Síða 1 af 1
Spyware - hvað er best
Sent: Mán 08. Ágú 2016 20:19
af semper
Hér er einn að skilja við konuna, og þarf að fylgjast með framhjáhaldi og öðru misjöfnu. Hef aðgang að tölvunni hennar, þannig að skella Spyware upp er minnsta mál. Hvað mæla menn með í þessum efnum? Er nokkuð forrit sem installar á síma ef hann er tengdur við tölvuna, það væri auðvitað frábært, en ég hef ekki séð neinar umræður um það.
Re: Spyware - hvað er best
Sent: Mán 08. Ágú 2016 21:43
af asgeirbjarnason
Held að besta spywareið sé skortur af spywarei. Það hefur líka kostinn að brjóta ekki lögin og að vera ekki fáránlega siðferðislega dubious.
Re: Spyware - hvað er best
Sent: Mán 08. Ágú 2016 23:07
af reyniraron
Sá þennan póst, hugsaði „þetta er fyndinn titill, það er eins og hann sé að spyrja um hvaða spyware sé best“ og datt ekki annað í hug en að það væri verið að spyrja um anti-spyware. Svo las ég póstinn. Not cool.
Re: Spyware - hvað er best
Sent: Þri 09. Ágú 2016 05:09
af semper
Ok guys, my bad. Stundum þegar manni finnst gróflega brotið á sér, þá fer siðferðiskenndin á skjön í leiðinni. Tek þetta til mín og þakka hreinskilnina
Re: Spyware - hvað er best
Sent: Þri 09. Ágú 2016 10:15
af wicket
Tekur bara the high road. Ólöglegar persónunjósnir munu ekkert hjálpa þér.
Best fyrir þig að klára skilnaðinn sem fyrst, hugsa um sjálfan þig og börn ef þau eru í spilunum og halda lífinu áfram. Shit happens, það er glatað, það getur verið erfitt en hafðu siðferðislega yfirhönd alltaf. Skömmin er hennar að halda framhjá þér ef það gerðist, ekki fara niður á sama plan
Gangi þér vel.