Munur á Linksys netbeinum, EA2700 betri en EA4500?
Sent: Þri 19. Apr 2016 15:20
Ég á tvo netbeina (eða routers), þeir eru báðir Linksys, annar þeitta er EA2700 og hinn er EA4500. Ég hef notað EA2700 núna í nokkur ár en EA4500 er lítið sem ekkert notaður og ég er að spá í að losa mig við hann þar sem ég hef ekkert að gera við tvo netbeina en mér datt í hug að hann hljóti að vera nýrri en hinn og í leiðinni betri svo ég ætti kannski frekar að nota hann og losa mig við EA2700 og við fyrstu sýn virðist ég hafa rétt fyrir mér, EA4500 er nýrri og á að vera aðeins hraðari samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda en svo ákvað ég að gera hraðatest á þeim báðum og hér eru niðurstöðurnar:
Ég er að nota þennan (EA2700)
Þessi á að vera betri (EA4500)
Það lítur út fyrir að yngra módelið sé að höndla nettenginguna betur miðað við þessar niðurstöður. Veit einhver af hverju það er eða er þetta eitthvað vitlaust og þarf ég að skoða þetta betur?
Ég er að nota þennan (EA2700)
Þessi á að vera betri (EA4500)
Það lítur út fyrir að yngra módelið sé að höndla nettenginguna betur miðað við þessar niðurstöður. Veit einhver af hverju það er eða er þetta eitthvað vitlaust og þarf ég að skoða þetta betur?