Síða 1 af 1
Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 15:28
af GuðjónR
Maður spyr sig...
Ótrúlega mörg og gróf innbrot nákvæmlega þarna.
http://www.visir.is/velta-fyrir-ser-skr ... 6160809612
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 15:30
af Klemmi
Spurning um að skella upp svona typpum eins og eru niðrí miðbæ, sem að bílar komast ekki á milli?
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 15:34
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:Spurning um að skella upp svona typpum eins og eru niðrí miðbæ, sem að bílar komast ekki á milli?
Efast stórlega um að það myndi duga til, þeir myndu líklegast stela jarðýtu og fara í gegn.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 15:41
af worghal
ég held að staðsetningin spili stórt hlutverk í þessu.
þarna er búð sem er stút full af dýrum varningi sem er auðvelt að koma undan og jafnvel að koma í verð sem er úr alfaraleið og með lítilli til engri umferð á næturnar.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 16:09
af Moldvarpan
Bara setja upp stál eða steypu typpi eins og er notað víða. Problem solved.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 16:11
af svanur08
Stál rimla sem lokast saman.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 18:34
af nidur
Og alltaf fer þessi ofnalögn, og veldur vatnstjóni
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 18:50
af GuðjónR
nidur skrifaði:Og alltaf fer þessi ofnalögn, og veldur vatnstjóni
Það verður að fá eitthvað út úr þessum fjandans tryggingarfélögum maður.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 19:34
af Hnykill
þetta er klárlega staðsetningin þar sem lítið er um umgang á næturna. besta sem þeir gætu gert er að skipta um húsnæði þar sem það er meira eftirlit.
Mikið af verðmætum, lengst úti rassgati, langt í svar lögreglu. og allt gómsæta dótið til sýnis í gegnum 8mm glers.
common ..auðvitað ræðst fólk á svona.
Hví ekki fjárfesta í betra húsnæði frekar en að byrnverja búðina ? ..
Já vá ég man það núna.. ég var í RVK síðasta sumar, skrapp til ykkar. það kom mér á óvart hví þið væruð í þessu iðnaðarhverfi.. shit..
Já og í guðana bænum ekki selja fleiri fjölfötluð skjákort frá 3d-chill eða hvað þetta var kallað.. þetta er ekkert annað en fullt af viftum að blása niður á kæli unit sem hafa enga leið að skila frá sér hita.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 19:40
af Hnykill
Stóru vifturnar blása niður og eiga að fara út i gegnum raufarnar á hitasinkinu en nei.. það er lítil vifta að ofan til að blása heita loftinu til baka inn ? =)
Og ef hún væri ekki að blása þá er allt plastið búið um umlykja draslið svo þetta er bara komið í rugl ! :/
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 19:53
af Hnykill
kannski var það Kíslidalur sem seldi þennan viðbjóð :/ .. ég man bara að ég var sármóðgaður. leitt með verslunina samt :/
Jamm leitaði.. það var Kíslildalur.
http://kisildalur.is/?p=2&id=2976Afsakið Tölvuvirkni
..sat bara í mér þessi ógeðslegu skjákort. einhver varð að taka ábyrgðina á þessu
afsakið. en já.. skiptið bara um húsnæði og fáið ykkur Securitas eða annað. flott verslun samt. finnið ykkur bara gott húsnæði og bjóðið uppá góðar vörur !.. ekkert I-chill shit samt.
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 19:57
af worghal
Hnykill skrifaði:Já vá ég man það núna.. ég var í RVK síðasta sumar, skrapp til ykkar. það kom mér á óvart hví þið væruð í þessu iðnaðarhverfi.. shit..
ætli það sé ekki af því að það eru 3 tölvu verslanir hinum meginn við brautina?
Re: Eru álög á þessu húsi?
Sent: Fim 04. Ágú 2016 20:28
af Hnykill
worghal skrifaði:Hnykill skrifaði:Já vá ég man það núna.. ég var í RVK síðasta sumar, skrapp til ykkar. það kom mér á óvart hví þið væruð í þessu iðnaðarhverfi.. shit..
ætli það sé ekki af því að það eru 3 tölvu verslanir hinum meginn við brautina?
[/quote
sjá póst að ofan
Bölvaðir glæpamenn =)