Síða 1 af 1
Tengjast beint í ljósleiðarabox
Sent: Mið 06. Júl 2016 11:41
af EOS
Er með nýjasta boxið og vil tengja beint í það frekar en gegnum router. Gat þetta alltaf á gamla boxinu en virkar ekki núna. Það eru 2 laus tengi á boxinu og annað þeirra endir mig bara á síðu gagnaveitunnar og hitt gerir ekkert fyrir mig.
Er ég í ruglinu? Hvernig er þetta tengt eiginlega?
Takk!
Re: Tengjast beint í ljósleiðarabox
Sent: Mið 06. Júl 2016 12:07
af GuðjónR
Þú átt að geta það, en boxið er ekki með eldvegg eins og router er með...
Þú verður að skrá MAC addressuna tölvunnar á boxið:
http://front01.gagnaveita.is/SELFCARE/index.do
Re: Tengjast beint í ljósleiðarabox
Sent: Mið 06. Júl 2016 13:27
af Viktor
Þetta þarf oft að fara í gegnum fjarskiptafyrirtækið
Re: Tengjast beint í ljósleiðarabox
Sent: Mið 06. Júl 2016 13:40
af EOS
Þakka svörin
er ég að fara að ná meiri dwl hraða með því að sleppa milligöngumanni(router)?
Re: Tengjast beint í ljósleiðarabox
Sent: Mið 06. Júl 2016 14:15
af Etienne
EOS skrifaði:Þakka svörin
er ég að fara að ná meiri dwl hraða með því að sleppa milligöngumanni(router)?
Í 99% tilfella nei, ekki nema þú sért með mjög slappan router. Græðir ekkert á þessu og tapar mögulega öryggi sem að routerinn veitir!
Re: Tengjast beint í ljósleiðarabox
Sent: Mið 06. Júl 2016 21:18
af PepsiMaxIsti
Gallinn við það að tengja beint í boxið er að þú færð X margar mac adressur sem þú getur skráð í einu, boxið sjálft er ekki með eldvegg að neinu viti ennþá. Mæli alltaf með router á milli.