Síða 1 af 1
Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Fös 15. Júl 2016 21:40
af roadwarrior
Kvöldið
Er farin að velta fyrir mér að endurnýja switchinn hja mér. Er núna með einfaldan 10/100 8 porta Linksys sem er fullnýttur
Eins og staðan er núna er ég með ljósnet símans og router frá þeim en seinna á þessu ári kemur ljósleiðari í húsið og þá stefni ég á að ná mér í minn eiginn router en ég ætla að byrja á switchinum
.
Hef verið að horfa á þessa þrjá:
https://tolvutek.is/vara/trendnet-16-po ... dg-svarturhttps://tolvutek.is/vara/trendnet-16-po ... h-teg-s16ghttp://tl.is/product/planet-16-port-gigabit-switchNú er ég algjör rati í þessum switcha málum þannig að athugasemdir og ráðleggingar eru vel þegnar.
Það sem ég hef verið að horfa á sem lágmark er 16 port, 1000mps og sem mesta hraða sem hægt er að ná í skráarflutningi og svo frv
Budget max 30 þús. 20 þús er ég bara nokkuð sáttur við en það eru þessir hér fyrir ofan að dingla í kringum
Með fyrirfram þökk
Roadwarrior
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Lau 16. Júl 2016 03:59
af asgeirbjarnason
Getur fengið VLAN stuðning og SFP port fyrir um það bil sama verð ef þú kaupir hjá Tecshop:
https://tecshop.is/products/tp-link-tl- ... tch-114361https://tecshop.is/products/zyxel-gs1920-24-149977Bæði fídusar sem ekkert margir þurfa, en það er alveg eins gott að hafa möguleikann fyrst það býðst. Ég myndi persónulega hoppa í VLAN sviss, fyrst þeir eru í líkum verðklassa. Þá er hægt að nota sama svissinn fyrir sjónvarp og internet, eða setja upp gestanet, eða sérstakt net fyrir heimalabb.
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Lau 16. Júl 2016 13:20
af Hjaltiatla
Held að það sé ekki hægt að ráðleggja þér neitt af viti fyrr en þú gefur upp hvaða búnað þú ert með á heimilinu. T.d hvort þú ert með netþjóna/NAS inná heimilinu eða eingöngu borðtölvur/fartölvur/síma/spjaldtölvur (eða hvaða búnað er fyrirhugað að nota).
Sjálfur hef ég verið að spá að uppfæra netbúnað á heimilinu við tækifæri (og horfi frekar langt fram í tímann) og finnst ubiquiti edgeswitch vera sá switch sem myndi henta mér (en þá er ég að fara setja upp annaðhvort litla rakka hillu eða Open frame rack inní geymslu þegar að því kemur). Var að hugsa að nota Pfsense sem router og vill hafa switch með POE til að geta tengt access point og IP myndavél (og vill ekki eitthvern drasl switch sem myndi skemma IP myndavélina eða access pointinn sem maður myndi kaupa).
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Lau 16. Júl 2016 15:24
af asgeirbjarnason
Já, það er líklega þess virði að fara í hærri verðklassa ef maður ætlar að vera með PoE. En finnst það mjög mikið overkill ef maður býst ekki við að hafa PoE tæki á næstunni hjá sér. Reyndar miklu betra viðmót á Ubiquity en á þessum sem ég var að benda á, spurning hvort það sé virði tvöföldunar eða þreföldunar í verði. Hvar ertu að finna Ubiquity svissana hérna á landi, Hjaltiatla, og á hvaða verði?
Ég tek annars undir með Hjaltialtla; ef við eigum að ráðleggja þér eitthvað að viti væri gott að fá að vita talsvert meira um hvaða kröfur þú gerir. Eins og sést frekar vel þá ráðleggjum við eiginlega bara eftir okkar eigin kröfulista ef maður veit ekki meira um aðstæðurnar hjá þér.
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Lau 16. Júl 2016 15:30
af Hjaltiatla
Reikna með að flest sem ég versla mér fari í gegnum sérpöntun erlendis eða kaupi allt sem ég þarf í gegnum Wiredzone/Amazon/newegg og reyni að bundla þessu í einn pakka og láta senda mér sem hagkvæmast.
