Síða 1 af 1

4G fyrir heimanotkun

Sent: Mið 20. Júl 2016 16:46
af Raskolnikov
Góðan dag,

Er að fara að leiga íbúð sem er ekki með símalínu, þannig að eina leiðin til að fá internetið verður í gegnum 4G. Ég veit voðalega lítið um 4G og er að velta fyrir mér nokkrum hlutum.

Fyrsta skrefið verður að velja þjónustuaðila. Er einhver munur á sendunum eftir því hvern ég vel, þ.e. Nova, Síminn eða Vodafone? Og er þekktur munur á routerunum sem þau eru að bjóða upp á, ef ég er fyrst og fremst að hugsa um net fyrir 1-2 tölvur? Það er t.d. mun betra verð á routernum sem Nova bjóða upp á inn í áskrift sýnist mér, en eru þeir þá sorp? Og hvernig er USB pungur í samanburði?

Og hvaða hraða get ég búist við að fá að staðaldri, Síminn segir "allt að" 150 Mb/s og Nova "allt að" 100 Mb/s. Ég yrði sáttur ef ég gæti fengið 30-50/Mb/s nokkuð stöðugt, en er það fantasía?

Íbúðin er neðst í fossvoginum, kópavogsmegin (við HK svæðið).

Takk

Re: 4G fyrir heimanotkun

Sent: Mið 20. Júl 2016 16:51
af vesi
Fer þetta ekki rosalega eftir hvað er langt í sendinn sem dreyfir 4g merkinu. myndi byrja á leita að dreyfi korti frá þjónustuaðilum til að reyna átta þig á hvaðan þú gætir fengið besta merkið

Re: 4G fyrir heimanotkun

Sent: Mið 20. Júl 2016 17:31
af Alfa
Ég get ekki svarað fyrir hverjir eru bestir á þínu svæði, en ég hef þó nokkra reynslu að fara með 16-20 gaurum að spila tölvuleiki á netinu í sumarbústöðum hér og þar um landið og maður verður alltaf jafn hissa þegar að t.d. Huawei routerinn sem er til sölu hjá símanum massar það eins og ekkert sé. Hann er hægt að "configg-a" töluvert líka og aldrei klikkað að neinu leiti. Svo erum við bara með frelsiskort hjá voda og símanum og notum það sem hentar betur á hverjum stað. Er á tilboði núna með samning reitt

25.990 kr.
Tilboðsverð: 18.990 kr.


Persónulega myndi ég ekki taka Nova routerinn þar sem hann býður bara upp á wi-fi sýnist mér, en ég myndi kjósa að geta tengt ethernet.

Re: 4G fyrir heimanotkun

Sent: Fim 21. Júl 2016 13:10
af Hizzman
litli ráterinn er fínn fyrir 1 eða 2 tölvur/ipad

hann er nettur og með batterí þannig að þú getur haft hann í vasanum ef þú vilt taka netið með þér

Re: 4G fyrir heimanotkun

Sent: Fim 21. Júl 2016 16:47
af slapi
Hef mikið pælt í þessu að hafa sem failover á heimanetinu og síðan þá möguleikann að taka með í ferðalagið.
Kannski svolítið overkill.

En væri ekki sniðugt að taka létta óvísindalega könnun ef það eru nokkrir félagar sem eru hjá mismunandi símafélögum og gera sér ferð nálægt íbúðinni og taka nokkur speedtest á símanum?

Re: 4G fyrir heimanotkun

Sent: Fim 21. Júl 2016 23:50
af Alfa
Er að nota "litla gaurinn" núna í bústað fyrir utan Borgarnes og hann er lélegri að halda sér inn á 4G hérna en LG G2 síminn minn. Auk þess ekki hægt að þvinga hann til að halda sér á 4G, því hann dettur alltaf aftur á 3G. Þetta er hægt á stóra routernum frá símanum og ég er handviss að hann myndi virka betur hérna. Nema þú sért að fara lana í tjaldi með þennan litla þá sé ég ekki vit í honum nema peningalega.