Síða 1 af 1
Plex Media Server the easy way
Sent: Fös 24. Jún 2016 20:16
af nidur
Plex að mæla með WD Cloud til að setja upp Plex server auðveldlega.
Sjá hér
https://www.plex.tv/blog/endless-summer ... n-digital/Hægt að versla hérna á 60þús ekki slæmt í startkostnað
https://tecshop.is/products/western-dig ... 100-168246Og svo var það Nvidia Shield um daginn með 4k Support við sjónvarpið og til að keyra server af NAS
sjá hér
https://www.plex.tv/blog/nvidia-shield-you-complete-us/og hægt að versla á 40þús í Elko og Tölvutek
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Sjonva ... V_16GB.ecpEf ég væri ekki vel uppsettur þá myndi ég skoða Nvidia shield sjálfur, væri gaman að vita ef einhver er að nota þetta.
Re: Plex Media Server the easy way
Sent: Þri 28. Jún 2016 16:16
af Halli25
ætli þetta ráði við að encoda nema SD efni?
Re: Plex Media Server the easy way
Sent: Þri 28. Jún 2016 17:36
af AntiTrust
Passportinn getur ekki transkóðað neitt, en MyCloud Pro græjan getur transkóðað nokkra samtímastrauma.
Re: Plex Media Server the easy way
Sent: Mið 29. Jún 2016 00:26
af einarhr
Lang best að keyra Plex á alvöru vél en ekki NAS. Til að geta keyrt Plexserver af Nas þarf mjög öflugan NAS sem kemur þá til með að kosta meira en þokkalegasta PC vél. Svo er bara að finna sér Android TV box á aliexpress sem styður 4k.
Fyrir 100k færð þú fínan Plexserver og eitthvað massa tæki til að streyma í TV
Re: Plex Media Server the easy way
Sent: Mið 29. Jún 2016 08:21
af Hjaltiatla
Smá pæling , vitið þið af einhverri góðri IPTV DVR lausn sem hentar hérlendis í líkingu og HDHomeRun :
https://www.hdhomerun.net/product.aspx Jafnvel eitthvað custom build,t.d setja upp mythbuntu og Mythtv og kaupa eitthvað hardware til að fá til þess að virka á einfaldan og þæginlegan máta?
Re: Plex Media Server the easy way
Sent: Mið 29. Jún 2016 08:30
af nidur
Efast um að þú fáir "góða" plex vél á 60 þús sem transkóðar 4x 1080p strauma, nema kannski notaða á vaktinni.
Og Passportinn er aðalega sniðugur í ferðalög þar sem hann getur verið wifi hub með allt efnið inn á ekki neitt annað.
Ef Nvidia græjan er að transkóða 4x 1080p strauma þá er hún ennþá betri kostur, ef þú ert með efni á local share.
Fyrir utan það að þessar græjur taka minna pláss en heil tölva.
Myndi aldrei setja þetta upp til að deila með fullt af fólki en kannski 6 manns ætti að vera í lagi.
Re: Plex Media Server the easy way
Sent: Mið 29. Jún 2016 10:06
af einarhr
nidur skrifaði:Efast um að þú fáir "góða" plex vél á 60 þús sem transkóðar 4x 1080p strauma, nema kannski notaða á vaktinni.
Og Passportinn er aðalega sniðugur í ferðalög þar sem hann getur verið wifi hub með allt efnið inn á ekki neitt annað.
Ef Nvidia græjan er að transkóða 4x 1080p strauma þá er hún ennþá betri kostur, ef þú ert með efni á local share.
Fyrir utan það að þessar græjur taka minna pláss en heil tölva.
Myndi aldrei setja þetta upp til að deila með fullt af fólki en kannski 6 manns ætti að vera í lagi.
Þú færð fína notaða vél fyrir 60 til 80 þús sem fer létt með Plex! Er sjálfur að keyra Plex á C2Q Q6600 vél sem er kanski 25þús virði sem transkóðar 4x1080p alveg ágætlega. Fyrir 60 til 80k færð þú fína i7 vél sem keyrir þetta létt.