Síða 1 af 1

Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 25. Jún 2016 03:00
af agnarkb
Ég bý í 70 ára steinsteyptu húsi og er nú farið að verða nauðsynlegt að uppfæra gömul sjónvarpstæki og myndlyklum á efri hæðinni. Til dæmis hefur Vodafone verið að hvetja okkur að skipta út gamla Digital Ísland myndlyklinum út fyrir HD myndlykil en vandamálið er að það er ekkert ethernet tengi á efri hæðinni, hingað til hefur aðeins verið notast við WiFi (sem er ekkert alltaf mjög stabílt), þannig að tengimöguleikar fyrir smart tv og net tengda myndlykla eru mjög takmarkaðir. Ljósleiðarinn var tekinn inn í kjallara og net snúrur lagðar úr ljósboxi upp á fyrstu hæð og þaðan áfram úr vegg í router (Linksys EA4500). Öll tæki í húsinu tengjast við þennan eina router, tvö tæki með snúru og rest með WiFi. Þess vegna hef ég verið að skoða að fá nokkra tengla upp á efri hæðina, ef það er á annað borð hægt. Væri fínt að hafa góðan switch í þessu líka, það eru bara fjögur port á routernum.
Við hverja væri best að tala við fyrst? Ekki tekur Vodafone svona að sér? Og svo vantar mig einhverjar verðhugmyndir, þekkir einhver hérna svona mál og hvað þetta kostar?
Svo grunar mig að það sé kominn tími á að láta draga í nýtt rafmagn, en það er annað mál.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 25. Jún 2016 03:20
af DJOli
Bora bara í steypuna og fylla svo í eftirá.
Það ætti að vera hægt að kaupa mjúk rör með 2x cat köplum lögðum í (fæst minnir mig á 100m keflum).
Svo eru kapalstokkar alltaf möguleiki líka, svona upp á þægindin.
http://www.iskraft.is/Uploads/document/ ... 19-122.pdf

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 25. Jún 2016 04:46
af Xovius
Um að gera að nýta tækifærið ef þú ferð útí það að draga nýtt rafmagn. Annars má líka benda á að á ljósleiðaranum tengjast myndlyklar við ljósleiðaraboxið svo það er ekki nóg að draga frá router að sjónvarpinu.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 25. Jún 2016 09:03
af hagur
Eru engar coax lagnir? Kannski hæpið í 70 ára húsi. Þá hefði verið hægt að draga CAT5 í þau rör og burt með coaxinn.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 25. Jún 2016 12:16
af agnarkb
Það eru hinar og þessar lagnir og getur verið að eitthvað sé tómt, sé á nokkrum stöðum þar sem er gat á vegg og bara plata fyrir. En minnir að það sé samt fyrir rafmagn, en það er séns að þær lagnir séu ekki í notkun. Við fáum til okkar rafvirkja á næstu dögum sem hefur unnið í þessu húsi, þarf að fá upplýsingar frá honum.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Sun 26. Jún 2016 02:36
af agnarkb
Fleiri tillögur? :)

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mið 20. Júl 2016 14:25
af agnarkb
Jæja, ég lét verða af þessu. Uppfærði mig upp í 500Mb í leiðinni :happy
Verktaki frá BB Verktökum á vegum GR mætti á svæðið, frágangur alveg til fyrirmyndar ekki hægt að sjá að það liggi kaplar um allt hús. En eitt sem ég hef þó tekið eftir, núna um daginn ver ég með lappann vír tengdan beint í CAT5 tengi á blússandi hraða og allt í flottu standi þangað til ég tek eftir því að lappinn er búinn að skipta yfir i WiFi tengingu, LAN tengingin var farin. Vélin ennþá tengd báðum megin en við nánari athugun kom í ljós að snúran hafði eitthvað strekkst á og lyftist um svona millimetra upp úr CAT tenginu en ennþá föst í því. Þessi millimetri var nóg til þess að slíta sambandið og ég tók einnig eftir því að snúruendirinn er nokkuð laus og hreyfist auðveldlega í allar áttir en það hefur engin áhrif, bara þegar hann togast upp.
Síðan er snjallsjónvarp tengt við næsta tengil við hliðiná og hann er alveg eins nema að það hefur engin áhrif á tenginguna við sjónvarpið, það heldur alltaf tengingu.