Ég sé fyrir mér að með IOT væðingu að POE switch sé eina vitið.
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Sun 17. Júl 2016 22:23
af roadwarrior
Mja ég er ekki með svo mikið af útbúnaði í augnabliknu. 2x tölvur, önnur venjuleg alhliða vél hin er plex vél og ætluð í annað sem mér dettur í hug sem þarfnast servers. Heimastýringarkerfi (fyrir ljós og svoleiðis), slatta af öðru drasli td vpn router sem ég nota til að komast inná breskar þjónustur. Það sem ég er að leita aðallega að er stöðugur mikill hraði sama hvað gengur ásamt því að hafa 16 port að lágmarki. Þegar ég er td að færa skrár núna næ ég ekki nema 10mbps. Held að ég hafi ekki þörf fyrir Poe allavega ekki í augnablikinu. En maður veit aldrei hvað dettur í mann í framtíðinni þannig að valkostir sem fylgja switch núna en yrðu ekki notaðir til að byrja með væru stór plús
Held að ég sé að koma þessu svona nokkurn vegin frá mér því sem ég er að pæla
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Mán 18. Júl 2016 01:40
af asgeirbjarnason
„Það sem ég er að leita aðallega að er stöðugur mikill hraði sama hvað gengur“ Það sem þú þarft að tékka á til að vera nokkurnveginn fullviss um að switching vélbúnaðurinn sé ekki að hægja á þér sé að backplane bandvíddin sé jöfn eða meira en fjöldi porta * hraði porta * 2, sem sagt í 16 porta svissi ætti hann helst að vera 16 * 1000 * 2 = 32gb/s. Packet switch rate getur líka skipt máli, en það er engin svona auðveld formúla fyrir það heldur fer eftir uppbyggingu traffíkinnar sem er á netinu þínu.
Á hinn bóginn er switching—að minnsta kosti í heimaumhverfum—eiginlega leyst vandamál. Nokkurnveginn allir svissar sem þú munt komast í tæri við munu switcha á línuhraða nema þú sért með einhverja mjög skringilega nettraffík á heimanetinu. Maður sleppir því að fara í alveg ódýrustu no-name svissana því þeir eiga það til að deyja, en þegar maður er kominn upp úr þeim verðflokki skiptir í rauninni ekki miklu máli hvaða sviss maður fær sér. Þeir virka langflestir bara vel nógu vel.
Eins og þú sérð þá gerum við síðan mismunandi viðbótarkröfur um hvað svissar eiga að styðja. Ég mæli með VLAN stuðningi, því mér finnst gott að geta skipt heimanetinu mínu niður í mismunandi parta. Hjaltiatla vill fá PoE til að gefa tækjum rafmagn. Ef þér finnst annarhvor þessara fídusa eitthvað spennandi geturðu tékkað á ráðleggingum okkar hérna að ofan.
Ef þú sérð ekki fram á að þurfa þessa fídusa líst mér ágætlega á annað hvorn Trendnet svissinn. Þeir eru báðir með 32gb/s backplane. Annar þeirra er viftulaus en hinn virðist ekki vera það, held að það sé aðalmunurinn sem þú myndir taka eftir. Ég er með svolitla fóbíu fyrir Planet. Finnst eins og ég hafi lent óþarflega oft í biluðum vörum frá þeim.
Re: Ráðleggingar varðandi switch
Sent: Mán 18. Júl 2016 09:34
af Hjaltiatla
Kannski líka til að koma með annað sjónarmið inní hvernig ég persónulega horfi á þegar ég þarf að uppfæra Switch (þegar horft er fram á veginn) heima hjá mér. Ég vill t.d geta yfirfært þá þekkingu sem maður fær með að nota netbúnaðinn heima (ef maður þyrfti að setja upp switch/a í stærra umhverfi). Maður gerir það frekar á Enterprise graded búnaði (t.d edgeswitch). Þetta er sama ástæðan að ég hef ákveðið að velja Pfsense sem minn næsta router (stóru Pfsense routeranir keyra á sama stýrikerfi og lítill heimarouter sem þú gætir sett heima hjá þér).