Síða 1 af 1

Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 21:36
af Siggihp
Daginn,
Ég er í smá vandræðum með drægnina í þráðlausa netinu hjá mér. Netið kemur inn í íbúð í barnaherbergi og er þrætt meðfram lista í gegnum vegg og upp á skrifborðið hjá mér þar sem snúran fer í routerinn. Úr routernum fer það í pc tölvuna mína og server á skrifborðinu og er svo þrætt undir parketlista í kringum hálfa stofuna og í media center tölvu og tilbúin snúra í afruglara líka. Þráðlausa netið næst mjög vel inní stofu, eldhúsi, barnaherbergi á móti eldhúsinu og baðherberginu. Ágætlega í barnaherberginu á ganginum, en droppar svo niður í eiginlega ekki neitt í svefnherberginu. Ég rétt næ því mín megin í rúminu, en kærastan sefur hinum megin í rúminu og hún nær því ekki. Rúmið er ca. þar sem textinn svefnherbergi er á myndinni. (sést betur á neðri myndinni)
Mynd

Hugmyndin var að nota Cisco RE-1000 extender, en það brotnaði af kælingu inní honum, sem shortaði power supply-inu svo að hann kveikir ekki á sér.
Svo þegar ég fór að pæla meira í að nota extender, þá fann ég ekki góðan stað til að setja hann. Bláu litirinir á myndinni eru innstungur og þær eru flestar á óhentugum stað eða out of range. Fékk hugdettu að tengja extender inní ljósakrónu og litaði þær því inná myndirnar, en ég er ekki alveg nógu klár í það held ég og hann gæti ofhitnað útaf ljósinu. Datt líka í hug að opna fyrir innstungu hjá slökkvurunum en það er frekar óhentugt að hafa extenderinn á miðjum vegg.
Þá datt mér í hug að bora í gegnum vegginn fyrir aftan media centerinn, þar sem græna eldingin er og setja Access Point (AP) inn í svefnherbergi þar sem 6-hyrnta stjarnan er.
Mynd

Því leita ég til ykkar vaktarar. Hvað er best að gera í þessari stöðu?

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 21:43
af hagur
Hvað með að bora í gegnum stofuvegginn þar sem innstungan er og yfir í herbergisganginn og leiða rafmagn þar í gegn og hafa extenderinn þar á veggnum? Þá ættirðu að vera kominn með gott WIFI coverage þeim megin við stofuvegginn líka.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 21:55
af Cikster
Hinn möguleikinn væri að færa routerinn að sjónvarpinu. Þá er þráðlausa staðsett mun nær miðri íbúð og ætti að ná vel útum alla íbúð (nema mögulega í þvottahúsinu). Getur þá notað hinn kapalin tilbaka að Server/pc borðinu og sett lítinn/ódýran switch þar.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 21:59
af jonsig
Fá þér powerline plug ?

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 22:12
af lukkuláki
Þarft örugglega ekkert að spá í þessu ef þú kaupir þér alvöru router og hættir að nota ruslið sem isp lætur þig fá.
Ég er í 120 fermetrum á 2 hæðum og er með flott samband allsstaðar
Var samt ekkert að gera konuna brjálaða með því að kaupa eitthvað fokdýrt, þessi dugar okkur vel.

http://www.elko.is/elko/is/vorur/Netbun ... _R6250.ecp

http://www.trustedreviews.com/netgear-r ... ter-review

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 23:13
af Siggihp
Ég á einn svona Asus router http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router
Routerinn sem ég er með frá símanum er svona https://www.siminn.is/adstod/internet/t ... -tg789vac/ og ég taldi mig neyddan til að nota hann því að snúran úr veggnum er ekki cat-5 heldur mjó venjuleg símasnúra.

Ég er búinn að pæla í svona powerline plug líka, en þarf það ekki að tengjast beint vegg í vegg? Og gengur það alveg í fjölbýlishúsi?

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Fös 12. Ágú 2016 23:43
af hagur
Siggihp skrifaði:Ég á einn svona Asus router http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router
Routerinn sem ég er með frá símanum er svona https://www.siminn.is/adstod/internet/t ... -tg789vac/ og ég taldi mig neyddan til að nota hann því að snúran úr veggnum er ekki cat-5 heldur mjó venjuleg símasnúra.


Þú getur slökkt á WIFI-inu í símarouternum og notað hann bara sem modem/router. Svo geturðu notað einhvern annan router sem WIFI access point.

Siggihp skrifaði:Ég er búinn að pæla í svona powerline plug líka, en þarf það ekki að tengjast beint vegg í vegg? Og gengur það alveg í fjölbýlishúsi?


Powerline virkar alveg í fjölbýlishúsum.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Lau 13. Ágú 2016 00:15
af Hjaltiatla
FYI: Ég á þessa týpu af Powerline:Linkur! sem ég er ekki að nota.
Færð þetta á 6500 kr hjá mér ef þú villt (notaði þetta í sirka mánuð þar til ég snúrutengdi allt heimilið).