Þar sem ég vinn eru hátt í 100 veggtenglar og allir eru þeir svona líka, það er kapallinn virkar laus. Hinsvegar slitnar tenging aldrei við netið þótt að eitthvað togist í kapalinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu þar sem þetta er ekki eitthvað sem myndi gerast oft en samt á heimilum með litlum dýrum sem finnst gaman að troða sér og leika með allt sem finnst þá er alltaf séns að eitthvað losni. Veit einhver um einhverjar "elegant" lausnir til þess að festa þetta betur?

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mið 20. Júl 2016 16:48
af Xovius
Hvað kostaði þetta? Þyrfti að fara að gera þetta heima.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mið 20. Júl 2016 17:41
af hagur
Var þetta dregið í rör eða sett í utanáliggjandi kapalrennur?

Myndir segja meira en þúsund orð ;-)

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mið 20. Júl 2016 17:47
af agnarkb
Er ekki búinn að fá reikninginn en ég býst alveg eitthvað yfir 100 kall. Þetta var það stórt verkefni.

Þetta er eiginlega bæði. Þetta fer í gamalt rör af neðri hæðinni upp á efri hæðina og svo meðfram veggjum og gólflistum sömu leið og gamall coax kapall lá

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mið 20. Júl 2016 22:00
af Dúlli
Tek undir með Hagur væri snild að fá myndir :)

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fim 21. Júl 2016 09:36
af agnarkb
Var nú búinn að taka einhverjar myndir þegar þetta var ný uppsett.

Þegar að það togast í kaplanna sem liggja frá tenglaboxum þá missi ég samband, en bara við tölvu. Sjónvarpið sem er tengt í tengil 9 virðist ekki detta út við sömu átök. En eins og ég sagði þá efast ég að það verði eitthvað mikið um að strekkt verði á köplum, hef þá oftast með smá slaka. Allt í flottu standi með switcha og annað.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fim 21. Júl 2016 21:16
af Dúlli
Setti kallinn þetta svona upp ? Flottur frágangur fyrir gamalt hús

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fim 21. Júl 2016 21:38
af agnarkb
Dúlli skrifaði:Setti kallinn þetta svona upp ? Flottur frágangur fyrir gamalt hús


Jebb, þetta var bara korn ungur strákur, en með allt sitt á hreinu. Held að það sé ekki hægt að gera betur en þetta í þessum aðstæðum.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fim 21. Júl 2016 21:58
af arons4
agnarkb skrifaði:
Dúlli skrifaði:Setti kallinn þetta svona upp ? Flottur frágangur fyrir gamalt hús


Jebb, þetta var bara korn ungur strákur, en með allt sitt á hreinu. Held að það sé ekki hægt að gera betur en þetta í þessum aðstæðum.

Hefði sjálfur sett upp 10" skáp og haft allt klabbið í honum.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fös 22. Júl 2016 00:28
af agnarkb
arons4 skrifaði:
agnarkb skrifaði:
Dúlli skrifaði:Setti kallinn þetta svona upp ? Flottur frágangur fyrir gamalt hús


Jebb, þetta var bara korn ungur strákur, en með allt sitt á hreinu. Held að það sé ekki hægt að gera betur en þetta í þessum aðstæðum.

Hefði sjálfur sett upp 10" skáp og haft allt klabbið í honum.


Væri mjög kúl en money.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fös 22. Júl 2016 07:24
af Urri
Hefði ég gert þetta myndi ég nota rétta lengd á patch köplum sko (seinni myndin) og einnig hefði ég ekki haft kapplana svona "einhvernegin" setta saman með dragböndum.
Einnig hefði ég EKKI snúið þessu uppávið vegna ryk eða rusl o.þ.h. sem gæti farið ofaní (fyrri myndin) einnig hefði ég frekar sett upp schneider net tenglana sem eru 45° niður á við í staðinn.

EN það er bara mitt álit. (er rafvirki og hef sett up svipað nokkrum sinnum áður)

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fös 22. Júl 2016 10:35
af agnarkb
Þetta eru 0.5 metra patch kaplar, þeir stystu sem ég fann.

