Síða 1 af 1

Tölva fer ekki í windows

Sent: Sun 20. Mar 2016 22:06
af svanur08
Lenti í því áðan tölvan hjá pabba gamla fraus og nú fer hún ekki lengra en windows merkið, fer heldur ekki langt í windows repair, einhver hugmynd hvað þetta gæti verið, kannski diskurinn?

Re: Tölva fer ekki í windows

Sent: Sun 20. Mar 2016 22:36
af svanur08
Ég opnaði tölvuna og tók diskinn úr sambandi og tengdi hann svo aftur þá fór tölvan í windows, eins og þetta hafi verið sambandsleysi eða eitthvað, furðulegt.

Re: Tölva fer ekki í windows

Sent: Sun 20. Mar 2016 22:45
af svanur08
Og nú er þetta aftur í ólagi.

Re: Tölva fer ekki í windows

Sent: Sun 20. Mar 2016 23:26
af rapport
bilaður diskur... sounds plausible...

Re: Tölva fer ekki í windows

Sent: Sun 20. Mar 2016 23:59
af arons4
rapport skrifaði:bilaður diskur... sounds plausible...

Lang líklegast, annars kemur móðurborð(getur prufað sata port á öðrum controller) eða snúran(sem skemmist ekki nema með hnjaski). Diskurinn er sammt lang líklegastur.

Re: Tölva fer ekki í windows

Sent: Mán 21. Mar 2016 00:04
af svanur08
Skipti um sata tengi og snúru og í fínu lagi núna, er þá annaðhvort sem var að. Takk fyrir svörin. :happy

Snúran var mjög beigluð í móðurborðinu.