Skiptir ekki öllu máli hvar ljósleiðaraboxið er staðsett ef það eru góðar cat-5 lagnir frá því að öllum mikilvægum stöðum í húsinu. Ef það liggja tvær cat-5 frá ljósleiðaraboxinu að staðnum sem þú ætar að hafa routerinn á þá geturðu sett WAN yfir aðra þeirra og LAN yfir hina þeirra og haft síðan sviss hjá ljósleiðaraboxinu til að dreifa innranetinu á hina cat-5 endapunktana.
Eftir góða persónulega reynslu síðasta hálfa árið mæli ég með TP-Link Archer C7 og setja síðan open source firmware á hann.
Hérna er hann á tecshop.is, sem selja hann talsvert ódýrar en aðrar búðir á íslandi. Ég er sem sagt sjálfur með þennan router, er að keyra OpenWRT á honum. Er reyndar ekki að nota hann sem router lengur heldur bara þráðlausan punkt (er með pfSense sem router núna), en hann stóð sig mjög vel þegar ég var að nota hann sem router.
Það sem þú færð í dýrari (consumer level) routerum akkurat núna eru hlutir eins og 3x3 eða 4x4 MIMO (
Multiple
Input and
Multiple
Output), MU-MIMO (
Multi
User-
Multiple
Input and
Multiple
Output), beam-forming, multi-band, USB3 harðadisk sharing, öflugan ARM örgjörva, snjallara vefviðmót, aflmeiri loftnet og sjálfvirkar QoS (
Quality
of
Service) stillingar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.
Ég mæli nánast alltaf með verðklassanum 20-30 þúsund frekar en einhverju dýrara. Fyrir ofan það er maður oftast farinn að lenda í diminishing returns og client-vélarnar sem myndu tala við routerinn eru oftast ekki að styðja neitt mikið meira en tæknina í þessum verðklassa. (Þessi verðklassi á samt bara við um heimaroutera. Fyrirtæki ættu oftast að fara í talsvert hærri verðklassa fyrir netbúnað)
Ef þig langar í frekar hardcore útskýringar á listanum hérna fyrir ofan þá ætla ég aðeins að útskýra hvern lið fyrir sig. Það læðast örugglega einhverjar villur í þetta, svo ef aðrir vaktarar sjá villur látið mig vita!
- MIMO notast við fleiri en 1 loftnet samtímis til að auka bandvídd milli tölvu og routers og til að minnka líkurnar á interference. Stærð MIMO-arraysins er oftast skrifað sem SxM, þar sem S og M eru fjöldi Sendingar- og Móttökuloftneta, en nánast undantekningalaust gildir þó að S=M. Archer C7 routerinn sem ég mæli með hérna að ofan er með 3x3 MIMO-array. Til að ná sem bestri nýtni úr MIMO þarf tölvan að vera með jafn stórt MIMO array og routerinn en 2x2 er ennþá mjög algengt í dagsdaglegum ferðatölvum og 4x4 er mjög, mjög óalgengt. Á þessum tímapunkti myndi ég því ekkert sérstaklega leitast eftir meira en 3x3 MIMO.
- MU-MIMO. Hingað til hefur MIMO ekki virkað mjög vel þegar fleiri en ein tölva er að reyna að nota mikla bandbreidd samtímis. Nýjasti wifi staðallinn bætti við multi-user fídusum, sem aðallega byggjast á miklu flóknari „signal processing“ til að skilja traffíkina frá sitthverju tækinu frá hverju öðru. Stuðningurinn við MU-MIMO er ennþá frekar lélegur. Sem stendur þarf maður að fara í frekar dýran verðklassa til að fá MU-MIMO en eftir aðstæðum gæti það verið vel þess virði.
- Beam-forming er fyrir routera að einbeita sendingarstyrk sínum í ákveðnar áttir, til að ná betri drægni og minna interference við ákveðnar tölvur. Hingað til hafa þráðlausir routerar sent merkið jafnt í allar áttir en nýjasti wifi staðallinn bætti við þessum stefnuvirku sendingum, þar sem routerinn reynir að komast að því í hvaða átt tölvan sem hann er að hafa samskipti við er og bara senda traffíkina þangað. Multi user beam-forming er síðan þegar routerinn getur gert þetta sama við fleiri en eina tengingu samtímis.
- Multi-band er þegar routerar eru með fleiri en eitt sett af loftnetum og tíðnum í gangi samtímis. MIMO setur fleiri loftnet í eitt samvirkandi sett á meðan multi-band hefur fleiri en eitt sett af ekki-samvirkandi loftnetum. Nánast allir routerar síðustu árin hafa verið að minnsta kosti dual-band, og haft annað settið af loftnetum á 2,4 ghz tíðnisviðinu en hitt settið á 5 ghz tíðnisviðinu. Nýrri og dýrari routerar eru síðan tri- eða quad-band, þá oftast með eitt sett af 2,4 ghz loftnetum og tvö eða þrjú sett af 5 ghz loftnetnum. Þetta leyfir manni að vera með fleiri þráðlaus tæki í gangi á netinu sínu samtímis. Eins og er finnst mér þetta mestmegnis óþarfi á heimanetum.
- ARM örgjörvi eru örgjörvar af um það bil sömu gerð og í snjallsímum. Hingað til hafa low-power MIPS örgjörvar verið algengastir í heimarouterum, en síðustu árin hefur orðið sprenging í hversu aflmiklir örgjörvarnir í snjallsímum eru, svo netheimurinn er smám saman að þróast yfir í að nota þessa sömu örgjörva. Þetta leyfir hönnuðum routerana að keyra hugbúnað sem reynir meira á sjálfan örgjörvan í routernum. Flest allt sem routerar gera snertir örgjörvan lítið sem ekkert heldur fer í gegnum sérsniðnar rökrásir sem eru bara ætlaðar einum tilgangi. Þess vegna hafa heima routerar komist upp með það að vera með mjög afllitla örgjörva. Núna þegar routerar eru í meira mæli farnir að bjóða upp á server-fídusa eins og filesharing, bittorrent, þyngri vefviðmót og fleira þá reynir meira á örgjörvan. Persónulega finnst mér betra að vera bara með alvöru server til að sinna þeim hlutverkum, en það er náttúrulega ekki eitthvað sem allir vilja.
- Sjálfvirkar QoS stillingar. Quality of service er þegar routerinn flokkar mismunandi nettraffík í mismunandi „gæða“ flokka og gefur flokkunum mismunandi forgang. Sjálfvirkt QoS er þegar routerinn reynir að fyrra bragði að giska á hvaða nettraffík ætti að fá forgang án þess að maður þurfi handvirkt að setja upp QoS reglur. Dýrari routerar eru oft með betri reglur fyrir þessa sjálfvirku hegðun.
- USB3 harðadisk sharing, aflmeiri loftnet og snjallari vefviðmót finnst mér segja sig um það bil sjálft, svo ég ætla ekki að útskýra það frekar.