Síða 1 af 1

Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 00:11
af Heliowin
Á í mesta basli með að fá nýjan og almennilegan Geforce Nvidia driver til að virka á tölvunni hjá mér og þarf því aðstoð.

Setti upp Windows 10 í dag og rak mig strax í nasty skjávandamál þegar windows hlóð niður uppfærðum driver meðan ég var að setja upp kerfið.

Vandamálið
* Komu upp grænar smáar línur um allann skjáinn sem hurfu ekki fyrr en ég endurræsti tölvuna eftir að hafa fjarlægt driverinn og aftengt netið svo windows myndi ekki hlaða niður nýjum driver aftur.

Það hjálpar ekki að hlaða sjálfur niður driver frá Nvidia sem er nýrri en sá sem windows hlóð niður og setja upp því þá fer þetta aftur í klessu.

Er því með einhverskonar basic driver sem fylgdi windows og er því með of lága upplausn.

Driverinn sem ég hlóð niður sjálfur ætti að vera í lagi því hann á að passa við uppgefið kort og kerfi þegar ég leitaði að driver.

Driverinn er Nvidia 368.22
Kortið er Geforce GTX 660OC
Windows 10

Edit:
Hérna er mynd af þessu sem ég tók:

Mynd

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 00:57
af loner
Klukkaðu minnið á kortinu niður.

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 01:25
af FreyrGauti
Hakaðiru við clean install þegar að þú settir inn driver'inn?

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 12:49
af Heliowin
Ég er búinn að fara yfir þetta og skipta til og með um cmos batterí í þriggja ára gamalli tölvu og gera optimized defaults.

Þetta er ekki að virka nema ég noti þennan driver sem fylgir með Windows og býður upp á of lága upplausn.

loner skrifaði:Klukkaðu minnið á kortinu niður.


Kortið er yfirklukkað af framleiðandanum GigaByte og hefur virkað mjög vel þau þrjú ár sem ég hef notað það þannig að ég veit ekki hvernig ég ætti að fara að því.

Það voru display driver issues í gangi fyrst þegar ég byrjaði að nota Windows 10 í fyrrahaust en lagaðist á sínum tíma.

Hætti að nota Windows snemma í vor og var að nota linux þegar ég gafst upp og fór yfir í windows aftur.

FreyrGauti skrifaði:Hakaðiru við clean install þegar að þú settir inn driver'inn?


Já og geri það alltaf þegar ég set upp Nvidia driver.

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 16:59
af loner
Sæktu forrit frá framleiðanda skjákortsins, sem er ætlað til að monitora og yfirklukka kortið.
Þegar þú ræsir það, þá er GPU og minni á default stillingu, þar getur þú klukkað minnið niður og vistað.

Setja svo upp nýjan driver og EKKI clean install, þar sem stillingar fyrir kortið munu þá eyðast út.

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 19:49
af Heliowin
loner skrifaði:Sæktu forrit frá framleiðanda skjákortsins, sem er ætlað til að monitora og yfirklukka kortið.
Þegar þú ræsir það, þá er GPU og minni á default stillingu, þar getur þú klukkað minnið niður og vistað.

Setja svo upp nýjan driver og EKKI clean install, þar sem stillingar fyrir kortið munu þá eyðast út.


Þetta tól á vefnum hjá Gigabyte opnast ekki í Windows 10 þó ég hafi hlaðið niður nýrri útgáfu af því sem kom núna í maí og sett upp. Þetta er VGA - OC GURU II.

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 20:26
af loner
Þegar þú smellir á það í Start menu, þá hleypur það niður í hægra horn svart og blátt icon,
þú kallar fram forritið þaðan.

Re: Allt í klessu á skjánum með Windows 10 og uppfærðum Nvidia driver

Sent: Sun 29. Maí 2016 21:21
af Heliowin
loner skrifaði:Þegar þú smellir á það í Start menu, þá hleypur það niður í hægra horn svart og blátt icon,
þú kallar fram forritið þaðan.


Það gerir það ekki hjá mér. Smelli á íkonið á skjáborðinu eða í start menu og er þá spurður hvort ég vilji gefa leyfi fyrir því þar sem þetta sé unknown publisher. Geri það en ekkert gerist og er það ekki heldur að finna í hægra horninu.