Síða 1 af 1

Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 11:18
af Hjaltiatla
Var að pæla hvort þið gætuð mælt með einhverri verslun/vefverslun annaðhvort hérlendis eða erlendis sem selja Windows server leyfi . Ekki væri verra ef maður hefði aðgang að aðila sem væri vel að sér í Windows server leyfismálum. Auðvitað skemmir ekki fyrir að það væri eins hagkvæmt og möguleiki er á :)

Tek eftir að Wiredzone eru að selja Server Essential,Standard,Datacenter,CAL leyfi og þess háttar , en vildi athuga hvar þið hafið haft góða reynslu af því að kaupa Windows Server leyfi.

Hérna er linkur í Windows Server leyfin hjá Wiredzone sem ég hef verið að skoða: Linkur !

Fyrirfram þakkir

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 12:05
af arons4
https://www.reddit.com/r/microsoftsoftwareswap
Hefur reynst mér mjög vel fyrir windows og office leyfi.

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 12:10
af Hjaltiatla
arons4 skrifaði:https://www.reddit.com/r/microsoftsoftwareswap
Hefur reynst mér mjög vel fyrir windows og office leyfi.


Nice , Tékka á þessu allavegana :happy

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 12:23
af Revenant
Getur talað við Nýherja, Advania, Þekkingu eða Opin Kerfi ef þig vantar microsoft leyfi.
Allir þessir aðilar eru endursöluaðilar fyrir Microsoft leyfi. Verðmunur á milli þeirra er nánast enginn (enda verið að selja sömu vöruna frá sama heildsala)

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 12:31
af Hjaltiatla
Revenant skrifaði:Getur talað við Nýherja, Advania, Þekkingu eða Opin Kerfi ef þig vantar microsoft leyfi.
Allir þessir aðilar eru endursöluaðilar fyrir Microsoft leyfi. Verðmunur á milli þeirra er nánast enginn (enda verið að selja sömu vöruna frá sama heildsala)


Ok takk, ég veit allavegana af þeim. Var búinn að skoða leyfiskostnaðinn hjá einum af þessum endursöluaðilum á Server 2012 r2 Standard OEM leyfi.
Hjá Wiredzone 714$ vs rúmlega 180.000 þúsund. Þessar endursöluaðilar bjóða hugsanlega uppá betri þjónustu með leyfismálin (Á líklega eftir að spjkalla við Wiredzone og athuga hvaða þjónustu þeir bjóða uppá).

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 12:48
af Klemmi
Veit ekki hvort það gagnast þér eitthvað, en ef þú eða einhver sem þú þekkir er námsmaður, þá býður Microsoft upp á frí leyfi í gegnum Dreamspark, t.d.
https://www.dreamspark.com/Product/Prod ... oductid=77

Getur sótt Standard, Datacenter og Essential leyfi. Er sjálfur búinn að vera með Server 2008 R2 uppsett á server hjá mér síðan í september 2011, svo ég get ekki betur séð en að þetta renni ekkert út :)

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 12:51
af Hjaltiatla
Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort það gagnast þér eitthvað, en ef þú eða einhver sem þú þekkir er námsmaður, þá býður Microsoft upp á frí leyfi í gegnum Dreamspark, t.d.
https://www.dreamspark.com/Product/Prod ... oductid=77

Getur sótt Standard, Datacenter og Essential leyfi. Er sjálfur búinn að vera með Server 2008 R2 uppsett á server hjá mér síðan í september 2011, svo ég get ekki betur séð en að þetta renni ekkert út :)


Jebb , er með þannig aðgang :). Þetta er í raun aðallega hugsað uppá þegar maður þarf að setja upp fyrir Windows Servera fyrir aðila sem hafa samband við mann.

Takk samt

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 20:20
af nidur
Var að versla tvö leyfi í dag af sean

https://www.reddit.com/r/microsoftsoftw ... o_project/

Hann hefur adrei klikkað, en hann er bara með standard og datacenter á lausu, á fáránlegu verði. Held að þetta seljist ekkert hjá þeim þarna, lækkar í hvert skipti þegar ég pæli í þessum leyfum.

Re: Hvar er best að versla Windows Server leyfi ?

Sent: Mið 27. Júl 2016 20:30
af Hjaltiatla
nidur skrifaði:Var að versla tvö leyfi í dag af sean

https://www.reddit.com/r/microsoftsoftw ... o_project/

Hann hefur adrei klikkað, en hann er bara með standard og datacenter á lausu, á fáránlegu verði. Held að þetta seljist ekkert hjá þeim þarna, lækkar í hvert skipti þegar ég pæli í þessum leyfum.


Takk fyrir info-ið

Maður getur þá allavegana notað Wiredzone ef maður þarf að bæta við CAL leyfum. Office365 er orðið það einfalt í management að nánast hver sem er getur sett það upp (með smá tæknikunnáttu). Er þá í rauninni ekkert að stressa mig á að pæla í Exchange leyfismálum. Væri samt til í að vita hvar væri heppilegt að kaupa Microsoft SQL leyfi ef einhver hefur reynslu af því hérna inni.