Síða 1 af 1

Tutorial: Virtualbox sýndarvélaumhverfi

Sent: Mið 01. Jún 2016 21:43
af Hjaltiatla
Tutorial: hvernig er hægt að setja upp Virtualbox sýndarvélaumhverfi á sínu eigin heimaneti án þess að rugla í DHCP ip úthlutun á heimilis routernum (svo það verður ekki DHCP conflict ef þú t.d ákveður að install-a DHCP role-i í windows server þróunarumhverfi/test lab).Ákvað að vera ekkert að útskýra Pfsense router og Windows server sýndarvéla uppsetningarnar og focus-a frekar á kerfishögunina (get hins vegar bent á ágætis pfsense kennslu video í þráðinum ef áhugi er fyrir því).

Nethögun – Yfirlit:

Asus Router heima WAN (DHCP - fær IP addressu fá ISP)
Asus Router heima LAN: 192.168.1.1 - 192.168.1.254


Virtualbox sýndarumhverfi keyrandi á hefðbundinni Desktop vél heima

Pfsense WAN (em0):192.168.1.200/24 (static ip tala)
Pfsense LAN (em1): 10.2.0.1/8 (static ip tala)
Windows server 2012 sýndarvélar: 10.2.0.X (serverar fá static ip tölur)
Windows 8.1/10 vélar: 10.2.0.X ( Windows client vélar fá ip addressur frá Windows 2012 DHCP server á virtualbox Pfsense Lan-inu)



Pfsense virtual router – Virtualbox network adapter stillingar

Pfsense WAN (em0):192.168.1.200/24 (þessi texti er eingöngu til upplýsinga til að útskýra hvaða hlutverki þessi network adapter sinnir).

Pfsense virtual router - Network settings "adapter 1"
Mynd



Pfsense LAN (em1): 10.2.0.1/8 (þessi texti er eingöngu til upplýsinga til að útskýra hvaða hlutverki þessi network adapter sinnir).

Pfsense virtual router - Network settings "adapter 2"
Mynd


Pfsense router Sýndarvél keyrandi í virtualbox (Búið að installa pfsense á sýndarvél og assigna network interface-a og festa ip tölur)


Mynd

Windows server 2012 virtualbox sýndavél með assignaðan virtualbox network adapterinn „intnet“
Er að nota sama internal Virtualbox network adapter "adapter 2" og Pfsenserouter-inn notast við þ.e LAN (em1): 10.2.0.1/8

Server 2012 - Virtualbox network adapter stilling

Mynd

Server 2012 - Mynd nr.1
Er með instölluð Windows server Role-in ADDS ,DNS og DHCP og Kemst á internetið

Mynd

Server 2012 - Mynd nr.2 - Pfsense router/firewall dashboard ,tengst í gegnum browser

Mynd


Windows 8.1 virtualbox sýndarvél með assignaðan virtualbox network adapterinn „intnet“
Fær úthlutaða DHCP ip tölu af Windows server 2012 vél á sama subneti þ.e „intnet“ án þess að rugla í DCHP hlutverkinu á Asus heima routernum mínum.

Mynd


FYI: það væri hægt að bæta inn þriðja network adapternum á pfsense router-inn og búa sér til DMZ net

Re: Tutorial: Virtualbox Sýndarumhverfi

Sent: Mið 01. Jún 2016 21:45
af Hjaltiatla
Þið bendið mér á ef það er eitthvað óljóst í þessum leiðbeiningum (þ.e þeir sem vita almennt hvað pfsense er).