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 10:41
af HringduEgill
hagur skrifaði:
Siggihp skrifaði:Ég á einn svona Asus router http://tl.is/product/asus-rt-n56u-router
Routerinn sem ég er með frá símanum er svona https://www.siminn.is/adstod/internet/t ... -tg789vac/ og ég taldi mig neyddan til að nota hann því að snúran úr veggnum er ekki cat-5 heldur mjó venjuleg símasnúra.


Þú getur slökkt á WIFI-inu í símarouternum og notað hann bara sem modem/router. Svo geturðu notað einhvern annan router sem WIFI access point.

Siggihp skrifaði:Ég er búinn að pæla í svona powerline plug líka, en þarf það ekki að tengjast beint vegg í vegg? Og gengur það alveg í fjölbýlishúsi?


Powerline virkar alveg í fjölbýlishúsum.


Powerline þarf að tengjast beint í innstungu í vegg - má ekki fara í fjöltengi.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 12:41
af Urri
Þú getur líka verið með extender sem er POE þ.e.a.s. power over ethernet og þarft þá EKKI innstungu fyrir hann.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 12:51
af chaplin

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 20:57
af Hrotti
Þú setur asus routerinn við sjónvarpið og notar wifi- á honum, slekkur á síma draslinu. þannig er öllu reddað án þess að kaupa neitt.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 21:49
af Icarus
Er routerinn klesstur upp við vegginn? Getur oft munað að færa hann aðeins frá veggnum, sá rosalegan mun hjá mér þegar ég færði inn 20sm framar.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 22:01
af russi
Sama hvað þú gerir, hafðu þá allavega AP ekki inni í neinu svefnherbergi. Það hefur áhrif á þig og konuna. Finnið líklega ekki mikið fyrir því en munt samt finna eitthvað fyrir því, verður svoldið þyngri á þér á morgnana og slík leiðindi.

Annars held ég að það sé best fyrir þig að færa routerinn að MediaCenter og leysa málið með switch og auka cat streng

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 22:40
af Hrotti
russi skrifaði:Sama hvað þú gerir, hafðu þá allavega AP ekki inni í neinu svefnherbergi. Það hefur áhrif á þig og konuna. Finnið líklega ekki mikið fyrir því en munt samt finna eitthvað fyrir því, verður svoldið þyngri á þér á morgnana og slík leiðindi.


Er þetta eitthvað nýtt eða bara pseudo science kjaftæði?

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 23:12
af russi
illuminati,,, það er alltaf illuminati.

Nei þetta er ekki nýtt, hef rekist á þetta nokkrum sinnum hjá fólki sem ég hef verið setja búnað upp.
Ein saga: Það var einn kúnni bara að spjalla við mig um daginn og veginn og þá barst það í tal að dóttir hans, sem þá var 11-12 ára, væri alltaf svo slöpp á morgnana. Ekki veik eða slíkt, heldur bara svona frekar þung á sér. Síðan kom það í ljós síðar í spjallinu að routerinn fyrir heimilið var staðsettur inni hjá henni, ég benti honum á að færa hann og athuga málið allavega. Þetta gæti kannski hjálpað. Heyrði svo í honum nokkrum vikum síðar og spurði útí málið og stelpan hans var ekki lengur þung eftir að routerinn var færður, það sást munur á henni fljótlega eftir að router var færður og hún talaði um það sjálf.

Það er auðvitað í valdi hvers og eins að trúa á svona, en stöðugar rafsegulbylgjur sem dynja á manni í nærsviði, þessu tilfelli WiFi sendis, gera fáum gott.

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Mán 15. Ágú 2016 23:19
af CendenZ
Hrotti skrifaði:Þú setur asus routerinn við sjónvarpið og notar wifi- á honum, slekkur á síma draslinu. þannig er öllu reddað án þess að kaupa neitt.


Deilt

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Þri 16. Ágú 2016 20:44
af Siggihp
CendenZ skrifaði:
Hrotti skrifaði:Þú setur asus routerinn við sjónvarpið og notar wifi- á honum, slekkur á síma draslinu. þannig er öllu reddað án þess að kaupa neitt.


Deilt


Oki, ég prófaði þetta og netið af asus routernum drífur í gegnum vegginn og gefur sæmilegt net inní svefnherbergi, en frekar slappt í eldhúsinu.

Get ég ekki haft kveikt á símarouternum og látið hann vera main router og asus access point á hann og hef þá á sama network nafni?

Re: Þráðlaust net í alla íbúðina

Sent: Þri 16. Ágú 2016 23:04
af russi
Jú það er hægt, gæti jafnvel komið betur út að hafa sitthvort nafnið, Þú verður eiginlega að finna útúr því.
Tækin eiga að skipta yfir á þann sendi sem er bestur hverju sinni sjálfvirkt, það er bara ekki alltaf þannig.

Gætir reyndar prófað eitt með að hafa sama nafnið á þeim, það er að draga úr sendistyrknum á öðrum þeirra eða jafnvel báðum. Þarft bara að finna út jafnvægi sem entar öllum tækjum sem eru í notkun.