Síða 1 af 1
4G dreifikerfið
Sent: Mán 27. Jún 2016 23:41
af Tigereye
Vitið þið hver er með stærsta 4G dreifikerfið ? Siminn, Nova, Vodafone ?
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 00:41
af Hnykill
Veit bara að ég er með 4G net pung hérna lengst inní Eyjafirði. og ég er mjög sáttur. en á ekki Síminn þetta allt saman hvort eð er.. svo þeir ættu alltaf að vera með besta sambandið.. spurninginn sem þú ættir að vera spyrja, hverjir bjóða besta verðið kannski ?
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 10:32
af KermitTheFrog
Það eru held ég bara 2 dreifikerfi í gangi, Siminn og Vodafone.
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 10:36
af worghal
KermitTheFrog skrifaði:Það eru held ég bara 2 dreifikerfi í gangi, Siminn og Vodafone.
Er nokkuð viss um að það séu bara 2. Svo eru hinir bara að piggybacka. Nova fer til dæmis gegnum vodafone síðast þegar ég gáði en mig minnir að þeir hafi verið að plana sitt eigið dreifikerfi.
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 14:36
af Blackened
Nova eru með sitt eigið dreifikerfi að einhverjum hluta.. amk á Akureyri og nærsveitum og Mývatni
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 16:04
af Halli25
Blackened skrifaði:Nova eru með sitt eigið dreifikerfi að einhverjum hluta.. amk á Akureyri og nærsveitum og Mývatni
Minnir að Voda/nova kerfið væri byggt upp í samvinnu þeirra tveggja
eru þá 2 kerfi Síminn og Nova/Vodafone
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 17:17
af Snorrlax
Síminn er með sitt eigið kerfi og Vodafone líka, Nova notar bæði sína eiginn senda og Vodafone sendana þegar þeir hafa ekki senda á staðnum
Re: 4G dreifikerfið
Sent: Þri 28. Jún 2016 17:31
af russi
Síminn er með sitt kerfi. Á þeim fáu stöðum sem Síminn er ekki með samband fæst roaming-samband við aðra senda. Sama á við önnur fyrirtæki, þau fá að roama inná Símasenda þar sem þeirra sendar nást ekki.
Nova fékk að nýta Vodafone í 3G ásamt því að setja upp nokkra senda sjálft, aðallega á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri, þegar kom að 4G var því öfugt farið - allavega var það þannig í byrjun.
Held að það hafi ekki mikið breyst.
Aftur á móti höndlar Nova traffíkina á annan hátt en Vodafone og fyrir vikið hafa notendur fengið stundum mismunandi upplifun af netsambandi þrátt fyrir að vera á sömu sellu.