Vodafone - kvabb.
Sent: Þri 26. Júl 2016 12:15
Varð að henda í póst þar sem ég hef sennilega aldrei lent í annari eins þjónustu er varðar nokkurn hlut.
Ég uppfærði hjá mér tenginguna hjá Vodafone fyrir 2+ mánuðum í 500/500. Þegar ég gerði það ákvað ég í í leiðinni að færa mig úr 250gb pakkanum sem ég var í (sem þeir bjóða ekki lengur upp á) og í 300gb pakkann sem kostar það sama. Fyrst myndi maður kannski halda þeir myndu uppfæra sjálfkrafa þá sem væru í 250gb pakkanum í nýja 300gb pakkann en svo er ekki
Sá sem ég tala við í símann hjá Vodafone þegar allt er klappað og klárt Gagnveitu meginn uppfærir tenginguna mína í 500/500 og segist breyta áskriftinni minni í 300gb pakkann og það taki gildi strax. Frábært, þetta gekk vel fyrir sig.
Mánuði seinna fæ ég tölvupóst frá Vodafone:
Við viljum góðfúslega benda á að nú styttist í að erlenda niðurhalið (250 GB á mánuði) sem innifalið er í þinni netáskrift klárist."
Ég endaði á að fara yfir gagnamagnið og borga aukalega fyrir 40gb sem bætist sjálfkrafa við.
Skrýtið hugsa ég - greinilega gleymst að uppfæra hjá mér gagnamagnspakkann. Ég hringi því og læt vita af þessu og óska í 2. skipti eftir uppfærslu á tengingunni í 300gb pakkann. Nennti ekki að þrasa um endurgreiðslu eða álíka yfir að hafa verið enn í 250gb pakkanum og farið yfir það og hugsa bara þetta sé klappað og klárt núna.
Allt kemur fyrir ekki, ég fæ tölvupóst núna fyrir nokkrum dögum:
"Við viljum góðfúslega benda á að nú styttist í að erlenda niðurhalið (250 GB á mánuði) sem innifalið er í þinni netáskrift klárist."
Nei. Hættu nú alveg.. Tvígang búinn að óska eftir breytingu á pakkanum og þeir eru ekki enn búnir að ganga frá þessu?
Í staðinn fyrir að hringja í 3. skiptið og óska eftir sama hlutnum og leiðréttingu á mistökum þeirra ákveð ég núna að senda tölvupóst til þeirra (frá því póstfangi sem skráð er fyrir tengingunni) til að fá þetta núna skriflegt að ég væri að óska eftir breytingu, og fá staðfestingu frá þeim þetta væri frágengið.
Ég hef oft áður notað tölvupóstinn til að hafa samband við þá er varðar breytingar á þjónustuleið og hefur það verið ekkert mál - enda eins og ég segi er þetta það tölvupóstfang sem skráð er fyrir þjónustuleiðinni.
Þessar upplýsingar, þ.e. að það sé hægt að senda þeim tölvupóst með breytingar á þjónustleið hef ég beint frá Vodafone sem sagði mér fyrir löngu síðan að það væri hægt að senda þeim póst ef pósturinn kæmi frá því netfangi sem þjónustuleiði væri skráð á.
Engin svör berast, og ég fæ tölvupóst um að ég sé kominn yfir 250gb pakkann og borgi því aukalega fyrir 40gb sem bætist sjálfkrafa við. Andskotinn hugsa ég. Aftur verið að rukka mig fyrir auka gagnamagn v/ mistaka þeirra að verða ekki við beiðnum á uppfærslu á þjónustuleið.
Loksins fæ ég svar frá Vodafone sem er ein setning:
"Vinsamlegast fáðu þann sem er skráður fyrir tengingunni til að hafa samband við okkur"
Ég svara því strax og læt vita að þetta sé það tölvupóstfang sem skráð er fyrir tengingunni, búið sé að hafa samband við þá í tvígang símleiðis að óska eftir þessari leiðréttingu sem ekki enn hafi verið gert og er það því gert núna í gegnum tölvupóst, frá netfangi sem skráð er fyrir þjónustuleið. Til þess að hafa þetta skriflegt svo það þurfi ekki að hafa samband við þá í fjórða skiptið yfir sama hlutnum og leiðréttingu á mistökum þeirra. Sem og fyrirspurn er varðar þá endurgreiðslu á amk þessari seinni rukkun á umframgagnamagni sem er verið að rukka fyrir þar sem ekki enn er búið að breyta þjónustuleiðinni hja okkur.
