildly interested í onhub frá google líka - ég nenni ekki í mikið flóknari lausnir en þessar, sömuleiðis má þetta líta þannig út að það sleppi að hafa þetta á borði hjá manni (sem útilokar eiginlega r7000).

Ég ætla því að freysta gæfunnar og nudga þessum þræði í örlítið aðra átt. Þekkið þið hvernig það er að taka IPTV með svona router á íslandi, er það eitthvað vesen? Mun ég kannski þurfa að fara í ljósleiðara boxið frekar fyrir svoleiðis? og já hverju mæliði með? er archerinn að verða orðinn úreltur (finnst hann pínu dýr á íslandi mv dollara verð)?

Örugglega lang einfaldast að fara í boxið með það, ég er sjálfur með cisco 887 á vdsl og gat fiktað mig í gegnum iptvið.