Það eina sem er að er þetta slit sem verður á sambandi við tölvu þegar ég rek mig í eða togast á kaplinum.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fös 22. Júl 2016 21:59
af agnarkb
Er einhver með einhverjar mögulegar lausnir á þessu vandamáli með þetta sambandsslit sem verður þegar strekkist á snúrunni. Hringja í rafvirkjan? Eða kannski bara nota lengri kapal með meiri slakka.....

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fös 22. Júl 2016 22:21
af hagur
Þetta eru bara lélegir tenglar myndi ég halda. Líklega ekkert sem þú getur gert annað en að A) skipta þeim út eða B) ekki toga í kaplana.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Fös 22. Júl 2016 23:16
af agnarkb
hagur skrifaði:Þetta eru bara lélegir tenglar myndi ég halda. Líklega ekkert sem þú getur gert annað en að A) skipta þeim út eða B) ekki toga í kaplana.


Augljóslega er maður ekki á gólfinu og toga í kapla endalaust, það er aðallega litlu dýrin á heimilinu sem eiga það til að leika sér með víra og snúrur sem gætu valdið vandræðum. Held að ég hafi samband við einhvern EF þetta fer að hafa einhver áhrif.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 23. Júl 2016 11:23
af Dúlli
Gæti verið að hann hafi ekki fest eithvern vír eða par í boxinu sem gæti haft áhrif, við svona á helst að nota puncher, svo getur líka verið sambandsleysi í molanum ef hann hafi ekki gengið frá því rétt.

Hringdu bara í fyrirtækið sem gerði þetta og segðu að þetta sé ekki nógu gott, á ekki að vera þitt mál ef þetta er illa tengt.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Lau 23. Júl 2016 20:27
af agnarkb
Skoðaði þetta aðeins betur núna í morgun. Í þetta skipti prófaði ég að nota Cat5 snúruna sem strákurinn sem setti þetta upp skildi eftir og tengdi í sjónvarpið hjá mér. Núna tengdi ég hana beint í tölvu og prófaði þetta og viti menn hún heldur sambandi eins og hún á að gera! Skildi eftir nokkrar svona þannig að ég ætla að prófa fleiri.

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mán 25. Júl 2016 07:32
af Urri
Það náttúrulega segir sig sjálft að ef leiðslurnar eru ekki nógu langar eða þær strekktar og dýrin séu að fikta í þeim að það gæti orðið lélegt samband þannig að ávallt notið leiðslur sem eru nógu langar við svoleiðis aðstöður.
Annað er að það eru til nokkra "puncherar" fyrir mismunandi tegundir tengla og eiga þeir það til að eyðileggjast ef maður notar ekki rétta tegund (LSA, Krone og fleiri).

Einnig er ég vanur (úr því að þetta var gert af fyrirtæki) að not tæki til að prófa kappla/tengingar. Getur spurt þá út í það hvort þeir séu með skýrsluna yfir það (þó svo ég efast um að það hafi verið gert).

Re: Draga CAT5 í gömlu húsi.

Sent: Mán 25. Júl 2016 09:48
af agnarkb
Urri skrifaði:Það náttúrulega segir sig sjálft að ef leiðslurnar eru ekki nógu langar eða þær strekktar og dýrin séu að fikta í þeim að það gæti orðið lélegt samband þannig að ávallt notið leiðslur sem eru nógu langar við svoleiðis aðstöður.
Annað er að það eru til nokkra "puncherar" fyrir mismunandi tegundir tengla og eiga þeir það til að eyðileggjast ef maður notar ekki rétta tegund (LSA, Krone og fleiri).

Einnig er ég vanur (úr því að þetta var gert af fyrirtæki) að not tæki til að prófa kappla/tengingar. Getur spurt þá út í það hvort þeir séu með skýrsluna yfir það (þó svo ég efast um að það hafi verið gert).


Allir tenglarnir virka, það er bara þetta eina vesen sem er að þannig að ég geri nú alveg ráð fyrir því að réttur puncher var notaður. Við fórum svo líka í prófanir með tæki sem prófar tengla og voru bara tveir sem voru með vesen sem var lagað auðveldlega.