4G fyrir heimanotkun
Sent: Mið 20. Júl 2016 16:46
Góðan dag,
Er að fara að leiga íbúð sem er ekki með símalínu, þannig að eina leiðin til að fá internetið verður í gegnum 4G. Ég veit voðalega lítið um 4G og er að velta fyrir mér nokkrum hlutum.
Fyrsta skrefið verður að velja þjónustuaðila. Er einhver munur á sendunum eftir því hvern ég vel, þ.e. Nova, Síminn eða Vodafone? Og er þekktur munur á routerunum sem þau eru að bjóða upp á, ef ég er fyrst og fremst að hugsa um net fyrir 1-2 tölvur? Það er t.d. mun betra verð á routernum sem Nova bjóða upp á inn í áskrift sýnist mér, en eru þeir þá sorp? Og hvernig er USB pungur í samanburði?
Og hvaða hraða get ég búist við að fá að staðaldri, Síminn segir "allt að" 150 Mb/s og Nova "allt að" 100 Mb/s. Ég yrði sáttur ef ég gæti fengið 30-50/Mb/s nokkuð stöðugt, en er það fantasía?
Íbúðin er neðst í fossvoginum, kópavogsmegin (við HK svæðið).
Takk
Er að fara að leiga íbúð sem er ekki með símalínu, þannig að eina leiðin til að fá internetið verður í gegnum 4G. Ég veit voðalega lítið um 4G og er að velta fyrir mér nokkrum hlutum.
Fyrsta skrefið verður að velja þjónustuaðila. Er einhver munur á sendunum eftir því hvern ég vel, þ.e. Nova, Síminn eða Vodafone? Og er þekktur munur á routerunum sem þau eru að bjóða upp á, ef ég er fyrst og fremst að hugsa um net fyrir 1-2 tölvur? Það er t.d. mun betra verð á routernum sem Nova bjóða upp á inn í áskrift sýnist mér, en eru þeir þá sorp? Og hvernig er USB pungur í samanburði?
Og hvaða hraða get ég búist við að fá að staðaldri, Síminn segir "allt að" 150 Mb/s og Nova "allt að" 100 Mb/s. Ég yrði sáttur ef ég gæti fengið 30-50/Mb/s nokkuð stöðugt, en er það fantasía?
Íbúðin er neðst í fossvoginum, kópavogsmegin (við HK svæðið).
Takk