Ithmos skrifaði:Ég er að segja að þeir hefðu geta gert eitthvað miklu fyrr og "innóveitað" smá öryggi fyrir venjulega notendur.
Það er ansi erfitt að "innóveita" hluti gegn forritum á borð við spyware og adware þegar menn eiga ekki von á þeim, eða áttu MS kannski að vita fyrir 2 árum að adware yrði orðið þetta vandamál sem það er í dag, þar sem það fylgir fjandanum öllum af forritum og langoftast án þess að fólk viti af því. Kenndu frekar vitlausu notendunum eða bastarðsforriturunum sem ákveða að fara þessa leið! Einnig er afar erfitt að koma í veg fyrir heimsku notenda sem clicka á hvert einasta "Would like to win 1.000.000$" eða "Instant Win!" popup eða flash auglýsingu sem birtist. Það er auðvitað hægt en ekki án þess að það bitni á einfaldleika stýrikerfisins, sem við vitum jú allir að er það sem MS selur mest út á.
Ég skal þó viðurkenna að MS hefðu átt að vera komnir með almennilegann firewall fyrir löngu löngu síðan (hann var jú til þegar Win XP kom út, en hann var ekki enablaður sem default).
Getum alveg eins hætt að ræða þetta á þessum nótum því við getum komið með endalaus rök með og á móti starfsháttum MS og legg því til að við snúum okkur aftur að þessu AntiSpyware forriti og fólk segi hvernig það hefur virkað hjá sér.
Ég setti þetta upp hjá bróður mínum núna áðan meðan ég var í matarboði hjá foreldrum mínum (hann er einn af þeim sem á það til að ýta á "Yes" takkann aðeins of oft, sama hvað ég skamma hann fyrir það
) og MS forritið fann helling af dóti (aðallega adware og einhverja diallera) sem Adaware fann ekki (ég keyrði það á undann MS tólinu). Ég var þó ekki búinn að keyra Spybot S&D áður en keyrði það á eftir MS tólinu og það fann ekki neitt eftir að MS tólið var búið að keyra í gegn.
Væri gaman ef einhver duglegur gæti sett fullt af adware og spyware á tilraunatölvu og prófað að keyra MS tólið fyrst af öllum og svo Adware og Spybot til að sjá hvort MS tólinu yfirsæist eitthvað (hint hint).