Degi seinna fæ ég loksins svar;
"Í þessum tölvupósti er viðhengi fyrir umboð vegna fjarskipta þjónustu - láttu þann sem er skráður fyrir tenginguna fylla þetta út og komdu því til okkar"
Og ekkert meir. Engin svör um afhverju það dugi allt í einu ekki lengur að senda beiðnir um breytingu á þjónustuleiðum í gegnum skráð tölvupóstfang eða neitt. Ekkert um hvort/hvernig þau ætla laga þetta eða hvort þau taki rukkunina um umframgagnamagn til baka.
Þannig fyrir mistök þeirra sit ég núna uppi með að:
- Tvígang ofrukkaður þrátt fyrir tvær símhringingar og núna þrjá tölvupósta að óska yfir að láta breyta þjónustuleið. Fara úr gagnamagnspakka sem þeir bjóða ekki lengur upp á og í nýja pakkann þeirra.
- Fylgja ekki lengur sínum eigin verkreglum með að þú getir óskað eftir breytingum á þjónustuleiðum í gegnum tölvupóst ef beiðnin kemur frá því póstfangi sem skráð er á tenginguna
- Enga afsökunarbeiðni, ekkert gert til að laga þetta, ekkert nema eins setninga svör að reyna flækja þetta eins og um getur.
- Ef þeir ætla halda fast við að þeir hafi breytt þessu hjá sér með tölvupóst og breytingu á þjónustuleið að þurfa að senda beiðnina út til föður míns (skráður rétthafi tengingar) sem ég sé um fjarskipta málin fyrir og hef gert árum saman. Hann að kvitta undir undir, láta tvo votta umboðið, skanna það og senda mér í sumarfríi og ég að koma því til Vodafone.
Allt til að láta leiðrétta þeirra mistök sem hefur nú í þrígang óskað eftir breytingu á. Hvers á maður að gjalda peningalega, tímalega og andlega fyrir mistök hjá þeim sem er verið að reyna fá leiðrétt trekk, í trekk og í trekk.
Starfandi í þjónustustarfi til fjölda margra ára veit ég að mistök gerast og er ekkert við því að gera - en það sem skiptir öllu máli er hvernig leyst er úr mistökunum og ég held ég hafi bara aldrei séð verri úrlausn mistaka en þetta í nokkru.
Afsaka wall of text - þurfti bara að pústa þessu frá mér og segja frá minni reynslu við Vodafone.
/End of rant.
Ég uppfærði hjá mér tenginguna hjá Vodafone fyrir 2+ mánuðum í 500/500. Þegar ég gerði það ákvað ég í í leiðinni að færa mig úr 250gb pakkanum sem ég var í (sem þeir bjóða ekki lengur upp á) og í 300gb pakkann sem kostar það sama. Fyrst myndi maður kannski halda þeir myndu uppfæra sjálfkrafa þá sem væru í 250gb pakkanum í nýja 300gb pakkann en svo er ekki
Sá sem ég tala við í símann hjá Vodafone þegar allt er klappað og klárt Gagnveitu meginn uppfærir tenginguna mína í 500/500 og segist breyta áskriftinni minni í 300gb pakkann og það taki gildi strax. Frábært, þetta gekk vel fyrir sig.
Mánuði seinna fæ ég tölvupóst frá Vodafone:
Við viljum góðfúslega benda á að nú styttist í að erlenda niðurhalið (250 GB á mánuði) sem innifalið er í þinni netáskrift klárist."
Ég endaði á að fara yfir gagnamagnið og borga aukalega fyrir 40gb sem bætist sjálfkrafa við.
Skrýtið hugsa ég - greinilega gleymst að uppfæra hjá mér gagnamagnspakkann. Ég hringi því og læt vita af þessu og óska í 2. skipti eftir uppfærslu á tengingunni í 300gb pakkann. Nennti ekki að þrasa um endurgreiðslu eða álíka yfir að hafa verið enn í 250gb pakkanum og farið yfir það og hugsa bara þetta sé klappað og klárt núna.
Allt kemur fyrir ekki, ég fæ tölvupóst núna fyrir nokkrum dögum:
"Við viljum góðfúslega benda á að nú styttist í að erlenda niðurhalið (250 GB á mánuði) sem innifalið er í þinni netáskrift klárist."
Nei. Hættu nú alveg.. Tvígang búinn að óska eftir breytingu á pakkanum og þeir eru ekki enn búnir að ganga frá þessu?
Í staðinn fyrir að hringja í 3. skiptið og óska eftir sama hlutnum og leiðréttingu á mistökum þeirra ákveð ég núna að senda tölvupóst til þeirra (frá því póstfangi sem skráð er fyrir tengingunni) til að fá þetta núna skriflegt að ég væri að óska eftir breytingu, og fá staðfestingu frá þeim þetta væri frágengið.
Ég hef oft áður notað tölvupóstinn til að hafa samband við þá er varðar breytingar á þjónustuleið og hefur það verið ekkert mál - enda eins og ég segi er þetta það tölvupóstfang sem skráð er fyrir þjónustuleiðinni.
Þessar upplýsingar, þ.e. að það sé hægt að senda þeim tölvupóst með breytingar á þjónustleið hef ég beint frá Vodafone sem sagði mér fyrir löngu síðan að það væri hægt að senda þeim póst ef pósturinn kæmi frá því netfangi sem þjónustuleiði væri skráð á.
Engin svör berast, og ég fæ tölvupóst um að ég sé kominn yfir 250gb pakkann og borgi því aukalega fyrir 40gb sem bætist sjálfkrafa við. Andskotinn hugsa ég. Aftur verið að rukka mig fyrir auka gagnamagn v/ mistaka þeirra að verða ekki við beiðnum á uppfærslu á þjónustuleið.
Loksins fæ ég svar frá Vodafone sem er ein setning:
"Vinsamlegast fáðu þann sem er skráður fyrir tengingunni til að hafa samband við okkur"
Ég svara því strax og læt vita að þetta sé það tölvupóstfang sem skráð er fyrir tengingunni, búið sé að hafa samband við þá í tvígang símleiðis að óska eftir þessari leiðréttingu sem ekki enn hafi verið gert og er það því gert núna í gegnum tölvupóst, frá netfangi sem skráð er fyrir þjónustuleið. Til þess að hafa þetta skriflegt svo það þurfi ekki að hafa samband við þá í fjórða skiptið yfir sama hlutnum og leiðréttingu á mistökum þeirra. Sem og fyrirspurn er varðar þá endurgreiðslu á amk þessari seinni rukkun á umframgagnamagni sem er verið að rukka fyrir þar sem ekki enn er búið að breyta þjónustuleiðinni hja okkur.
Degi seinna fæ ég loksins svar;
"Í þessum tölvupósti er viðhengi fyrir umboð vegna fjarskipta þjónustu - láttu þann sem er skráður fyrir tenginguna fylla þetta út og komdu því til okkar"
Og ekkert meir. Engin svör um afhverju það dugi allt í einu ekki lengur að senda beiðnir um breytingu á þjónustuleiðum í gegnum skráð tölvupóstfang eða neitt. Ekkert um hvort/hvernig þau ætla laga þetta eða hvort þau taki rukkunina um umframgagnamagn til baka.
Þannig fyrir mistök þeirra sit ég núna uppi með að:
- Tvígang ofrukkaður þrátt fyrir tvær símhringingar og núna þrjá tölvupósta að óska yfir að láta breyta þjónustuleið. Fara úr gagnamagnspakka sem þeir bjóða ekki lengur upp á og í nýja pakkann þeirra.
- Fylgja ekki lengur sínum eigin verkreglum með að þú getir óskað eftir breytingum á þjónustuleiðum í gegnum tölvupóst ef beiðnin kemur frá því póstfangi sem skráð er á tenginguna
- Enga afsökunarbeiðni, ekkert gert til að laga þetta, ekkert nema eins setninga svör að reyna flækja þetta eins og um getur.
- Ef þeir ætla halda fast við að þeir hafi breytt þessu hjá sér með tölvupóst og breytingu á þjónustuleið að þurfa að senda beiðnina út til föður míns (skráður rétthafi tengingar) sem ég sé um fjarskipta málin fyrir og hef gert árum saman. Hann að kvitta undir undir, láta tvo votta umboðið, skanna það og senda mér í sumarfríi og ég að koma því til Vodafone.
Allt til að láta leiðrétta þeirra mistök sem hefur nú í þrígang óskað eftir breytingu á. Hvers á maður að gjalda peningalega, tímalega og andlega fyrir mistök hjá þeim sem er verið að reyna fá leiðrétt trekk, í trekk og í trekk.
Starfandi í þjónustustarfi til fjölda margra ára veit ég að mistök gerast og er ekkert við því að gera - en það sem skiptir öllu máli er hvernig leyst er úr mistökunum og ég held ég hafi bara aldrei séð verri úrlausn mistaka en þetta í nokkru.
Afsaka wall of text - þurfti bara að pústa þessu frá mér og segja frá minni reynslu við Vodafone.
/End of rant.